Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
✝ Hreiðar Jónssonfæddist í Pét-
ursbúð á Snæfellsnesi
21. október 1916. For-
eldrar hans voru Jón
Sigurðsson útvegs-
bóndi og kaupfélags-
stjóri á Arnarstapa, f.
á Steinum á Snæfells-
nesi 17.8. 1876, d.
25.5. 1956 og Guðrún
Sigtryggsdóttir, f. í
Bjarnarfosskoti á
Snæfellsnesi 17.6.
1878, d. 18.2. 1941.
Systkini Hreiðars:
Haraldur, f. 1908, d. 1985, Trausti, f.
1909, d. 1928, Víglundur, f. 1910, d.
1994, Tryggvi, f. 1911, d. 1994, Sig-
urást, f. 1914, d. 2001, Ársæll, f.
1918, d. 1996, Margrét Larsen, f.
1919 og Skarphéðinn Trausti, f.
1922, d. 2007.
Hreiðar kvæntist 26.12. 1945 Þór-
dísi Jónu Sigurðardóttur húsmóður,
f. 15.10. 1926. Foreldrar hennar
voru Guðlaug Jónsdóttir, f. 12.1.
1878, d. 2.12. 1975 og Sigurður Arn-
ór Jónsson, f. 22.11.1895, d. 2.2.
1968. Börn Þórdísar og Hreiðars
eru: 1) Sigurður Arnór, f. 5.4. 1945,
maki Gréta Sigurðardóttur, f. 17. 5.
1947. Þau skildu. Börn þeirra: a)
Þórdís Jóna, f. 2.2. 1968, maki Krist-
ján Vigfússon, f. 6.9. 1965. Börn
þeirra Jökull Sólberg, f. 1986, Svan-
hildur Gréta, f. 1993 og Vigdís, f.
1998. b) Hreiðar Már, f. 19.11. 1970,
maki Anna Lísa Sigurjónsdóttir, f.
26.8. 1969. Börn þeirra Arnór, f.
Dagur Salberg, sonur Magnúsar, f.
1999. b) Pétur Björn, f. 29.7. 1980, í
sambúð með Öglu Margréti Egils-
dóttur, f. 8.8. 1985. c) Katrín Þór-
dís, f. 13.2. 1982. d) Tómas Gunnar,
f. 2.6. 1987. e) Anna Ásthildur, f.
16.11. 1988. 5) Guðlaug Dröfn, f.
11.1. 1960, maki Ásgrímur Skarp-
héðinsson, f. 19.5. 1958. Börn
þeira: a) Hafsteinn Hrannar, f.
21.12. 1981, sambýliskona Bryndís
Rut Logadóttir, f. 12.8. 1979. Börn
þeirra eru Heiðrún Una, f. 2008 og
Urður Ýr, f. 2003, dóttir Bryndísar
Rutar. b) Unnur Ösp, f. 20.3. 1986.
c) Davíð Steinar, f. 18.10. 1992. d)
Klara Hödd, f. 6.9. 1994. 6) Sólveig
Sif, f. 24.12. 1964, gift Ólafi Arn-
arsyni, f. 18.7. 1963. Börn þeirra
eru: Örn, f. 16.1. 1989, Þórdís Sess-
elja, f. 8.7. 1992, Ólafur Hreiðar, f.
3.8. 1997 og Erlendur, f. 31.5. 1999.
Að loknu námi í klæðskeraiðn í
Iðnskólanum í Hafnarfirði stofnaði
Hreiðar og rak eigið klæð-
skeraverkstæði, lengst af að
Laugavegi 11. Hann tók virkan
þátt í félagsstörfum, starfaði í ára-
tugi innan bindindissamtaka
I.O.G.T. á Íslandi og var einn
brautryðjenda að bindindismótum
verslunarmanna sem haldin voru
fyrst í Húsafelli og síðan í Galta-
læk. Hreiðar stundaði einnig
hestamennsku af áhuga. Þau
Hreiðar og Þórdís voru samhent
hjón, þau eiga stóran hóp afkom-
enda og áttu farsælu hjónabandi að
fagna í tæp 65 ár. Síðustu árin bjó
Hreiðar að Norðurbrú í Garðabæ.
