Morgunblaðið - 12.12.2008, Side 37
vel um þína nánustu. Þú hafðir
sterkar skoðanir og varst ávallt
fastur á þinni sannfæringu. Þótt við
höfum ekki alltaf verið sammála
verð ég að viðurkenna að þú hafðir
svo oft rétt fyrir þér.
Ég kveð þig með söknuði.
Björn Þór.
Elsku afi, það er erfitt að hugsa
til þess að eiga ekki eftir að sjá þig
aftur. Eftir standa góðar minningar
um þig sem ég mun aldrei gleyma.
Mér er minnisstætt þegar ég var í
pössun hjá ykkur ömmu í Hraun-
bænum hvað mér þótti gaman að
fara með þér í göngutúra niður að
Elliðaárstíflu þar sem við töldum
saman laxana undir göngubrúnni.
Skíðaferðir í Skálafellið og Bláfjöll-
in eru enn í fersku minni. Þú varst
góður skíðamaður og kenndir okkur
strákunum undirstöðuatriðin vel.
Það var ætíð gaman að ræða við þig
um íþróttir, sérstaklega handbolta –
þú lifðir þig svo mikið inn í leikina.
Þið amma tókuð okkur bræðurna
oft með í sumarbústað í Úthlíð og
þar var oft gaman í heita pottinum.
Eftirminnilegur var golfhringurinn
sem við spiluðum saman á Úthlíð-
argolfvellinum í síðustu sumarbú-
staðarferð þinni en þá varst þú orð-
inn mjög veikur. Ferðalögin til
Veiðivatna með þér verða mér
ógleymanleg – þín verður sárt sakn-
að í þessum árlegu ferðum.
Á þessum tímamótum hugsa ég
til þín afi minn og vil að þú vitir, að
okkur Dönu Rún finnst gott að búa í
gömlu íbúðinni ykkar ömmu í
Lækjasmáranum. Þú stóðst þig frá-
bærlega í baráttu þinni við erfið
veikindi en færð núna hvíldina.
Amma mín á mikið hrós skilið fyrir
hennar hlut í því að hjálpa þér þessi
ár sem þú barðist við þennan erfiða
sjúkdóm.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Kærar þakkir fyrir góðmennsk-
una og tímann sem þú gafst mér, afi
– það var eins og þú hefðir alltaf
tíma fyrir mig þegar ég þurfti á þér
að halda. Ég sakna þín mjög mikið.
Guð geymi þig.
Jóhann Örn.
Jón og Dísa voru foreldrar vinar
míns Péturs, sem lést langt um ald-
ur fram af slysförum. Þau voru stór
partur af tilveru minni í æsku og
fram á fullorðinsár. Jón var rólegur
maður, en hafði gaman af flestu sem
eitthvert líf var í kringum. Hann
fylgdist vel með hvað Pétur og vin-
irnir voru að bralla og hafði oftast
lúmskt gaman af þó svo að hann
hefði þann aga á hlutunum sem
stundum þurfti til. Jón var mikill
áhugamaður um flestar íþróttir,
stundaði skíði á sínum yngri árum,
hafði gaman af stangaveiði og var
vel inni í öllum boltaíþróttum og
fylgdi þá undantekningarlaust Vals-
mönnum að málum enda hans félag
alla tíð. Mér er það mikils virði að
hafa kynnst honum og ber að þakka
fyrir það. Eftir að Pétur dó dró
nokkuð úr heimsóknum mínum á
heimili þeirra en ég hélt þó aðeins
sambandi við þau næstu árin á eftir
og voru það alltaf ánægjulegir end-
urfundir, alltaf spurðu þau frétta af
fjölskyldu minni og oftast ræddum
við einhver fagtengd mál sem oftast
voru nú bara um kollegana í stétt-
inni. En eins og oft verður í lífinu
fjaraði undan þessum heimsóknum
mínum til þeirra, hverju svo sem
þar er um að kenna og í raun mikil
eftirsjá hjá mér að þessum heim-
sóknum. Dísa, þú áttir frábæran
mann, hafðir hann í hálfa öld og átt
nú kynstrin öll af góðum minning-
um sem þú getur yljað þér við. Ég
er viss um að Pétur hefur tekið á
móti pabba sínum og miklir fagn-
aðarfundir orðið með þeim. Að end-
ingu vil ég votta Vigdísi, Kristínu,
Sveinbirni og allri fjölskyldunni
mína dýpstu samúð.
Christian.
