Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 ✝ Hjörleifur Haf-liðason fæddist á Hamri í Naut- eyrarhreppi í Norð- ur-Ísafjarðarsýslu 12. september 1920. Hann lést á heimili sínu, Rauðumýri 3 á Akureyri, 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurða Sigurð- ardóttir, húsfreyja í Bolungarvík, f. 9.7. 1895, d. 18.1. 1947, og Hafliði Jóhann Jónsson verkamaður og sjómaður í Reykjavík, f. 13.3. 1897, d. 9.5. 1951. Sigurða giftist Jóhanni Jóni Jenssyni, 1898-1967. Systkini Hjör- leifs sammæðra eru: Sturlaugur, f. 1924; d. 2003; Ágúst, f. 1926; og Sigurður Jóhann, f. 1934, Jóhanns- synir. Systkini samfeðra eru: Guð- finnur Jón, f. 1921; d. 1924; Hörður, f. 1923, d. 1982; Auður, f. 1924, d. 1926; Haukur, f. 1929; og Ómar, f. 1943. us Arnór, f. 26.9. 1976, móðir Júl- íana Lárusdóttir, maki Þóra Sif Ólafsdóttir. Börn: Freyja, f. 5.10. 2005, og Arnór Bjarki, f. 17.10. 2008. c) Jóhann, f. 17.11. 1983. d) Valgerður, f. 15.4. 1986. 5) Jó- hann, f. 1.3. 1954, d. 26.5. 1976. Hjörleifur ólst upp í Bolung- arvík til 16 ára aldurs. Þá fluttist hann að Hrafnagili í Eyjafirði og bjó í Eyjafirði og á Akureyri allt til dauðadags. Hann vann á Hrafnagili við almenn sveitastörf en fluttist síðan til Akureyrar og vann um tíma í byggingarvinnu. Fljótlega hóf hann störf í verk- smiðjum Sambandsins á Gler- áreyrum og vann allan sinn starfs- aldur þar, í tæplega hálfa öld, fyrst við almenn störf í ullariðnaði og síðar sem verkstjóri. Samhliða þessu hafði hann búskap og reri á trillu til fiskjar og vann um tíma aukastörf í verksmiðjunni í Krossanesi. Árin 1985 og 1986 lenti hann í erfiðum veikindum og ákvað að snúa ekki aftur til starfa. Hann náði heilsunni á ný og lifði góðu lífi fram á þetta ár. Útför Hjörleifs fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hjörleifur kvæntist 13. júlí 1946 Júlíönu Hinriksdóttur hjúkr- unarkonu, f. 13.2. 1920. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 27.4. 1894, d. 12.11. 1984, og Hinrik Jóns- son, verkamaður og sjómaður í Reykjavík, f. 27.12. 1891, d. 20.4. 1929. Hjörleifur og Júlíana eignuðust fimm börn, þau eru: 1) drengur, f. andvana 1946. 2) stúlka, f. andvana 1947. 3) Sig- urður Hinrik, f. 2.6. 1949, maki Sjöfn Ragnarsdóttir. Sonur þeirra er Kristján f. 7.9. 1974, dóttir hans er Sandra, f. 3.3. 2004. 4) Elísabet, f. 17.6. 1950, maki Guðmundur Heiðar Frímannsson. Börn þeirra eru: a) Hjörleifur, f. 13.9. 1969, fað- ir Árni Bergur Sigurbergsson, maki Þórhalla Sigurðardóttir. Barn: Helgi, f. 27.12. 2006. b) Lár- Stundum þyrlast liðinn tími að manni. Þannig var það þegar tengdafaðir minn lést 30. nóvember sl. Ég kynntist honum fyrir tæplega þrjátíu árum þegar ég tók saman við dóttur hans, Elísabetu. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af tengdafor- eldrum mínum, Júlíönu og Hjörleifi, enda tóku þau mér af ljúfmennsku og hjartahlýju. Samskipti okkar hafa einkennst af því alla tíð. Á síðasta sumri þurftum við hjón- in að fjarlægja allt úr hluta húss þeirra í Rauðumýri 3 vegna lagfær- inga svo að þau gætu bæði dvalið áfram heima. Þau voru bæði sam- taka í því að gera allt til að koma í veg fyrir að þau lentu inni á stofnun. Mest voru þetta tæki Hjörleifs og tól og það var eins og ævi hans liði hjá, næstum að ég horfði