Útför Hreiðars verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík 12. des-
ember og hefst athöfnin klukkan
13.
1991, Hildur, f. 1999
og Tómas, f. 2005.
Fyrir átti Sigurður
soninn Ingvar, f.
29.11. 1967. Maki 2.
Kristín Ragna Páls-
dóttir, f. 30.3. 1964. 2)
Guðrún Erna, f.
19.10. 1946, maki 1.
Atli Rafn Kristinsson,
f. 7.2. 1947. Þau
skildu. Börn þeirra: a)
Þórdís Björk, f. 19.11.
1971, b) Aðalheiður, f.
12.9. 1975, sambýlis-
maður Falk Krueger,
f. 6.11. 1975. Börn þeirra eru
Hrönn, f. 2005 og Hanna, f. 2007. c)
Kristinn Gunnar, f. 27.6. 1982, sam-
býliskona Bryndís Sævarsdóttir, f.
18.3. 1983. Maki 2. Bragi Guð-
mundsson, f. 6.2. 1932, d. 20.2.
2008. 3) Valdimar, f. 26.5. 1950,
maki Thanita Chaemlek, f. 12.1.
1964. Börn: a) Bjarni Þór, f. 27.5.
1978, sambýliskona Janine Hofman.
b) Matthildur, f. 10.12. 1979, sam-
býlismaður Ingi Þór Stefánsson.
Þau eiga fjögur börn, Sóleyju Ebbu
Johansdóttur Karlsson, f. 1997,
Kristján Loga, f. 2001, Aron Mána,
f. 2003 og Evítu Cecsil, f. 2007. c)
Sigurður Andri, f. 16.3. 1993. 4)
Birna, f. 15.9. 1951, maki Pétur
Gunnar Thorsteinsson, f. 26.9.
1955. Börn a) Elsa Matthildur
Ágústsdóttir, f. 12.11. 1971, maki
Magnús Salberg Óskarsson, f. 24.9.
1972. Börn þeirra eru Pétur Mika-
el, f. 2002, Hjördís Júlía, f. 2003 og
Ég kynntist Hreiðari Jónssyni
fyrir næstum aldarfjórðungi, þegar
ég fór að gera hosur mínar grænar
fyrir yngstu dóttur hans, Sólveigu.
Hreiðar tók vonbiðli heimasætunn-
ar betur en búast mátti við og sjálf-
sagt naut ég þess, að Sólveig er
yngst sex systkina og þar af eru
dæturnar fjórar. Góður vinskapur
tókst fljótt með okkur Hreiðari. Við
vorum skoðanabræður á flestum
sviðum og báðum fannst okkur fálk-
inn fagur fugl.
Hreiðar og mín ágæta tengda-
móðir, Þórdís Jóna Sigurðardóttir,
áttu samleið í meira en sex áratugi.
Þau voru sem einn maður og engum
duldist það ástríki, sem milli þeirra
ríkti allt fram til hinstu stundar.
Heimili þeirra stóð vinum og ætt-
ingjum ávallt opið. Hreiðar ræktaði
skóg umhverfis fallegan sumarbú-
stað þeirra hjóna og virkjaði með
sér unga afkomendur, sem nutu
leiðsagnar völundar með græna
fingur. Ferðirnar í sumarbústaðinn
til afa og ömmu voru barnabörn-
unum ávallt mikið tilhlökkunarefni.
Ekki fáraðist afi þótt litlir fingur
ynnu oft meira af vilja en mætti.
Ungviðinu var leiðbeint með góðlát-
legt glit í auga og hlátrasköllin
fylgdu með. Ekki skemmdi svo að fá
heitt súkkulaði og nýbakað bakkelsi
hjá ömmu Dísu að loknu góðu dags-
verki.
