Morgunblaðið - 12.12.2008, Side 36

Morgunblaðið - 12.12.2008, Side 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 ✝ Jón Guðmundssonfæddist í Reykja- vík 8. mars 1926. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jörgen Erlendsson húsasmiður, f. 21. ágúst 1888 á Innra- Hólmi í Akrahreppi, d. 19. september 1979, og Guðrún Elín Finn- bogadóttir frá Ísafirði, f. 26. mars 1887, d. 21. október 1962. Systkini sem eru látin: Gunnar Sverrir, f. 28. júní 1917, d. 21. júní 1963, Helga Stella, f. 16. mars 1919, d. 5. maí 2002, Rósa Þór- unn, f. 13. janúar 1921, d. 5. nóv- ember 2002, Erlendur, f. 5. apríl 1923, d. 12. janúar 2008, og Guðrún Elínborg, f. 16. ágúst 1924, d. 27. desember 1992. Eftirlifandi bróðir er Finnbogi, f. 8. febrúar 1929. Hinn 25. desember 1955 kvæntist Jón Vigdísi Pétursdóttur, f. 6. des- ember 1928. Foreldrar hennar voru Pétur Theódór Jónsson, bóndi í Tungukoti á Vatnsnesi, f. 6. mars 1892, d, 21. september 1941, og kona hans Kristín Jónsdóttir, f. 12. júlí 1891, d. 31. júlí 1961. Börn Jóns og Vigdísar eru: 1) Kristín, f. 22. mars 1955, gift Sveinbirni F. Strandberg, f. 13. desember 1954. Synir þeirra eru: a) Pétur Ingi, f. 6. maí 1980, b) Jóhann Örn, f. 2. febrúar 1983, sam- býliskona Dana Rún Heimisdóttir, f. 10. maí 1986, og c) Björn Þór, f. 15. janúar 1986. 2) Pétur Theódór, f. 24. mars 1960, d. 22. júní 1980. Jón vann margs konar verka- mannastörf, m.a. við málmsteypu í Vél- smiðjunni Héðni í mörg ár. Hann lauk námi í pípulögnum 15. desem- ber 1960 og starfaði við þá iðngrein mestan hluta starfsævi sinnar. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum fyrir Sveinafélag pípulagningamanna á árunum 1960-1987, m.a. í uppstill- inganefnd til stjórnar og nefnda- starfa, var í trúnaðarráði félagsins yfir 20 ár og í orlofsnefnd í nokkur ár. Hinn 7. apríl 1989 var hann kjör- inn heiðursfélagi sveinafélagsins „með þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins“. Jón var dyggur stuðningsmaður Knattspyrnufélags- ins Vals alla sína ævi. Útför Jóns fer fram frá Fossvogs- kirkju í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Kveðja frá eiginkonu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kærar þakkir fyrir allt, minning þín lifir í hjarta mínu. Þín Vigdís. Elsku pabbi minn. Nú þegar ævi- skeið þitt er á enda runnið streyma minningarnar fram. Þegar við bjuggum á Hringbrautinni gengum við hönd í hönd upp á Nönnugötu 12 til að heimsækja foreldra þína. Ég man hvað ég var stolt. Þú sagðir mér oft frá dvöl þinni á Tjörn á Vatnsnesi þegar þú varst þar ungur drengur í sveit og bentir mér á gæð- in sem sveitin hefur upp á að bjóða. Húnavatnssýslan hafði alltaf sér- stök ítök í þér, ástæðan var vafa- laust sú að móðir mín var frá Tungukoti á Vatnsnesi. Í hugann kemur fyrsta ferðalagið sem ég man eftir, rútuferð norður í Húnavatns- sýslu – því enginn bíll var þá til á heimilinu. Seinna urðu ferðalögin fleiri, þá áttum við okkar eigin bíl, tjald og veiðibúnað – og þú reyndir meira að segja að kenna mér að veiða. Mér er minnisstætt atvik frá ung- lingsárunum, þegar okkur vinkon- urnar langaði að læra bridge og þú kenndir okkur undirstöðatriðin á einu kvöldi. Seinna tókstu mig með þér í bridgemót hjá