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
✝ Helga ÞuríðurÁrnadóttir hús-
freyja frá Burstafelli
í Vestmannaeyjum
fæddist í Guðjónshúsi
(„Brennu“) í Nes-
kaupstað 15. maí
1918. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akraness
8. desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Árni
Oddsson, f. 6. maí
1888, d. 16. júní 1938,
og Sigurbjörg Sig-
urðardóttir, f. 25.
júní 1883, d. 15. mars 1970.
Helga giftist 10.12. 1938 Guðjóni
Jónssyni, f. 13.12. 1913, d. á
Sjúkrahúsi Akraness 30. mars
2001. Foreldrar hans voru Jón
Þórólfur Jónsson, bóndi á Gunn-
laugsstöðum, f. 2.6. 1870, d. 9.3.
1959, og Jófríður Ásmundsdóttir,
f. 29.4. 1881, d. 16.10. 1977. Börn
Helgu og Guðjóns eru: 1) Árnný
Sigurbjörg, f. 19.9. 1940, var gift
Sigurði Pétri Oddssyni skipstjóra,
f. 18.5. 1936, d. 14.8. 1968, þau
eignuðust þrjá syni, Guðjón, Magn-
ús Inga, f. 5.9. 1961,
d. 23.7. 1987, og Odd.
Seinni maður Árnnýj-
ar er Edmund Bell-
ersen rafmagnsverk-
fræðingur. 2)
Oddfríður Jóna, í
Vestmannaeyjum, f.
22.5. 1942, gift
Ágústi Pálmari Ósk-
arssyni vélstjóra og
eiga þau þrjár dætur,
Helgu, Rut og Fríðu
Jónu. 3) Emil Þór,
málari á Selfossi, f.
15.2. 1944, kvæntur
Stellu S. Sigurðardóttur og eiga
þau tvö börn, Guðjón Þór og
Helgu Dagmar, auk þess sem
Stella átti son fyrir, Sigurð Harð-
arson. 4) Guðmundur Helgi, tjóna-
fulltrúi í Reykjavík, f. 5.3. 1947,
kvæntur Ingu Dóru Þorsteins-
dóttur sjúkraliða og eiga þau þrjár
dætur, Ingigerði, Guðnýju Helgu
og Kristínu Hrönn. 5) Ásbjörn, bif-
vélavirki á Eskifirði, f. 28.1. 1949,
kvæntur Guðrúnu V. Friðriks-
dóttur og eiga þau þrjár dætur,
Elísabetu Ólöfu, Eydísi og Andreu.
6) Elín Ebba, starfsmaður Sjálfs-
bjargarheimilisins í Reykjavík, f.
20.10. 1952, var gift Guðjóni Inga
Ólafssyni og eiga þau þrjú börn,
Sigurbjörgu Huldu, Hjalta og Guð-
jón Helga, sambýlismaður Elínar
Ebbu er Kristján Albertsson mál-
arameistari. 7) Lárus Jóhann, mál-
arameistari á Akranesi, f. 6.2.
1959, var kvæntur Höllu Böðv-
arsdóttur og eiga þau þrjár dætur,
Lindu Björk, Svövu Björk og
Birnu Björk. Sambýliskona Lár-
usar er Margrét Ósk Ragn-
arsdóttir og eiga þau þrjú börn,
Ragnar Má, Unu Láru og Önnu
Lilju. Afkomendur Guðjóns og
Helgu eru 73.
Helga Þuríður annaðist fjöl-
skylduna og heimilið lengst af.
Hún var húsfreyja á Högnastöðum
í Þverárhlíð í Mýrasýslu 1939-
1941, síðan á Innsta-Vogi við
Akranes 1941-1946. Hún var hús-
freyja í Dölum í Eyjum 1946-62.
Síðan bjuggu þau hjón í Skuld við
Vestmannabraut, en síðast að
Hilmisgötu 13 við gos. Þau Guðjón
fluttu til Akraness 1973 og bjuggu
þar síðan. Dvöldu þau á Dval-
arheimilinu Höfða frá árinu 1998.
Útför Helgu fer fram frá Akra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Mig langar að minnast móður
minnar með fáeinum orðum. Henn-
ar helstu hlutverk í lífinu voru að
vera móðir, eiginkona, húsmóðir og
amma. Við systkinin erum sjö og
stóðu foreldrar okkar alltaf vel
saman með barnahópinn sinn. Við
ólumst upp í Dölum í Vestmanna-
eyjum þar sem faðir okkar var bú-
stjóri. Þar var langur vinnudagur.
