Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 31
sem var sem bróðir eða vinur. Þú kvaddir þetta líf svo sannarlega eins og þú hefðir fengið að velja stað, nema tímasetningin var auðvitað al- röng. Nú höldum við áfram meðan einhver frjókorn eru í kollinum á okkur eins og þú sagðir sjálfur. Elsku María, Baldur Þórir, Júlíus Freyr og fjölskyldur; missir ykkar er mikill, innilegar samúðarkveðjur frá okkur Svönu og fjölskyldu, sér- stakar kveðjur frá Lovísu Rut, Elv- ari og þeirra fjölskyldum. Guð veri með ykkur. Hlökkum til að hitta þig seinna. Takk fyrir allt, kæri bróðir. Ólafur Eggert Júlíusson og Svanlaug Jónsdóttir. „Njóttu lífsins meðan kostur er, ég syng bara um lífið og syngdu með mér.“ Þannig kvöddumst við vinirnir tveimur dögum fyrir fráfallið, sung- um þetta saman við Keflavíkurmerk- ið á Ægisgötunni í Keflavík og föðm- uðumst eins og við vorum vanir. Frá því að María systir passaði frumburð ykkar Maríu og ég smápolli fékk að labba með um hverfið og fram að síð- ustu samverustund okkar vorum við vinir. Þær voru ófáar stundirnar sem áhugamálin, lífið og tilveran, trúmálin og augnablikið fengu fram hjá okkur bæði hlátur og grát, eins og vinafund- ir eiga að vera, jafnvel oft í viku. Eftir hljómleikana Með stuð í hjarta, þegar ég færði þér fullt myndaalbúm frá tónleikunum, sá ég þinn auðmjúka mann sem aldrei fyrr og þú sagðir mér í einlægni með tár í augum að núna skyldi bara einn dagur vera til í einu, – en það verður að gera eitthvað gott úr honum, kom svo í restina. Þér auðnaðist að gera gott úr hverjum degi, skilur eftir þig skarð í samfélaginu sem ekki verður fyllt og þjóðin mun minnast þín. Ég minnist „augnablika“ eins og balls í Ungó ’74 með Hljómum og ég fékk að syngja tvö lög, vá, hvílík upphefð fyrir 17 ára ungling, þú fékkst lánað mótor- hjólið mitt Honda 350 og við skipt- umst á Kanajökkum, símhringinga frá tónleikum erlendis, m.a. með Paul McCartney og Stones, sigra Keflavíkur í fótbolta, heimsókna þinna til mín í kafaraskólann og græjurnar settar í botn í góðum rokkslögurum þannig að hverfið skalf, heimsókna í Geimstein og nýj- ustu verkefnin kynnt, balla um allt land í den, Fiskidagsins mikla í fyrra og síðustu árin samverustunda á mörgum listviðburðum. Um leið og ég kveð þig, kæri vinur, með miklum söknuði og þakklæti fyrir einstakt jarðbundið vinarþel, alla hvatningu til mín og tónlist þína, votta ég Maríu og fjölskyldunni allri einlæga samúð. Guð geymi þig og blessi, far þú í friði, sonur Keflavíkur. Vinarkveðja. Tómas J. Knútsson. Allt hefur sinn tíma og fátt er öruggt í heimi hér. Á það er ég nú minntur við skyndilegt og ótímabært fráfall æskuvinar míns Rúnars Júl- íussonar. Rúm sextíu ár eru liðin síð- an við hittumst fyrst ungir drengir í kirkjunni í Keflavík. Uppeldismóðir mín, Guðrún Ólafsdóttir, og móðir Rúnars, Guðrún Bergmann, sungu með kór Keflavíkurkirkju um árabil. Ég rifjaði upp nokkrar svipmyndir af okkur æskuvinunum á kirkjuloft- inu frá löngu liðnum tíma í bók minni Ævintýraþorpinu sem kom út á liðnu ári. Það var ekki langt á milli