á ævi hans innan frá. Smíðatólin, skrúfjárnin, skrúflyklarnir, sagirnar, hefilbekk- irnir, tommustokkarnir, réttskeið- arnar, sleggjan, múrskeiðarnar, skrúfurnar, boltarnir og naglarnir urðu nú að víkja vegna þess að Hjör- leifur notaði þá ekki framar. En í þessum hlutum og öllum hinum sem engin tök eru að nefna lá heil mannsævi, ævi sem einkenndist af naumum efnum sem vel var farið með, vilja til að standa öllum skil á sínu, skulda engum neitt og leggja alúð í sitt eigið, gera sem allra flest sjálfur, arfur þeirrar aldar Íslands- sögunnar þegar eigin tími var ókeypis en tími annarra of dýr ef þurfti að greiða hann fullu verði. Hann lagði mikið á sig til að að- stoða börnin sín hvenær sem þörf var á. Þegar hann stóð á áttræðu var hann hjá okkur heilan dag og braut vegg með sleggjunni sinni og dró hvergi af sér. Nú gerist það ekki aft- ur að Hjörleifur hverfi heim á leið eftir göngustígnum hér milli húsanna með verkfæratöskuna í hendi að loknum löngum vinnudegi. Hjörleifur var alþýðumaður í besta skilningi þess orðs. Hann var sprottinn úr vestfirsku sjávarþorpi og vann mestan hluta ævinnar sem iðnverkamaður og verkstjóri á Sam- bandsverksmiðjunum á Akureyri, hófst af verkum sínum en sóttist ekki eftir vegtyllum. Það var honum jafn sjálfsagt að sinna hagsmunum verkamanna eins og að hugsa um eigin fjölskyldu. Hann tók lengi þátt í starfi verkalýðsfélaga á Akureyri. Hann fylgdi Alþýðubandalaginu að málum þegar ég kynntist honum og síðar Vinstri grænum. Jöfnuður í kjörum manna var honum jafn sjálf- sagður og Jóni prímusi að vatn væri gott. Samband Hjörleifs við dóttur sína var alltaf mjög náið og gott. Ég segi ekki að þau hafi gengið saman í djasssveiflu í gegnum lífið, þótt þau hafi bæði notið þeirrar tónlistar, en það var taktur í sambandi þeirra. Síðasta árið sem hann lifði varð sambandið mikilvægara þeim báð- um en nokkru sinni áður. Það var í því ákveðin fegurð sem er sjaldgæf í mannlífinu. Ég vil að lokum þakka fyrir hlutdeild Hjörleifs í uppeldi barnanna minna. Hann hefur haft mikil og langæ áhrif á þau. Það var eindregin ósk Hjörleifs að fá að vera heima allt þar til yfir lauk og hann var þakklátur fyrir alla þá aðstoð sem gerði honum það mögu- legt. Sérstakar þakkir fær Heima- hlynningin á Akureyri fyrir ómet- anlega aðstoð og þann kærleik og virðingu sem hjúkrunarfræðingar hennar sýndu Hjörleifi ævinlega. Ég votta tengdamóður minni, Júl- íönu, mína dýpstu samúð. Ég þakka Hjörleifi góða samfylgd í tæplega þrjátíu ár. Guð blessi minningu hans. Guðmundur Heiðar Frímannsson. Meira: www.mbl.is/minningar Elsku afi. Mikið óskaplega er erfitt að þurfa núna að kveðja þig. Það verður hálf- óraunverulegt að stíga aftur inn í Rauðumýri og þú ert ekki þar. Ekki ætlum við að reyna að telja hér upp allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman, þær eru einfald- lega alltof margar. Af öllum þeim minningum sem koma þó upp er ein af þeim bíltúr sem við fórum í stundum á aðfanga- dag til að skoða öll fallegu jólaljósin. Þú tókst þig til og þuldir upp nánast alla ættliði sem höfðu búið í öllum húsunum frá byggingu og sagðir svo þegar heim var komið að þú hefðir nú sannað það að þú værir ekkert farinn að gleyma þó að amma héldi því stundum fram. Þegar við vorum lítil