Allar flíkur saumaðar heima. Aldrei
sest niður nema með prjóna í hönd
eða aðra handavinnu. Ekki voru
þægindi mikil í þá daga. Þvottur
var lagður í bleyti á sunnudögum,
síðan stór þvottadagur á mánudög-
um og þvegið af níu manna fjöl-
skyldu. Húsnæði var ekki stórt en
öllu komið haganlega fyrir, bónað
og strokið. Aldrei heyrðum við
mömmu kvarta. Við systkinin litum
á það sem forréttindi að fá að alast
upp í Dölum þar sem leikvöllurinn
var stór, rétt komið inn á matartím-
um þar sem mamma var tilbúin
með eitthvað gott í gogginn.
Eftir að pabbi hætti bústörfum
fluttu þau í Skuld við Vestmanna-
braut og síðan á Hilmisgötu 13. Í
gosinu 1973 fluttu þau upp á land
eins og aðrir og kusu að búa á
Akranesi þar sem þau undu hag
sínum vel. Þá hafði fjölskyldan
stækkað töluvert og barnabörnin
orðin mörg. Þegar tækifæri gafst
hittust allir á Esjuvöllum og var oft
brugðið á leik svo undir tók. Húsið
var ósjaldan notað til að leika sér í
yfir. Þá voru amma og afi stolt af
sínu fólki. Afi stjórnaði með sinni ró
og amma sá um að eiga gott að
borða fyrir sína sísvöngu unga.
Það lék allt í höndum mömmu.
Hún tók að sér að merkja hand-
klæði og sauma rúmföt fyrir fólk.
Barnabörnin nutu góðs af. Í jóla-
pökkunum var alltaf eitthvað fal-
legt sem amma hafði búið til. Merkt
handklæði, koddaver, prjónaðir
sokkar og vettlingar sem voru í
miklu uppáhaldi.
Mamma fylgdi okkur systkinun-
um upp úr barnæskunni til fullorð-
insáranna með styrkri hendi. Síð-
ustu árin dvaldi hún á Höfða á
Akranesi hjá því frábæra fólki sem
þar starfar og viljum við systkinin
færa því góða fólki okkar bestu
þakkir.
Elsku mamma, við kveðjum þig
með söknuði. Þú trúðir því að pabbi
tæki á móti þér ásamt öllu því fólki
sem var farið og þér þótti vænt um.
Ástar- og saknaðarkveðjur frá
okkur öllum, elsku mamma og
amma.
Guðmundur Helgi og fjölskylda.
Þá er mín elskulega amma búin
að kveðja, minningarnar streyma
og ég veit ekki alveg hvar ég á að
byrja. Við áttum svo margar góðar
stundir saman. Þegar ég var að
alast upp var hún amma mín stór
partur af mínu lífi, það var alltaf
svo gaman að koma á Akranes um
jólin og á sumrin þar sem ég fékk
nánast alltaf að vera eftir. Þá var
margt brallað, hún kenndi mér að
spila á spil. Og ógleymanlegu
göngutúrarnir okkar í bæinn. Okk-
ur þótti líka gott að leggja okkur og
hún sagði oft þeim sem heyra vildu
að þegar hún var búin að punta
stelpuna sína upp og við ætluðum í
bæinn hefði ég sagt: „Æ amma, eig-
um við ekki bara að leggja okkur?“
Og það gerðum við og steinsofn-
uðum báðar tvær. Amma var meist-
arakokkur og bakaði bestu kökur
sem hægt er að hugsa sér og alltaf
fékk maður nýbakað bakkelsi þegar
maður kom í heimsókn. Hún var
ekki bara góður kokkur heldur var
hún snillingur í höndunum, prjónaði
peysur, vettlinga og sokka sem við
barnabörnin og barnabarnabörnin
fengum að njóta. Hún tók einnig að
sér að merkja fyrir konur úti í bæ
handklæði og rúmfatnað og var nóg
að gera hjá henni í því. Ekki má
heldur gleyma öllum dúkunum sem
hún heklaði og milliverkunum og
svona get ég lengið talið.
Veislurnar voru ófáar á Esjuvöll-
unum og þar safnaðist fjölskyldan
saman við ýmis tækifæri. Það er
vert að minnast á 70 ára afmælið
hennar. Veðrið var yndislegt og
fjölskyldan var samankomin á
Esjuvöllunum. Þegar búið var að
úða í sig af heimabökuðu bakkelsi
var farið út að leika, já það fóru all-
ir út, fullorðnir jafn sem börnin.
Farið var í leiki og þá aðallega „yf-
ir“. Það gekk á ýmsu og þá var gott
að eiga ráðagóða ömmu sem þurfti
að gera við buxur því sumir fengu
saumsprettu og enn aðrir fengu
lánaðar buxur hjá ömmu. Þess á
milli stakk hún upp í okkur ein-
hverju að borða því auðvitað mátti
enginn vera svangur.