æsku- heimila okkar og oft brugðið á leik eins og vera ber meðal ungra drengja og uppátækin mörg. Á túninu við Mánagötuna háðum við knattspyrnukappleiki við félög ungra drengja í vesturbænum. Þá komu í ljós hæfileikar Rúnars sem knattspyrnumanns og hann var ekki hár í loftinu þegar hann skoraði hvert glæsimarkið af öðru. Síðar átti hann eftir að verða landskunnur knattspyrnumaður og Íslandsmeist- ari með meistaraflokki ÍBK. Ekki grunaði mig þá að Rúnar myndi gera starf tónlistarmannsins að ævistarfi. Ég var reyndar ekki mikið að hugleiða hvað hann ætlaði að starfa við í framtíðinni en mér var snemma ljóst að hann myndi vera framarlega í hverju því verkefni sem hann tæki sér fyrir hendur. Í áratugi eða allt frá því að Hljómar komu fyrst fram árið 1963 var hann í fremstu röð íslenskra tónlistar- manna. Rúnar var goðsögn og þjóð- kunnur tónlistarmaður og stærsti persónuleiki íslenskrar rokksögu. Þeir sem höfðu af honum einhver kynni munu minnast Rúnars sem ljúfmennis og öðlings. Hógværð og kærleikur til samferðamanna voru hans helstu einkenni. Það er einhver mesta gæfa sem ég hef orðið aðnjótandi að eiga vináttu Rúnars Júlíussonar. Hann var sann- ur og traustur vinur. Um langt árabil fékk ég að gjöf frá Rúnari nýjustu tónlistardiskana frá Geimsteini. Jólakort með nýjum myndum af fjöl- skyldunni sendi hann mér um jól með kveðjum og árnaðaróskum mér til handa. Ég ræddi við hann í síma nokkrum klukkutímum áður en hann kvaddi þetta tilverustig. Hann sagði frá fyr- irhugaðri kynningu á útgáfu tónlist- arefnis Geimsteins í ár síðar um kvöldið. Við ræddum það sem var efst á baugi, m.a. efnahagsmálin, og Rúnar var bjartsýnn og taldi vanda- málin í þjóðarbúskapnum tímabund- in. Undir lok samtalsins barst talið að nýrri bók sem ég er að rita og eru endurminningar frá sjöunda áratug síðustu aldar. Ég mun fylgjast með nýju bókinni, sagði hann í lok samtalsins. Það veit ég að hann gerir. Fátt er nú sem áður við fráfall hins góða drengs. Það er engu líkara en orðið hafi þáttaskil. Hann var þannig drengur að mér verður hugsað til þess hvernig hann myndi bregðast við þegar eitthvað bjátar á í mann- heimi. Ég votta Maríu Baldursdótt- ur lífsförunaut hans og öðrum ást- vinum hans dýpstu samúð mína. Guð blessi minningu Rúnars Júlíussonar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ólafur Ormsson. Kæri vinur. Að vakna við þessi tíðindi í bítið á föstudeginum var ótrúlega sárt. All- ur dagurinn var meira og minna und- irlagður þeirri hugsun að þú værir farinn. Þegar ég kom heim um kvöldið var einhver tómleikatilfinn- ing í mér. Við ætluðum að hittast klukkan fimm á föstudeginum á ár- lega jólafundinum okkar. Minninga- brotin flugu fram og til baka í huga mér allan daginn. Þú í Húsafelli sumarið 1964 með sixpensarann, trefilinn og stafinn. Þú varst töff, það var eiginlega ekk- ert í landinu 1964 eins töff og þú. En þú varst samt ljúfur, lítillátur og við- ræðugóður, þarna stofnuðum við til vináttubanda sem haldist hafa í 44 ár. Þú varst 19 ára, ég var bara 14. Af hverju skyldir þú hafa tekið mér svona