fylltust stundum herbergin af hlutum sem þú hafðir smíðað fyrir okkur. Smíða- kompan þín var algjört ævintýra- land með frystikistuna, þar sem amma geymdi ævinlega eitthvað heimabakað, í bakgrunni. Bleika barbiehúsið, gert úr pappakössum, á alltaf eftir að vera flottasta og frum- legasta Barbiehús sögunnar. Hver á nú að gefa okkur kremkex og malt? Enginn mun gera það með jafnmik- illi gleði og þú. Það var svo gaman að sjá hvað þið amma hugsuðuð um hvort annað í Rauðumýri. Þið gerðuð gott úr því Hjörleifur Hafliðason sem þið höfðuð og fenguð dygga að-stoð frá mömmu. Þið sáuð alltaf björtu hliðarnar á öllu og voruð allt- af svo jákvæð. Það var svo gaman að koma í heimsókn og segja þér frá hvað á daga okkar hafði drifið. Yf- irleitt sastu inni í stofu að leysa krossgátur í Mogganum og byrjaðir á því að bjóða manni eitthvað að borða, sama hversu oft maður sagð- ist vera pakkfullur. Maður endaði samt yfirleitt á því að sættast á Kit- Kat og kókómjólk sem gekk mjög greiðlega niður. Þú varst svo hógvær og góður maður. Gerðir allt fyrir okkur, sama á hvaða tíma dags var eða hvernig sem stóð á hjá þér. Spurðir alltaf reglulega hvernig ástarmálin gengju og sagðir svo að svona fegurð mætti ekki fara til spillis. Í hvert einasta skiptið sem við kvöddum þig áður en við héldum í eitthvert ferðalag not- aðirðu tækifærið og laumaðir svona eins og einu peningaumslagi að okk- ur þegar enginn sá. Alveg var það eftir þér að þetta var svo eitt af því síðasta sem þú gerðir þegar aðeins nokkrir klukkutímar voru eftir. Þú varst alltaf að gleðja okkur barna- börnin. Aldrei eigum við eftir að gleyma þér, afi, og hvað okkur þótti ofboðslega vænt um þig. Ætlum við að enda þetta á ljóði eftir Megas sem lýsir því kannski best hvernig okkur líður núna ásamt síðustu orðunum sem við náðum að hvísla að þér áður en þú kvaddir. Þið amma lásuð upp þetta ljóð hvort fyr- ir annað og hélduð upp á það. Hafðu það nú sem allra best, afi, við efumst ekki um að himnaríki hefur tekið vel á móti þér og þú fengið að hitta alla sem þú varst farinn að hlakka svo til að sjá aftur. Bless afi, besti afi í heimi. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas.) Þín barnabörn Jóhann og Valgerður. Ég man fyrst eftir elsta bróður mínum, fjórtán árum eldri en ég, í stuttri heimsókn hans í foreldrahús, nokkru eftir að fjölskyldan flutti frá Bolungarvík til Ísafjarðar, þá full- tíða manni. Fyrst kynntist ég hon- um að marki er ég, 12 ára, dvaldi hjá honum og eiginkonu hans, Júlíönu Hinriksdóttur, part úr sumri 1947. Seinna sagði hann mér frá því að hann þurfti að ganga í verk móð- urömmu okkar við fiskvaskið, í óupphituðu húsnæði á köldum vetr- ardegi til að amma gæti verið heima, mömmu til aðstoðar við að koma mér í heiminn. Þetta var árið sem hann fermdist. Dvöl mín á heimili Hjörleifs og Júllu, eins og ég kalla hana alltaf, sumarið ’47, í Þórunn- arstrætinu á Akureyri, í kjölfar veikinda minna og móðurmissis, var upphaf vináttu sem aldrei hefur fall- ið skuggi á. Hvernig þau urðu mínir aðrir foreldrar er nokkuð sem ekki gleymist. Mér er í minni frá þessum tíma hve Júlla hafði gaman af að kynna mig, drenghnokkann sem skokkaði við hlið hennar, fyrir vina- fólki sínu sem mág sinn. Mér þótti upphefð í að vera mágur. Hjörleifur