Þau hjónin voru ræktarsöm við
sína. Við Sólveig bjuggum lengi er-
lendis og það var okkur alltaf mikils
virði að fá að taka á móti Hreiðari
og Þórdísi. Mér er minnisstætt er
þau heimsóttu okkur í nýtt hús okk-
ar í Kent í Englandi. Meðferðis
hafði Hreiðar græðlinga af gljávíði
og íslensku birki frá sumarbústaðn-
um heima á Íslandi. Þetta við-
kvæma líf festi rætur í leirkenndum
enskum jarðvegi litla garðsins okk-
ar. Í aldingarði Englands er því vís-
ir að íslenskum birkiskógi í boði
Hreiðars Jónssonar. Hreiðar fædd-
ist á Stapa á Snæfellsnesi í miðri
fyrri heimsstyrjöldinni. Ekki var
hann margra vetra þegar hann fór
að skila sínu dagsverki. Kornungur
fluttist hann til Reykjavíkur og nam
klæðskeraiðn. Snæfellsnesið átti
samt alltaf stóran sess í hjarta hans.
Hreiðar og systkini hans gáfu fyrir
rúmlega tveimur áratugum minnis-
merki um foreldra sína, sem reist
var á Stapa. Þetta er myndarlegt
steinlistaverk af Bárði Snæfellsás,
og alltaf hefur mér fundist að lista-
maðurinn hafi haft Hreiðar að fyr-
irmynd.
Hreiðar var ekki langskólageng-
inn, en hann var menntaður. Hann
hafði á takteinum Íslendingasög-
urnar eins og þær lögðu sig og unun
hafði hann af góðri ljóðlist. Undir
öðrum kringumstæðum og á annarri
öld hefði Hreiðar getað orðið fræði-
maður og háskólaprófessor í bók-
menntum eða íslenskum fræðum.
Frásagnargáfan var frjó og miklu
hafði hann að miðla.
Það eru forréttindi að kynnast
mönnum eins og Hreiðari Jónssyni í
lífinu. Um leið og hann er kvaddur
með söknuði ríkir þakklæti. Það er
ekki öllum gefið að fá að lifa fram á
tíræðisaldur við góða heilsu. Senni-
lega gat Hreiðar að einhverju leyti
þakkað það góðu skaplyndi sínu og
skopskyni, sem hann hélt fram á
síðasta dag. Hópurinn er stór, sem
nú saknar góðs föður, afa, langafa
og vinar. Mestur er missir Þórdísar,
tengdamóður minnar, og veit ég að
Guð styrkir hana í sorg sinni.
Ólafur Arnarson.
Nú er hann Hreiðar afi okkar dá-
inn og söknuðurinn er mikill. Hann
var alveg einstakur maður, jákvæð-
ur, vel lesinn og hafði alltaf eitthvað
skemmtilegt að segja okkur frá. Við
gerðum okkur grein fyrir því að að-
stæður hans í æsku voru gjörólíkar
því sem þjóðfélagið á nú að venjast.
Þær aðstæður mótuðu hann og lífs-
sýn hans mikið og hann kenndi okk-
ur að það væri í okkar verkahring
að skapa okkar tækifæri í lífinu. Svo
fylgdist hann vel með því sem við
tókum okkur fyrir hendur, studdi
okkur og hvatti til dáða. Með við-
horfi sínu að leiðarljósi lagði hann
drjúgan skerf til þess merka þjóð-
félags sem hér var skapað á sein-
ustu öld.
Þó svo að afi hafi náð tíræðisaldri
varð hann í raun aldrei gamall, hann
var alltaf svo léttur á sér og kátur.
Hann og amma voru alltaf á ferð-
inni, keyrandi upp í bústað, ferð-
uðust til útlanda og alltaf var hann
afi fínn og reffilegur í klæðskera-
saumuðu jakkafötunum sínum. Við
munum, eins og áður fyrr, taka
hann okkur til fyrirmyndar og halda
gildum hans á lofti.
Blessuð sé minning afa okkar,
Hreiðars.
Elsa Matthildur, Pétur Björn,
Katrín Þórdís, Tómas Gunnar
og Anna Ásthildur.
Tíminn er eins og vatnið
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs
(Steinn Steinarr.)