vel? Kannski hefur það bara verið af því þú varst svo „aumingja- góður“ eins og Júlíus Freyr sonur þinn kallar það. Áhugasviðin tengdu okkur líka saman. Við tefldum, töl- uðum um fótbolta og tónlist. Mér leið alltaf vel í návist þinni og var óskap- lega stoltur yfir að geta talið þig til vina minna, tók stundum félaga mína með í heimsókn til Keflavíkur á næstu árum. Þú varst byrjaður með Maju. Þú varst orðinn pabbi. Hljómar gáfu út sína fyrstu plötu ’65 og urðu stærri og stærri. Þú fórst að byggja á Skólaveginum og um svipað leyti fór ég að vinna hjá Hljómunum. Reglu- semi og dugnaður þinn var með ein- dæmum. Þegar Hljómaballi lauk í Glaumbæ á sunnudagskvöldi og eft- irpartíin byrjuðu þá fórst þú á putt- anum suður til Keflavíkur, klukkan eitt um nóttina. Þú ætlaðir að nagl- hreinsa uppsláttartimbur um morg- uninn, skrifa niður texta og undirbúa þig fyrir Hljómaæfingu í Stapanum um kvöldið og fara á fótboltaæfingu með Keflavíkurliðinu milli fimm og sjö! Það fór enginn í skóna þína á þessum árum. Ég man þegar Hljómarnir voru að spila í Officeraklúbbnum á Vellinum og þú hljópst í símann í öllum pásum til að fylgjast með gengi Maju í úr- slitum keppninnar Ungfrú Ísland. Gleðin og stoltið leyndi sér ekki þeg- ar þú tilkynntir okkur í síðustu pás- unni: „Hún tók þetta.“ Þú varst flott- ur í Sandgerði þegar þú kastaðir til mín bassanum, stökkst upp á hátal- arasúlurnar og þaðan upp í rjáfur og messaðir yfir liðinu A-Amen, A-A- Amen og svo beint í Land of 100 dan- ces og allt varð vitlaust. Haustið ’68, við sitjum inni á Skólaveginum, teflum og hlustum á The Big Pink með Bandinu, lífið var að byrja. Orðstír, – sagt er í Háva- málum að góður orðstír deyi aldrei. Ég er viss um, Rúnar, að þú tekur hann með þér alla leið og þá meina ég alla leið til himnaríkis. Ég trúi því að þegar Drottinn vor Jesú Kristur kemur aftur til jarðar að dæma lif- endur og dauða munir þú hólpinn verða sökum náungakærleika þíns og trúar þinnar. Aldrei nokkurn tíma á lífsleiðinni heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni. Öll deilumál reyndir þú að leysa með friði. Fjölskyldu þinni varstu traustur og góður alla tíð. Guð blessi og styrki hana Maríu þína, syni þína sómadrengina Baldur Þóri og Júlíus Frey og fjölskyldur þeirra, systkini þín og mágafólk og okkur öll hin sem söknum þín sárt. Far í friði, kæri vinur. Óttar Felix Hauksson. Í dag, föstudag, skyldi haldið reisugildi Hljómahallar, byggingar undir poppminja- og rokksýningu Ís- lands sem nú rís við Stapann í Reykjanesbæ. Bæjarlistamaðurinn G. Rúnar Júlíusson hafði tekið að sér að kalla saman lið tónlistarmanna til að fagna áfanganum á réttan hátt, enda frumkvöðull hugmyndarinnar. Nú kveðjum við jarðvist þessa mannvinar og listamanns á sama degi og merkum áfanga er náð í byggingu Hljómahallar. En minning hans mun ekki hníga. Hún mun rísa, í tónum, myndum og sögum í arfleifð hans, „Hljómahöllinni“. Það var auðvitað Rúni Júl sem best skýrði fyrir mér þá hugmynd að með öflugri kynningu á íslenskri tón- list og tónlistarmönnum, í verðugri aðstöðu, væri