Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 HAUSTIÐ 1998 var brotið blað í sögu heilsuverndar barna á Íslandi þegar stofnað var þverfaglegt grein- ingarteymi við barna- deild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur, nú Mið- stöð heilsuverndar barna (MHB). Hlutverk greiningarteymisins var að gera formlegt mat á þroska barna og að hlutast til um úrræði þegar grunur hafði vaknað um frá- vik við hefðbundið ungbarnaeftirlit. Þjónustan var ætluð börnum, sex ára og yngri. Áður en þessi þjón- usta kom til sögunnar hafði Heilsu- gæslan ekki neina sérstaka leið eða skilgreind úrræði fyrir þennan hóp barna heldur var foreldrum bent á að leita á stofu til sjálfstætt starf- andi sérfræðinga. Það var undir hælinn lagt hvort og þá hvert for- eldrar leituðu þjónustu og upplýs- ingaflæði til baka var lítið og óstöð- ugt. Viss hætta var á að þroskafrávik greindust seint og að börn fengju ekki viðeigandi þjón- ustu nógu snemma, en rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem íhlutun byrjar þeim mun betri eru þroska- möguleikar barnsins. Til þess að það sé mögulegt þarf vel skilgreint ferli frá tilvísun til meðferð- arúrræða. Greiningarteymið byrjaði smátt í sniðum en frá upphafi var mikil eftirspurn eftir þessari nýju þjón- ustu. Starfsemin hefur því aukist jafnt og þétt og heyrir í dag undir sérstakt svið, þroska- og hegðunarsvið. Þó MHB sé hluti af Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins hefur Miðstöðin hlut- verk á landsvísu og sinnir börnum hvaðan- æva af landinu, þó flest séu búsett á höfuðborgarsvæð- inu. Árið 2006 var ákveðið með stuðn- ingi og tilskipun frá heilbrigð- ismálaráðherra að efla þjónustu við börn með hegðunar- og geðraskanir og fékk MHB sérstaka fjárveitingu til þessa verkefnis. Þetta var í tengslum við mikla umræðu um skort á greiningarúrræðum og ann- arri þjónustu fyrir börn með ADHD og skyldar raskanir. Til að bæta úr brýnni þörf var ákveðið í samráði við BUGL að slík þjónusta skyldi þróuð á þroska- og hegð- unarsviði MHB og að hún næði til eldri leikskólabarna og yngstu barna í grunnskóla (um 5-9 ára) vegna frávika í hegðun, sérstaklega ef grunur var um ADHD. Í kjölfar greiningar fylgir ráðgjöf og með- ferð sem felst m.a. í ráðgjafa- viðtölum við foreldra, lyfjameðferð, sérúrræðum í skóla og sérstökum námskeiðum. Tilvísanir vegna þess- arar nýju þjónustu koma aðallega frá skólasálfræðingum, barnalækn- um og fagfólki heilsugæslu en í frumgreiningu mest frá starfsfólki í ung- og smábarnavernd. Tilvísanir til sviðsins eru nú um 300 á ári, þar af ríflega helmingur vegna gruns um ADHD eða skyldar raskanir. Reynsla undanfarinna 10 ára hef- ur sýnt svo ekki verður um villst að mikil þörf er á þjónustu sem þess- ari í nánum tengslum við heilsu- gæsluna. Þörfin hefur ekki minnkað nema síður sé enda mælst vel fyrir bæði hjá fagfólki og foreldrum. Því er mikilvægt nú á tímum sparnað- aráforma að standa vörð um þessa þjónustu og það væru mikil mistök ef dregið yrði úr þjónustu við þá sem síst skyldi. Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr haml- andi áhrifum þroskaröskunar, bæta hegðun og líðan og minnka líkur á alvarlegum hegðunarerfiðleikum síðar á ævinni. Þetta er því mik- ilvægt forvarnarstarf og í því felst sparnaður á mörgum sviðum. Minni þörf verður á dýrari úrræðum inn- an heilbrigðis-, skóla- og félags- málakerfisins og staða fjölskyld- unnar betri. Katrín Davíðsdóttir skrifar um aðgerðir til hjálpar þeim sem stríða við þroskaröskun »Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr hamlandi áhrifum þroskarösk- unar, bæta hegðun og líðan og minnka líkur á alvarlegum hegðunar- erfiðleikum … Kristín Davíðsdóttir Höfundur er barnalæknir á MHB. Stöndum vörð um þjónustu við börn með frávik í þroska MIKIÐ hefur sautjánda öldin verið skrýtin skepna. Það má til dæmis skoða í endurminningum Leónóru Kristínu úr Bláturni sem Björn Th. Björnsson þýddi og Mál og menning gaf út 1986. Og skrifaði þennan líka fína inn- gang. Mikið má sakna hans Björns, en það er annað mál. En ég greip til Leónóru þegar ég var búinn að lesa Hallgrím Pét- ursson Úlfars Þormóðssonar. Og það er gaman að ímynda sér Hallgrím Pétursson skoppandi í kringum Bláturninn, fyrst sem járnsmíðanema, svo sem skóla- nema, fullan af efasemdum um guð og allt og svo að springa af ást á Guðríði nokkurri Sím- onardóttur. Á þessum ímyndunum gefst nefnilega kostur einmitt þessa dagana þegar Úlfar Þormóðsson er búinn að skrifa þessa líka fínu skáldsævisögu um Hall- grím. Það eru undur fallegir þræðir um alla bókina. Sér- staklega er frábærlega unninn sá hluti bókarinnar sem er sam- spil þeirra Brynjólfs Sveins- sonar biskups og Hallgríms. Þar kemur allt við sögu: Glíman við guð og glíman við sjálfan sig. Sérstaklega þegar biskupinn glímir við guð sinn um Ragn- heiði dóttur sína. Og svo eru þessir þræðir um Hallgrím og Guðríði; falleg saga af ein- staklega heilsteyptu sambandi allt frá upphafi til lokadags á Ferstiklu við Hvalfjörð. Fyrir nokkrum dögum var á ferð hér í Kaupmannahöfn hópur fólks sem veltir því fyrir sér hversu minnast má afmælis Jóns Sig- urðssonar – 200 ára – eftir þrjú ár tæp. Þá kom upp sú hug- mynd að fara söguferðir um slóðir Jóns í Höfn. Bók Úlfars minnir á að fleiri Íslendingar eiga sögu í Höfn; enginn minni en Hallgrímur Pétursson. Um hann má líka fjalla á söguslóðum fyrir fróðleiksþyrsta ferðamenn sem koma til Kaupmannahafnar – þegar Íslendingar fara að koma þangað aftur í flokkum. Má ég svo líka, af því að ég er að skrifa þetta uppnuminn af bókinni, þakka fyrir sögurnar af vertíðarstritinu á Suðurnesjum. Það eru stórfróðlegar og sem betur fer nákvæmar lýsingar. Árni Bergmann skrifar um glímuna við guð á þessari jóla- bókavertíð. Það er ekki einleikið hvað kollegar mínir af Þjóðvilj- anum þurfa mikið að glíma við guð. Glíma Hallgríms er ákaf- lega spennandi. Og sér eiginlega ekki fyrir endann á henni í bók Úlfars. Vonandi verður þeirri sögu haldið áfram. Það er ekki einleikið hvað guð er glíminn. Þessar línur eru skrifaðar í þakklæti fyrir góða bók sem hefði ekki mátt vera mikið styttri. Svavar Gestsson Það er ekki einleikið hvað guð er glíminn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.