Afi okkar, Hreiðar Jónsson klæð-
skerameistari, er fallinn frá. Áfallið
var stórt þegar tilkynning barst um
andlát hans og missirinn er okkur
sár. Hreiðar afi var ótrúlega ung-
legur og kraftmikill. Aldur var hon-
um lítil fyrirstaða. Í sumar sl., þá á
92. aldursári, keyrði hann enn upp í
sumarbústað sinn og ömmu í Gríms-
nesi. Með ólíkindum var hversu
duglegur hann var nánast fram á
síðasta dag að standa fyrir fram-
kvæmdum, dytta að bústaðnum,
bera áburð á plöntur og ýmislegt
fleira. Á síðasta ári lagði hann nýtt
parket í bústaðnum og setti upp
heitan pott í leiðinni. Afgreiðslu-
maður í BYKO horfði undarlega á
kennitöluna hans á greiðslukortinu
þegar hann var að versla þar. Hon-
um fannst maðurinn ekki passa við
kennitöluna, maður sem var að
kaupa sér timbur til framkvæmda
og fæddur snemma á síðustu öld.
Ekki eru nema ca 6 ár síðan hann
hætti alveg að vinna, 86 ára gamall.
Hann rak klæðskerastofu með mikl-
um sóma og dugnaði. Við vorum svo
heppin að fá að njóta góðs af hæfi-
leikum hans en það var aldrei neitt
tiltökumál fyrir hann að lagfæra,
bæta eða jafnvel sauma nýja flík á
okkur á mettíma. Afi var mikill
áhugamaður um kveðskap og bók-
menntir og kunni hann mörg kvæð-
in utan að. M.a. voru Steinn Stein-
arr og Einar Benediktsson í miklum
metum hjá honum. Einnig var hann
listunnandi mikill og ber hlýlegt
heimili ömmu og afa vott um það.
Þar hanga verk eftir marga þekkt-
ustu listmálara síðustu aldar. Hann
þekkti suma listamennina sjálfur og
ekki er langt síðan að hann sagði
okkur sögur af kynnum sínum við
þá. Amma og afi voru samrýnd
mjög. Erfitt er að hugsa sér annað
þeirra án hins, enda voru þau gift í
meira en 60 ár. Í síðustu skiptin
sem við hittum afa kvaddi hann okk-
ur með þéttu handabandi, brosi og
glampa í augum. Þannig munum við
afa, sem einstaklega hlýjan og
sterkan einstakling.
Þórdís Björk, Kristinn
Gunnar, Aðalheiður og
Falk.
Hreiðar afi minn var 92ja ára
þegar hann lést. Það verður því
tæpast sagt að hann hafi látist fyrir
aldur fram en engu að síður finnst
mér að hann hafi í raun aldrei náð
því að verða gamall. Hann hélt góðri
heilsu, var eldskarpur fram í það
síðasta, varðveitti kímnigáfu sína,
sagði sögur og vitnaði í uppáhalds-
ljóðin sín. Þegar þau amma ákváðu
fyrir nokkrum árum að flytja í
minna og hentugra húsnæði vildi afi
alls ekki fara í íbúðir fyrir aldraða
og studdi þá afstöðu sína án þess að
blikna með þeim rökum einum að að
slíkt húsnæði væri einungis fyrir
gamalmenni.
Tvö ár eru síðan fjölskyldan fagn-
aði saman níræðisafmæli afa og átt-
ræðisafmæli ömmu. Tímamótunum
var fagnað á Þingvöllum og var
staðarvalið engin tilviljun. Afi rifjaði
það upp að einmitt á þjóðhátíðinni á
Þingvöllum árið 1944 hefðu þau
amma kynnst. Þau nutu því sam-
vista í ríflega 64 ár og samrýndari
hjón og félaga hef ég aldrei vitað.
Enda þótt lífsbarátta þeirra hafi
verið hörð og vinnudagarnir langir
nýttu þau lausar stundir til hins ýtr-
asta. Síðustu áratugina ferðuðust
þau víða um heiminn og voru sannir
heimsborgarar.
Afi var einlæglega þeirrar skoð-
unar að vinnan göfgaði manninn.
Hann ólst upp við þröngan kost en
tókst af miklu harðfylgi að búa fjöl-
skyldu sinni traust og öruggt heim-
ili. Ég hef stundum velt því fyrir
mér hvernig heimilishaldið hafi ver-
ið hjá ömmu og afa þegar þau voru
að koma undir sig fótunum með sex
börn á heimilinu og þau kröppu kjör
sem flestum voru búin á þeim árum.