mikilvægt að halda í heiðri merka tónlistarsögu í tónum, máli og myndum. Hægt væri að skapa enn eina sterka stoð í ferða- þjónustu á Íslandi og í okkar sam- félagi. Slík kynning myndi jafnframt hvetja unga tónlistarmenn til dáða og gefa þeim innsýn í merka sögu ís- lenskra tónlistarmanna. Hún myndi draga að íslenska og erlenda tónlist- armenn og ferðamenn til að kynnast sögu merkustu tónlistarmanna okk- ar. Þar gætu menn kynnst hinni miklu flóru íslenskra hljómsveita og fylgst með hvernig sumir náðu að rísa upp úr, hér heima eða á heims- vísu. Á ferli sínum hafði hann kynnst því hvernig þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir höfðu náð að skapa borgum og bæjarfélögum verðskuld- aða athygli, með því að kynna tón- listarsögu þeirra á lifandi hátt. Öllu þessu lýsti Rúni Júl fyrir mér í mörgum stuttum samtölum, á sinn töffaralega, greindarlega og hlýja hátt. Hugmynd var sköpuð, leitað var til frábærs arkitekts með mikla sýn- ingarreynslu. Í samráði við Rúna Júl voru kallaðir til aðstoðar öflugir fræðingar og athafnamenn á sviði popptónlistar. Hugmyndin skyldi verða að veruleika í samtengdu húsi á milli hins sögufræga tónlistar- og félagsheimilis Stapa og nýrrar bygg- ingar tónlistarskóla Reykjanesbæj- ar. Allt skyldi þetta samofið. Hvar var betra að hýsa slíka popp-tónlist- arsýningu Íslands og nefna hana Hljómahöllina! Nú eru liðin þrjú ár síðan farið var að þróa hugmyndina og byggingin er fokheld. Í sumar fastréðum við svo Rúna Júl til Reykjanesbæjar. Hann skyldi fylgja verkefni Hljómahallar eftir, safna efni og standa sem lifandi goð og stjórnandi þegar Hljómahöllin í Stapa yrði sett af stað á næstu Ljósanótt. Við opnun Hljómahallar næsta haust veit ég að það verður ekki nokkur íslenskur tónlistarmaður sem mun láta sitt eftir liggja til að gera verkefnið eins vel úr garði og hægt er. Þar með er sögu íslenskrar popptónlistar haldið á lofti og henni viðhaldið. Í Hljómahöll verður minn- ingu Rúna Júl best haldið í heiðri. Hún verður minnisvarði hans. Tónlistarmenn, við opnun Hljóma- hallar í Stapa skuluð þið búa ykkur undir tónlistarveislu sem helguð verður tónlistargoðinu, bæjarlista- manninum, mannvininum og töffar- anum Rúnari Júlíussyni. Kæra María, bænir okkar Bryn- dísar og stuðningur eru hjá þér og öllu ykkar góða fólki. Okkar ástkæri Rúnar Júlíusson fór alltof fljótt frá okkur. En hann verður á sjónarsvið- inu um ókomin ár. Árni Sigfússon bæjarstjóri. Sá sorgaratburður hefur nú gerst að Rúnar Júlíusson, okkar ástsæli tónlistarmaður er látinn. Rúnar var auðvitað löngu orðinn þjóðareign en mig langar að minnast hans stóra hlutverks í menningarlífi heimabæj- arins, Keflavíkur síðar Reykjanes- bæjar. Þau voru ótöluleg skiptin sem hann kom fram annaðhvort einn og sér með gítarinn eða með hinum ýmsu hljómsveitum á uppákomum hér í bæjarfélaginu, hvort heldur var á skipulögðum dansleikjum eða minni samkomum. Alltaf var hann boðinn og búinn til að leggja sitt af mörkum þegar við vildum sýna okk- ar besta s.s. á Ljósanótt eða þegar tekið var á móti erlendum gestum. Fjöldi