Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
✝ Óskar Frímanns-son fæddist á Eið-
um í Grímsey 13.
ágúst 1930. Hann lést
miðvikudaginn 3. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Frímann Benedikts-
son og Sigurveig
Jónsdóttir. Systkini
Óskars samfeðra voru
Auður, Bryngerður,
Ermenga og Frímann
og sammæðra voru
Hrefna og Ragnar
Víkingsbörn. Þau eru
öll látin að Ragnari undanskildum.
Óskar kvæntist hinn 29. sept-
ember 1959 Hólmfríði Jónsdóttur,
f. 5. júní 1933, d. 10. nóvember
1980. Börn Óskars eru a) Jóhanna
Kristín, f. 4. febrúar 1957, gift Erni
Árnasyni, börn
þeirra eru Óskar
Örn, Erna Ósk og Sól-
rún María og b) Karl,
f. 12. júlí 1961,
kvæntur Ingibjörgu
Blöndal, börn þeirra
Finnur Þór og Hólm-
fríður Karen.
Óskar lauk prófi
frá stýrimannaskól-
anum árið 1952. Að
námi loknu starfaði
hann hjá Olíuverslun
Íslands, fyrst á olíu-
skipinu Kyndli en síð-
an í aðalstöðvum Olís í Laugarnesi,
uns hann lauk störfum eftir 46 ára
starf.
Útför Óskars fer fram frá kirkju
Óháða safnaðarins í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Elsku pabbi minn, þá er komið að
leiðarlokum. Við höfum átt góðar
stundir og skemmtilega tíma saman
við útiveru og óvissuferðir – vítt og
breitt. Þú hafðir gaman af að ferðast
og skoða landið okkar og það áttum
við sameiginlegt. Eftir að þú hættir
að vinna gafst okkur meiri tími til
þessa og oft hringdir þú og spurðir
hvort við ættum ekki að taka okkur
„einn túr“. Þá fórum við til dæmis
niður á Granda að til að finna lyktina
af sjónum og skoða fuglana og öld-
urnar. Það minnti þig á heimaslóð-
irnar í Hrísey og Grímsey. Hrísey
var besti staðurinn okkar og það var
gaman að sjá eftirvæntinguna í aug-
unum þínum þegar við fórum þangað
í heimsókn á sumrin. Þá varstu að
fara heim. Þú hélst líka mikið í gaml-
ar og góðar matarhefðir og hafðir
gaman af því að bjóða til veislu. Við,
ég, þú og nafni þinn, ræktuðum sam-
an kartöflur þar sem nú rís byggð
undir Úlfarsfelli, við hrærðum sam-
an í smákökur og slátur, við hökk-
uðum fisk í bollur og skárum laufa-
brauð fyrir jólin. En skemmtilegasta
og skrýtnasta hefðin þín var að bjóða
okkur systkinunum og fjölskyldum
okkar í hangikjöt með smjöri og
laufabrauði á jóladag. Og það skyldi
vera kl. 11.00 f.h.! Við mættum öll
þessi ár á jóladagsmorgun til þín
með stírurnar í augunum. Þá beiðst
þú bísperrtur og brosandi með haug
að hangikjöti og konfekti. Síðan spil-
uðum við fram eftir degi – alveg eins
og var gert í eyjunni þinni þegar þú
varst að alast þar upp. Þetta er gott
að geyma í minningunni og við börn-
in þín munum halda í þessa hefð.
Svo var það núna í nóvember að ég
fékk það á tilfinninguna að þú værir
hættur við að halda jólin – þú varst
orðinn þreyttur og sjónin nær horfin.
Þú tilkynntir að stelpurnar þyrftu
ekkert að setja upp jólaskraut í
Skipasundinu og það yrði ekkert
hangikjöt hjá þér í ár. Jólakortin
voru tilbúin og búið að ganga frá jóla-
gjöfunum enda var reglusemi þitt að-
alsmerki – alltaf allt vel undirbúið
fyrirfram.
Ég veit núna, pabbi minn, hvað
sótti að þér. Þú ert búinn að halda
jólin með okkur hérna megin í 28 ár
eftir að mamma kvaddi þennan heim.
Þér hefur þótt vera kominn tími til að
vera með mömmu og Tóta þessi jólin.
Við erum sátt við það og óskum þér
góðrar ferðar.
Ég verð líka að geta þinna góðu
fósturforeldra – Diddu og Bjössa á
Selaklöpp – sem tóku við þér ungum
dreng og gáfu þér þá umhyggju og
ástúð sem þú þurftir á þessum tíma.
Ég veit að þau bíða þín og það verða
sælir endurfundir. Þín verður þó sárt
saknað, pabbi minn, af þinni litlu fjöl-
skyldu. Að lokum vil ég segja þér að
ég geymi okkar góðu minningar vel
og mun segja litlu langafastelpunni
þinni, henni Örnu Sigurlaugu, allar
sögurnar sem langafi hennar sagði
mér.
Þín dóttir.
J. Kristín Óskarsdóttir.
Sæll vinur, eigum við ekki að fá
okkur rúnt í dag? Þetta var oft það
sem ég heyrði þegar þú hringdir í
mig um helgar eftir að hafa sest inn í
bílinn. Gafstu yfirleitt stutt álit á
veðrinu með setningu eins og „Mikið
er hann kaldur í dag, ég sleppti
göngutúrnum í morgun“ eða „Mikið
er fallegt veður í dag“. Þannig hófust
samfundir okkar feðga gjarnan þar
sem ég sótti þig í bíltúr.