Þau lögðu mikla áherslu á að börnin
gengju menntaveginn og studdu
þau í þeim efnum með öllum til-
tækum ráðum. Þegar systur pabba
voru komnar á táningsaldurinn eða
byrjaðar í háskólanámi, sumar
komnar með kærasta og aðrar líka
börn bjó allur skarinn heima í hús-
inu sem þau höfðu þá reist sér í
Fremristekk í Breiðholti. Hann hef-
ur því oft verið þröngt setinn bekk-
urinn og vafalaust hefur verið líf í
tuskunum. Væntanlega hefur öðru
hvoru reynt á þolinmæðina hjá afa
og ömmu á þessum árum en
draumar þeirra um að geta komið
börnum sínum til manns og stutt
þau til náms urðu að veruleika.
Fyrstu minningar mínar um afa
og ömmu eru frá þeim tíma þegar
ég kom sem lítill strákur í heimsókn
úr Stykkishólmi og fékk að gista hjá
þeim í Fremristekknum. Á þeim ár-
um var afi ennþá með hesta sem var
hans helsta áhugamál. Það var
ávallt mikil tilhlökkun því samfara
að fara til Reykjavíkur og gista hjá
afa. Yfir þessum ferðum til afa og
ömmu var ævintýraljómi sem aldrei
gleymist.
Afi hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum, fylgdist alla
tíð vel með fréttum og skaut inn í
þær áliti sínu og athugasemdum ef
einhverjir voru nærri. Hann var á
yngri árum sínum virkur í stjórn-
málastarfi og barðist fyrir atvinnu-
frelsi og frelsi einstaklingsins. Sú
grundvallarafstaða hans til lífsins
og samfélagsins breyttist aldrei
enda þótt hann léti sér er fram liður
stundir nægja að flytja mál sitt yfir
kúnnunum sínum á verkstæðinu og
kannski öðru hvoru okkur krökk-
unum þegar við smám saman kom-
umst til vits og ára.
Hreiðar, afi minn, lagði margt til
málanna sem ég hef lært af. Hann
verður ætíð fyrirmynd mín á marg-
an hátt. Ég er stoltur af því að bera
nafn afa míns og bið Guð að blessa
minningu hans.
Hreiðar Már Sigurðsson.
Takk, elsku hjartans afi minn,
fyrir allar þær stundir sem líf okkar
sló í takt, í takt við hvort annað og í
samveru hvors annars. Þessar
stundir okkar eru mér dýrmætar,
þær mun ég ævilangt muna og
gleðjast yfir því að hafa þekkt þig í
öll þessi ár. Styrkur þinn, kímni-
gáfa, léttlyndi og drifkraftur eru
mér til fyrirmyndar. Lífið er lag.
Lagið er taktur, léttir tónar, þungir
tónar og lagið er samspil. Lífið er
lagið sem allir kunna, lagið sem tek-
ur enda. Eftir standa minningar um
lagið.
Minningar sem vekja upp takt
lagsins og stílbrigði þess, minningar
sem halda laginu á lífi. Hvíl í friði,
þín
Unnur Ösp.
Elsku afi, nú ertu farinn, farinn
þangað sem enginn sér. Það er erf-
itt en þannig er það, hálfskrýtið. Þú
varst svo hraustur, tryggur og
traustur. Það var alltaf gaman að
vera með þér, þú fékkst mann alltaf
til að brosa. Takk fyrir það sem þú
skildir eftir í hjarta mínu.
Elsku afi minn, ég mun alltaf
hugsa til þín.
Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.
Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð.
Hreiðar Jónsson
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
AUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR
frá Skeiðflöt
í Mýrdal.
Starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík þökkum við
frábæra umönnun.
Óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og gæfuríks árs.
Guðjón Heiðar Jónsson, Kristín Ólafsdóttir,
Ólafur Þorsteinn Jónsson, Jóhanna Sigursveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir minn, sonur og bróðir,
ÞÓR RÚNAR BAKER,
Hafnarbraut 21,
Höfn í Hornafirði,
lést í Berufirði, sunnudaginn 7. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Marteinn Steinar Þórsson,
Sigríður Markúsdóttir,
Guðlaug Bender.