laga eftir hann segir sögur héðan og meira að segja söng hann um Reykjanesbrautina þegar á þurfti að halda. Rúnar var líka ein- staklega lítillátur og engin samkoma var svo auðvirðileg að þessi helsta stjarna bæjarins þætti sér ekki sam- boðið að mæta og gleðja mannskap- inn, oft til styrktar góðum málefn- um. Rúnar hlaut Súluna, menningar- verðlaun Reykjanesbæjar árið 1999 fyrir eflingu tónlistar og kynningu á bæjarfélaginu og Geimsteinn, út- gáfufyrirtæki fjölskyldunnar hlaut menningarverðlaunin árið 2004 fyrir stuðning við unga tónlistarmenn. Rúnar var útnefndur Listamaður Reykjanesbæjar árið 2005 og bar þá nafnbót þegar hann lést. Þetta sýnir e.t.v. betur en nokkuð annað hug bæjarbúa til hans og þakklæti fyrir áratuga þjónustu í þágu menningar og lista. Ég vil þakka Rúnari Júlíussyni alla þá gleði sem hann hefur veitt okkur bæjarbúum og sendi samúð- arkveðjur til Maríu og fjölskyldunn- ar. Hér er góður drengur genginn á vit feðra sinna. Björk Guðjónsdóttir þing- maður og formaður menn- ingarráðs Reykjanesbæjar. Að tapa peningum í bankakreppu er kannski slæmt. En að tapa perlu- vini sínum er óbætanlegt. Ég var heima hjá Soffíu dóttur minni þegar ég frétti andlát Rúnars. Hún sá að mér var svo brugðið að hún var viss um að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir. Hugur minn sveimaði á milli tómleikans yfir fráfalli Rúnars, miss- is Maríu og sona þeirra – missis allr- ar íslensku þjóðarinar. Hann var nýbúinn að gefa út þriggja diska safn sem hann kallaði Söngva um lífið – eftir lagi sem ég hafði gert texta við á fyrstu sólóplötu hans árið 1976. Lagið heitir Söngur um lífið og fjallar um að það sé sálarbætandi fyrir fólk að hlusta á Rúnar – eða eins og segir í textanum: Ef leiðist þér að hlust’ á nöldur um fátækt og púl, má alltaf graf’ upp lukkusöngva sungna af Rúnari Júl. Og ef þú vilt fá skammt af ánægju, gleði og hamingjuvon, þá ættirðu að hlust’ á texta eftir hann Þorstein Eggertsson. Á stríðsárunum, þegar við Rúnar fæddumst, bjuggu móðurforeldrar hans og móðurforeldrar mínir í svona hundrað metra fjarlægð hvor- ir frá öðrum í Keflavík. Við strák- arnir þekktumst samt lítið þá, og það var ekki fyrr en upp úr 1960 að Nonni bróðir hafði heyrt hann syngja á skólaballi og sagt mér að hann væri meira en lítið efnilegur. Ég hafði þá stofnað hljómsveitina Beatniks í Keflavík, ásamt nokkrum kunningjum mínum, en flutti til Dan- merkur sumarið 1963. Leiðir okkar lágu því ekkert sam- an að ráði fyrr en ég kom heim árið 1965. Þá var Rúnar kominn í vinsæl- ustu hljómsveit allra tíma á Íslandi og orðinn alger töffari. Klæðnaður hans hafði breyst í samræmi við tíð- arandann og Haukur Morthens bað mig að taka viðtal við hann, en við Haukur gáfum einmitt út unglinga- tímarit um það leyti. Ég tók viðtalið við Rúnar og teiknaði heilsíðumynd af honum. Við urðum vinir og sú vin- átta hélst óslitin upp frá því. Ég tók eftir því að Rúnar var önn- um kafnari en annað fólk sem ég hef þekkt. Þótt Hljómar væru að spila út um allar jarðir þurftu menn kannski að ná í Rúnar með flugvél