Árið 1998 fluttu amma og afi á
dvalarheimilið Höfða þar sem þau
bjuggu saman þar til afi dó árið
2001. þá flutti amma í einstaklingsí-
búð og fór vel um hana þar enda al-
veg yndislegt starfsfólk sem ann-
aðist hana vel og vil ég koma fram
þakklæti til þess. Einnig til hjúkr-
unarfólks SHA sem annaðist hana
af mikilli virðingu síðustu daga
hennar.
Samband mitt og ömmu var ynd-
islegt, við gátum talað um allt og
ekki neitt, henni fannst gaman að
rifja upp gamlar minningar og
fannst mér jafngaman að hlusta á
þær. Oft gátum við hlegið saman og
oft þegar ég mundi ekki eitthvað
spurði hún mig að því hvor væri
eiginlega eldri, ég eða hún. Við átt-
um yndislega stund á 90 ára afmæl-
inu hennar, hún fór í bæinn og átti
frábæran dag með börnum sínum
og tengdabörnum og var hún alsæl
þegar ég keyrði hana heim. Þegar
heim kom skáluðum við í bjór sem
við drukkum úr kristalsglösum, en
þetta vorum við löngu búnar að
ákveða.
Elsku amma mín, takk fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og allar
okkar stundir saman sem voru allt-
af hlýjar og notalegar. Ég sakna
þín sárt en ég veit að nú hafið þið
afi sameinast á ný. Þín
Sigurbjörg Hulda.
Amma hefur nú fengið hvíld frá
öllu sem hrjáð hefur hana undan-
farin ár.
Mikið gagn og gaman hafði ég af
heimsóknum mínum til ömmu á
Höfða. Þar leið henni vel og þar er
frábært starfsfólk sem hugsaði af
kærleika um hana. Mest fjörið var
að ræða gamla daga, fótbolta og
spila með henni einstaka lottó, þó
hún væri löngu hætt að spila lottó
að eigin sögn. Þá samþykkti hún
„treglega“ að kaupa einn svona í
síðasta skiptið í einhverja tugi
skipta. Þó ég væri akandi á hjóla-
stól í síðustu heimsóknum til henn-
ar var það engin fötlun, en að ég
héldi með Chelsea var mjög alvar-
leg fötlun í hennar augum. Hún var
Púllari sú gamla og fylgdist með
enska boltanum og þeim íslenska
eins og hún best gat. Ekki þarf að
taka fram að þetta villuráf hennar í
enska boltanum var hennar eini
galli að mínu mati. En ansi hefði
verið mikið leiðinlegra að heim-
sækja hana ef við hefðum alltaf ver-
ið sammála.
Amma hefur nú fengið kær-
komna hvíld og minningar um hana
og afa munu ylja mér og fjölskyld-
unni um mörg komandi ár.
Guðjón, Halla og dætur.
Helga Þ. Árnadóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SVEINBJÖRN VETURLIÐASON,
Lækjarmótum,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt
mánudagsins 8. desember.
Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
13. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á minningarsjóð Úlfs Gunnarssonar,
sjúkrahúsinu Ísafirði.
Anna Jónasdóttir,
Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir,
Guðmundur Svanbergsson, Hulda Veturliðadóttir
og barnabörn.
✝
Okkar bestu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt
hafa okkur mikinn hlýhug, vináttu og samúð við
fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar,
föður, tengdaföður, afa, bróður og frænda,
JÓNS NORDQUIST,
Álfhólsvegi 112,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir eru færðar til Óskars Þórs
Jóhannssonar læknis, starfsfólks krabbameins-
deildar 11E á Landspítalanum og heimahlynningar.
Óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar.
Pálína Friðgeirsdóttir,
Halla S. Jónsdóttir,
Íris Halla Nordquist, Ragnar Guðmundsson,
Jónas Eiríkur Nordquist, Chaemsri Kaeochana,
Ásgeir Örn Nordquist,
afabörnin Patrekur, Andrea og Karen,
Brynja Nordquist, Þórhallur Gunnarsson,
Róbert Aron, María Gréta, Oliver, Gunnur.
✝
Ástkær systir mín og frænka okkar,
VIGFÚSÍNA BJARNADÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
áður Vífilsgötu 20,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 10. desember.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 18. desember kl. 11.00.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Elsa Margrét Níelsdóttir,
Guðmundur Elías Níelsson.