Trésmiðafélag- inu við Laufásveginn þegar makker þinn forfallaðist og við stóðum okk- ur býsna vel. Árið 1980 var bæði ár mikillar gleði og sorgar í okkar fjöl- skyldu. Fyrsta barnabarn þitt fædd- ist en aðeins 6 vikum síðar lést Pét- ur Theodór sonur þinn af slysförum. Þetta voru erfiðir tímar en litli ný- fæddi drengurinn Pétur Ingi varð þér og fjölskyldu okkar huggun harmi gegn. Þegar við hjónin flutt- um í eigin íbúð voruð þið mamma alltaf tilbúin að hjálpa ef það var eitthvað sem þú vissir að þyrfti að gera. Þið buðuð strákunum okkar oft með ykkur í ferðalög en þá höfðu Jóhann Örn og Björn Þór bæst í hópinn. Það var yndislegt að vita af þeim með ykkur, í náttúruskoðun og í sumarbústöðum Sveinafélagsins í Úthlíð. Á þessum árum kennduð þið þeim margt um náttúruna sem þeir munu búa að allt sitt líf. Þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta á strák- ana þegar þeir leituðu til þín. Ferðir í Veiðivötn með strákun- um, tengdasyni þínum, föður hans og frændum urðu árviss atburður. Ég sé fyrir mér brosandi andlit þitt þegar þið ferðafélagarnir rædduð um atburði sem þarna áttu sér stað. Fyrir rúmlega 2 árum greindist þú með illkynja, ólæknandi sjúkdóm. Þessum fréttum tókstu af æðruleysi og sagðist vona að þú lifðir það að búa í nýju íbúðinni við Sléttuveg 19. Þú barðist til þrautar og eftir erf- iðar lyfjameðferðir minnkuðu sjúk- dómseinkennin tímabundið. Árang- urinn varð m.a. að þið mamma gátu búið saman tæp 2 ár í nýju fallegu íbúðinni við Sléttuveg; sumarið 2007 fórstu með ferðafélögunum í Veiði- vötn og þið mamma gátuð dvalið í sumarbústað í Úthlíð. Í banalegunni sýndir þú eftirminnilega yfirvegun og rósemi. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf.ók.) Við, fjölskylda Jóns, þökkum starfsfólki krabbameinsdeildar LSH við Hringbraut, líknardeildarinnar í Kópavogi svo og Hjúkrunarþjón- ustu Karitas fyrir þeirra alúðlegu og góðu hjúkrun í erfiðum veikindum hans. Elsku pabbi. Ég mun alltaf geyma minningar um þig í hugskoti mínu. Ég kveð þig með söknuði og veit að það verður vel tekið á móti þér í nýjum björtum heimkynnum. Þið feðgarnir sameinist þar á ný. Þín dóttir, Kristín. Tengdafaðir minn er nú látinn. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 30 árum eftir að ég kynntist dóttur hans og fór að verða tíðari gestur á heimili hans. Það vakti strax athygli mína hvað hann hafði sérstaklega hlýtt viðmót, yfirvegun og glaðværð en þessir persónulegu eiginleikar einkenndu hann fram á síðasta dag og áttu ríkan þátt í að gera erfiða sjúkdómslegu hans léttari bæði fyr- ir hann og fjölskylduna alla. Tengdafaðir minn fæddist á Nönnu- götu 12 í Reykjavík og var Valsari eins og algengt var með drengi sem ólust upp í Þingholtunum. Sérstakar mætur hafði hann á skíðaiðkun en áhuga hans á þeirri íþróttagrein fengu synir mínir að njóta í Bláfjöll- um. Hann lauk námi í pípulögnum árið 1960 og vann við þá iðngrein mestan hluta starfsævi sinnar, tók virkan þátt í félagsstörfum fyrir Sveina- félag pípulagningamanna og var kjörinn heiðursfélagi „með þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Hans mesta gæfuspor í lífinu var þegar hann kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Vigdísi Pétursdóttur árið 1955. Í hinu daglega