bróðir var trúr því sem hann tókst á hendur og vann hús- bændum sínum vel. Lengst af vann hann hjá Gefjun. Þar hygg ég að hann hafi eignast þann vin sem hann kallaði stundum ,,fóstbróður“, Kára heitinn Karlsson. Ferð á fjörð með Hjörleifi og Kára á Gusti, bátskel- inni þeirra, hvar færi var rennt og fugl skotinn er ljúf æskuminning. Þótt Hjörleifur helgaði öðrum krafta sína blundaði bóndinn í hon- um, ef til vill frá dvölinni á Hrafna- gili, hver veit. Því má segja að draumur hafi ræst er þau Júlla festu kaup á Lynghól, býli í áður Gler- árþorpi. Þótt Lynghólsárin hafi ver- ið þeim erfið á margan hátt, bæði í fullri vinnu, hann hjá Gefjun og hún á sjúkrahúsinu, er ég viss um að af þeim hefðu þau ekki viljað missa. Sjálfur á ég aðeins góðar minningar þaðan og enn sé ég Eyjafjörðinn fyr- ir mér, sumarfallegan speglast í glugga litla herbergisins, sem alltaf stóð mér opið. Lífsviðhorf okkar Hjörleifs lágu víða saman. Þess vegna gátum við setið tímunum saman á spjalli þegar svo bar við, rætt landsins gagn og nauðsynjar og pólitíkina, en í þeim efnum fullyrði ég að bróðir var fyrst og síðast verkalýðssinni, sem bar hag hinna stríðandi handa fyrir brjósti. Mig skortir orð til að tjá gleði mína yfir þeim happafeng bróður míns að hafa eignast Júlíönu Hin- riksdóttur sem lífsförunaut. Hef því ekki fleiri orð þar um. Gull er sagt prófast í eldi en guðhræddur maður í raunum. Burtköllun yngri sonar þeirra, Jóhanns, var þeim þungbær á sínum tíma, en huggun þeim harmi gegn eru mannkostir sonar og dótt- ur, sem nú kveðja góðan föður, ald- urhniginn. Elsku Júlla! Hugur okkar Sæju, barna okkar, Sigurjóns og Sigurðu og fjölskyldna þeirra, eru hjá þér, börnum þínum og fjölskyldum þeirra, þessa stundina. Við vitum að kær bróðir, mágur og frændi var að leiðarlokum lúinn og tilbúinn til vistaskiptanna, fullviss um að vel yrði á móti honum tekið. Trú mín er að þessi vissa hans hafi kviknað við hné Betu ömmu á bernskuárunum í Bolungarvík og fylgt honum til hinstu stundar. Megi minningin um hið góða ylja ykkur allar stundir. Látnum bróður fylgja kveðjur á för hans til ljóssins heima þar sem hann nú hvílist á grænum grundum og nýtur næðis við helgar lindir. Sigurður J. Jóhannsson. Í minningu Hjörleifs Hafliðasonar frá góðum vinum í Skotlandi. Það er okkur ómögulegt að hugsa að þú ert ekki lengur meðal okkar, Hjörleifur. Minningin um þig mun lifa í okkar huga og við munum brosa eins og við höfum alltaf gert þegar við hugsum um þig. Við hittum þig fyrir tuttugu árum og með Júlíönu snertir þú í okkur hjartaræturnar. Við minnumst bros- anna sem voru mörg og hlátursins. Þú opnaðir heimili þitt fyrir okkur og gerðir okkur að hluta fjölskyldu þinnar. Okkur skildu ekki að tungu- málaörðugleikar af því að vinátta og ljúfmennska voru þitt mál og þú deildir því glaður með okkur og við unnum þér fyrir það. Þú lifðir lífinu vel – við minnumst þess þegar við fórum í heitu pottana – nautnar þinnar af djassi og ein- lægrar ánægju þinnar af því að sjá vini þína og fjölskyldu hamingju- sama og njóta sín með heitt súkku- laði, góðan mat, í gönguferðum og sundferðum. Þú varst blíðasti risi sem við Skotarnir höfðum hitt og við nutum þess að dvelja með þér. Veröldin var betri meðan þú dvaldir þar og minning þín lifir með þeim sem þú unnir. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Jacqui Brown. Hjörleifur minn. Depurð mín er raunveruleg núna við andlát þitt. Ég minnist margra gleðistunda sem ég deildi með þér og Júlíönu í Rauðumýri þar sem ég eyddi mörgum mánuðum á nokkrum árum og naut höfðinglegrar gest- risni þinnar þar sem komið var fram við mig eins og eina í fjölskyldunni. Þótt þú talaðir ekki ensku og ég ekki íslensku kom það ekki í veg fyrir samskipti á milli okkar og útbreidd- asta tungumál allra, hláturinn, var alltaf til staðar á heimili þínu og hvað ég naut hans. Þegar við hittumst fyrst gekk ég á veikburða fótleggjum en þú studdir mig alltaf styrkum armi bæði fyrir og eftir margar ferðir okkar í heitu pottana sem ég sakna enn mikið. Manstu eftir heimsóknum þínum til Crail? Sérstaklega þegar við héldum upp á gullbrúðkaupið þitt og Júlíönu á Rufflets-hótelinu í St. Andrews þegar sekkjapípuleikarinn lék fyrir okkur, það var mikill töfra- dagur. Hugur minn dvelur hjá þér. Þín einlæg vinkona, Ruby Brock. ✝ Friðrik Stef-ánsson fæddist á Fáskrúðsfirði 16. nóv- ember 1924. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut hinn 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Árnason, f. á Kleif í Breiðdal 18. sept- ember 1887, d. 29. ágúst 1954, og Guð- finna Jóhannsdóttir, f. í Hvammi í Fá- skrúðsfirði 16. apríl 1887, d. 5. október 1938. Systkini Friðriks voru Jóhanna, f. 7. apríl 1909, d. 31. júlí 1984; Þóra, f. 1. júlí 1910, d. 30. nóvember 1948; Árni, f. 27. sept- ember 1912, d. 21. október 1979; Jón Kristinn, f. 13. júlí 1918, d. 19. september 1981; Kristján Ingvar, f. 9. nóvember 1920, d. 24. desember 2001, Albert, f. 26. mars 1928, d. 26. september 2000. Einnig átti Friðrik tvo eldri bræður sem létust báðir í bernsku. Eiginkona Friðriks er Elín Aðalheiður Þorsteinsdóttir, f. í Reykjavík 9. sept- ember 1931. Börn þeirra eru Bjarni Sig- mar, f. 1949, Gréta, f. 1951, Hanna Þóra, f. 1954, Friðrik, f. 1957, Árný Bára, f. 1960, Ingibjörg Margrét, f. 1963, Steinunn Guð- finna og Stefán, f. 1969, Aðalsteinn og Bergþór, f. 1970. Barnabörnin eru 28 og langafabörnin eru 16. Friðrik fór í HéraðsSkólann á Laugarvatni í tvo vetur, síðan fór hann í Sjó- mannaskólann og fékk skipstjórn- arréttindi. Hann stundað sjó- mennsku alla sína starfsævi og var farsæll skipstjóri alla tíð. Útför Friðriks fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kveðja frá eiginkonu. Elsku vinur. Nú ertu horfinn mér frá. Þakka vil ég þér langa og ljúfa samleið. Er héðan hinsta sinni skal halda fleyi á dröfn, þá vef oss verndan þinni og varðveit oss í höfn. Ef þú við stýri stendur, oss stefnan fatast ei. Þá brosa bjartar strendur í blíðum anganþey. (Valdimar V. Snævarr.) Hafðu þökk fyrir allt. Lóa. Elsku pabbi. Nú siglir þú um heimsins höf laus úr viðjum veikinda. Með söknuði kveðjum við þig með þessu erindi úr sjómannasálmi. Drottinn, þinnar ástar óður endurhljómi um jörð og höf. Breiddu þína blessun yfir blóma lífs og þögla gröf. Vígi og skjöldur vertu þeim, sem vinda upp hin hvítu tröf. Drottinn, þinnar ástar óður endurhljómi um jörð og höf. (Jón Magnússon.) Við hittumst síðar í ljósinu. Gréta, Hanna Þóra og Árný Bára. Friðrik Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.