til Reykja- víkur ef hann var að spila fótbolta þar en þurfti síðan að koma fram á Akureyri um kvöldið. Þess á milli var hann að smíða stórt einbýlishús fyrir sig og Maríu í Keflavík. Sagt er að hann hafi haft svo mikið að gera það árið að hann hafi næstum ekkert sof- ið, enda virtist hann nota hverja mín- útu sem gafst, án þess þó að vera of- virkur. Hann var ljúfur og afslapp- aður að eðlisfari og gat alltaf gefið sér tíma til að tala við hvern sem var, hvar og hvenær sem var. Rúnar var nefnilega óvenjulegt eintak af mann- eskju. Nú, þegar hann hefur kvatt þenn- an heim, votta ég Maríu, öllum að- standendum og reyndar íslensku þjóðinni mína einlægustu samúð. Rúnar Júlíusson var eins konar lif- andi stofnun meðan hans naut við. Hann gaf út hljómplötur, var með kynningarstarfsemi, rak eigið hljóð- ver og hélt úti hverri hljómsveitinni á fætur annarri, auk þess sem hann kom fjölda tónlistarmanna á fram- færi. Mér finnst því liggja í loftinu að það verði stofnaður minningarsjóður um hann. Þorsteinn Eggertsson. Það var þegar Hljómar komu í fyrsta skipti til Siglufjarðar. Við vor- um nýbúnir að stofna hljómsveitina Storma. Hljómar voru í Alþýðuhús- inu og við fengum að sitja úti í horni fyrir náð og miskunn þar sem við vorum ekki orðnir sextán ára og því ekki löglegir. Hljómar voru bestir, á því lék ekki nokkur vafi; hljómurinn, takturinn, sviðsframkoman og laga- valið. Allt þetta varð til þess að við endurskoðuðum okkar mál og gjör- breyttum lagavalinu. Þetta var árið 1964 og Stormar áttu mörg góð ár eftir það og Hljómar áttu stóran þátt í því. Síðan var stofnuð önnur hljóm- sveit sem hét Hrím. Sú sveit tók þátt í keppninni „besta unglingahljóm- sveit landsins“ í Húsafellsskógi og þar spilaði Trúbrot. Aftur urðum við fyrir sterkum áhrifum og gjör- breyttum taktinum. Bítið hjá þeim Gunnari Jökli og Rúnari var með þeim hætti að það var gjörsamlega ómótstæðilegt. Þessu urðum við að ná. Þetta var árið 1969. Rúnar Júlíusson var enginn venju- legur maður. Hann var goðsögn; stökk upp á söngsúlurnar, gerði ak- róbatik á sviðinu eða stóð bara þarna sallarólegur en samt svo kúl að aðrir hafa ekki getað leikið það eftir. Það hefur enginn náð þeim hæðum sem Rúnar náði í þessum efnum. Alltaf kurteis og þægilegur í viðmóti. Aldr- ei góður með sig. Hann tyllti sér ekki á tá og stóð þess vegna stöðugur, hann stóð ekki gleitt og gat þess vegna gengið áfram, hann lét ekki bera á kostum sínum. Hann var bara svona. Það voru forréttindi að kynn- ast þessum ljúfa dreng sem var svo mörgum kostum búinn. Við strák- arnir minnumst Rúnars með þakk- læti og virðingu. Árni Jörgensen. Í heimi þar sem fegurð og mann- gæska á undir högg að sækja var gott að vita af Rúnari Júlíussyni. Í heimi þar sem Guð er ekki alls- staðar velkominn er gott að hlusta á Ekkert jafnast á við Jesú. Í heimi þar sem brosin eru ekki á hvers manns vörum var gott að sjá Rúnar Júlíusson Í heimi þar sem ískur og baktal er Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 SJÁ SÍÐU 32

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.