lífi voru hjónin afar hamingjusöm og sam- rýnd, nutu gleðistundanna og stóðu þétt saman þegar sorgin knúði dyra, eins og þegar sonur þeirra Pétur Theodór lést af slysförum í júní 1980. Hjónin höfðu gaman af ferða- lögum og náttúruskoðun, dvöldu oft í sumarbústöðum Sveinafélagsins í Biskupstungum. Í hugann koma upp margar bjartar og hlýlegar myndir úr árlegum ferðum í opn- unardagana í Veiðivötn; hversu vel hann naut sín þar með dótturson- unum; einlæg samskipti hans við föður minn, en í gegnum árin varð þeim mjög vel til vina. Það var dulít- ið einkennilegt að á öllu Veiðivatna- svæðinu þurftu þeir nánast alltaf að veiða mjög nálægt hvor öðrum og ekki voru þeir komnir til að veiða neitt magn af fiski, félagsskapurinn og sérstök náttúrufegurð var það sem þeir sóttust eftir. Veikindum sínum tók hann með jafnargeði, kvartaði ekki og tók þeim eins og verkefni sem þurfti að leiða til lykta. Það var eftirminnileg lífsreynsla að fylgjast með Dísu, tengdamóður minni, við umönnun á eiginmanni sínum í fallegri íbúð þeirra á Sléttu- vegi 19 síðustu árin. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að láta honum líða sem best þrátt fyrir að ganga sjálf ekki heil til skógar. Eftir 53 ára hjónaband skilur nú leiðir þeirra um sinn. Það er sama hversu langan tíma við fáum til að búa okkur undir fráfall ástvinar – samt er eins og við séum aldrei tilbúin þegar kallið kemur. Ég kveð þennan heiðursmann með virðingu og þökk og minnist hlýs handtaks hans, þeirrar ein- lægni og hógværðar sem frá honum stafaði, ljúfmenninu sem öllum vildi vel. Ég þakka honum einnig fyrir hversu þolinmóður, góður og hjálp- samur hann var við dóttursyni sína þegar þeir leituðu til hans. Ferð þín er hafin. Fjarlægist heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringir nýir sindra þér fyrir augum. (H.P.) Ég bið góðan Guð að styrkja og leiða Vigdísi tengdamóður mína í hennar sorg og breyttu aðstæðum. Blessuð sé minning tengdaföður míns, Jóns Guðmundssonar. Sveinbjörn F. Strandberg. Erfið veikindi seinustu árin settu svip sinn á afa minn, en nú hefur hann kvatt þennan heim. Í kjölfarið renna í gegnum huga minn margar góðar minningar um samverustund- ir okkar. Það var alltaf gott að vera í kring- um þig afi; af þér skein góðvild og hlýja. Í mörgum þeirra æskuminn- inga minna sem mér þykir hvað vænst um kemur þú við sögu. Ógleymanlegar eru sumarbústaða- ferðir í Úthlíð með þér og ömmu þar sem við skemmtum okkur ávallt vel í nálægð við náttúruna. Einnig eru skíðaferðir í Skálafellið eftirminni- legar þar sem þú kenndir mér af mikilli þolinmæði allt það sem ég kann á því sviði. Gönguferðir og al- menn útivera áttu vel við þig og það var gaman að taka þátt í því með þér. Heimsóknir til þín og ömmu í Hraunbænum voru tíðar og móttök- urnar þar afar hlýjar og góðar. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég, þá ekki hár í loftinu, reyndi að telja þig, þar sem þú sat í húsbónda- stólnum í stofunni, á að leggja píp- una alfarið á hilluna. Það gekk eftir, hvort sem áhrif mín eða aðrar ástæður lágu þar að baki. Hin síðari ár fórum við árlega saman í veiðiferð í hópi góðra manna inn í Veiðivötn. Þar fiskaðist iðulega með ágætum enda miklar aflaklær þar á ferðinni. Síðasta sum- ar höfðu veikindin þó náð slíkum tökum á þér að þú komst ekki með í þessa árlegu ferð. Smám saman náði sjúkdómurinn yfirhöndinni þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ég kveð þig afi minn með söknuði og þökk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Fyrir þær verð ég ævinlega þakklátur, þér og þeim góðu stundum mun ég aldrei gleyma. Pétur Ingi. Elsku afi minn, nú ert þú fallinn frá eftir erfiða baráttu við banvæn- an sjúkdóm. Margar hugsanir haf- akomið upp í hugann frá andláti þínu, það er svo margt sem mig langar að segja þér frá og svo marg- ar spurningar sem mig langar að spyrja en af því verður ekki. Það sem stendur upp úr eru margar ómetanlegar minningar um þig og fjölskylduna saman. Ég man hvað mér þótti gaman að- heimsækja ykkur ömmu í Hraunbæ- inn. Í hvert skipti sem ég kom garð- megin og bankaði á gluggann, birtist á þér bros á vör og þú hopp- aðir upp úr stólnum til að opna dyrnar fyrir okkur. Því mun ég aldrei gleyma. Á heimili ykkar, hvort sem það var í Hraunbænum, Lækjarsmáranum eða á Sléttuveg- inum, var ég alltaf velkominn og konunglegar móttökur hjá ykkur hjónum. Þú varst alltaf mikill stuðn- ingsmaður íslenska landsliðsins í handbolta og þeim áhuga deili ég með þér ásamt bræðrum mínum. Þú sagðir mér svo oft frá minnisstæð- um atvikum úr leikjum og toppaðir frásögnina með því að fara í spólu- safnið til að sýna mér atvikin ásamt eftirminnilegum leikjum. Þú og amma gáfuð mér margar frábærar minningar en ferðirnar í sumarbú- staði pípulagningarmanna í Úthlíð og skoðunarferðir að Gullfossi og Geysi ber þar hæst. Þrátt fyrir að hafa verið lítill drengur man ég eftir því eins og það hefði gerst í gær. Takk fyrir samveruna í Veiðivötn- um. Í framtíðinni þegar ég fer um gömlu veiðistaðina þína mun ég minnast þín. Þegar ég hugsa nú til baka varst þú alltaf mjög umhyggjusamur og hjálpsamur maður, sama hvert við- fangsefnið var. Þú hugsaðir alltaf Jón Guðmundsson ✝ Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSMUNDAR FRÍMANNSSONAR fyrrum bónda á Austari-Hóli í Fljótum. Frímann Ásmundsson, Aud Hole Ásmundsson, Þórir Jón Ásmundsson, Margrét Hjaltadóttir, Þórey Ásmundsdóttir, Hörður Jósefsson, Guðrún Hjördís Ásmundsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Þórhallur Ásmundsson, Halla Kjartansdóttir, Örnólfur Ásmundsson, Ásdís Magnúsdóttir, Kristinn Brynjar Ásmundsson, Sigrún Ósk Snorradóttir, Jósep Smári Ásmundsson, Rebekka Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTÍNA GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, Fellsmúla 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum mánudaginn 8. desember. Gísli Baldur Jónsson, Kristrún B. Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson, Romeo D. Rosario. ✝ KRISTINN KRISTBJÖRN BJARNASON bifreiðarstjóri, Grundargerði 13, Reykjavík, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ástvinir þakka vináttu, hlýhug og kærleik. Aðstandendur. ✝ HILDUR AÐALBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR, Hrafnabjörgum II í Jökulsárhlíð, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 10. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rúnar Guðmundsson og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.