Oft lá leið á Grandann til að fylgj-
ast með skipakomum og aflabrögð-
um. Á heimleiðinni var undantekn-
ingarlaust spurt hvort ekki ætti að
koma við á bæjarins bestu sem voru í
miklu uppáhaldi hjá okkur feðgum.
Stundum fórum við líka upp í Heið-
mörk eða í Grafarvoginn að leiðinu
hennar mömmu. Ég er þakklátur
fyrir þær stundir sem við áttum sam-
an síðustu ár.
Þú hafðir svo gaman af því að
ferðast um landið. Við gerðum víð-
reist sl. sumar. Fórum á Sauðárkrók
og austur á Kirkjubæjarklaustur.
Nú er gott að eiga þá minningu, hún
lifir.
10 ára varstu tekinn í fóstur af
heiðurshjónunum Birni Ólasyni og
Sigfríði Jónsdóttur frá Selaklöpp í
Hrísey. Oft sagðir þú mér hversu
mikinn hlýhug þú barst til þeirra
enda alinn upp sem sonur þeirra.
Ávallt hafðir þú mikinn áhuga á sjó
og sjómennsku. Þú sóttir sjóinn enda
alvanalegt að ungir menn þyrftu að
vinna fyrir námi og framfærslu.
Veikindi urðu hins vegar þess
valdandi að þú gast ekki stundað sjó-
mennsku eins og hugur og menntun
stóðu til.
Ungur fékkstu berkla og dvaldir á
Kristneshæli í Eyjafirði til lækninga
við meini þínu. Þar kynntist þú lífs-
förunaut þínum og móður minni,
Hólmfríði Jónsdóttur, sem lést fyrir
aldur fram árið 1980, 47 ára að aldri.
Það er þungbært fyrir „mömmu-
strák“ að missa móður sína á við-
kvæmum aldri eins og ég var, en
mikið reyndist þú mér vel í að vinna
bug á sorginni. Pabbi minn. Ég vona
að ég hafi líka reynst þér góður son-
ur þegar þú þurftir á mér að halda.
Síðustu ár reyndust þér erfið þar
sem þú hafðir misst sjón á öðru auga
og sjón fór versnandi á hinu. Mér er
ekki grunlaust um að heilsufar þitt
hafi verið verra en þú vildir vera láta
enda ekki þinn háttur að kvarta.
Það er nú einhvern veginn þannig
að maður er aldrei undirbúinn að
missa ástvin og söknuður minn er
mikill, tilvera mín verður svolítið lit-
lausari án þín.
Ég má ekki vera eigingjarn heldur
á ég að þakka fyrir að þú fékkst að
kveðja sofandi í rúminu þínu, þú
varst svo friðsæll að sjá. Ég sé fyrir
mér að nú sért þú á björtum stað þar
sem sjónin er góð og engin and-
þrengsli. Ég sé mömmu, Sigurveigu
ömmu Sigfríði, Bjössa og aðra sem
þótti vænt um þig taka á móti þér.
Megi Guð blessa þig. Farðu í friði
elsku pabbi.
Þinn sonur,
Karl.
Tengdafaðir minn Óskar Frí-
mannsson er látinn. Þetta eru skrýt-
in orð að hafa eftir og víst er að nokk-
urn tíma tekur að sætta sig við þau.
Sjálfsagt hefðirðu viljað vera með
okkur um jólin en það er ekki alltaf
sem við ráðum ferðinni. Sjón þín var
farin að daprast og heilsan ekki upp
á það besta og þér fannst það súrt í
broti að geta ekki rétt hjálparhönd
við málningu og annað smálegt þeg-
ar sinna þurfti ýmsu í íbúðinni þinni í
Skipasundinu. En þannig varstu,
alltaf tilbúinn að hjálpa og þannig
man ég þig, glaðlyndan, góðan kall
og aldrei í fúlu skapi og þannig ætla
ég að muna þig, rjátlandi í eldhúsinu,
berandi fram veitingar sem gjarnan
voru appelsín og rúlluterta og kaffi-
bolli með brotinni höldu. Þetta eru
góðar og skemmtilegar minningar og
það er svo gott að geta kallað þær
fram þegar hentar.
Þakka þér fyrir tíma þinn hérna
megin, ég bið að heilsa Hólmfríði
tengdamömmu þegar þú hittir hana.
Kveðja, þinn tengdasonur
Örn Árnason.
Kæri afi.
Það er mikill söknuður að þurfa að
sjá af þér miklu fyrr en ég var búinn
undir, samt er ég rosalega ánægður
með þær góðu stundir sem við áttum
saman í seinni tíð. Það var svo
ánægjulegt að sjá hvað þú kunnir vel
að meta nærveru mína. Rúntar niður
á Granda og nágrenni að skoða skip-
in og mannlífið voru þitt uppáhald,
enda mikill viskubrunnur um sjó-
mennsku og það að vera til sjós.
Ég gat setið endalaust undir sög-
um um það þegar þú varst á sjónum
sem ungur maður, þá sem stýrimað-
ur á síldarskipum og víðar. Þú hvatt-
ir mig áfram á sjónum og bjóst mig
andlega undir líf og vinnu um borð.
Oft hugsaði ég til þess hvað það hefði
verið gaman ef þú hefðir fengið að
fara í dálitla siglingu með mér í sein-
asta sinn áður en þú lést.
Ég vil þakka þér fyrir allan stuðn-
ing sem þú hefur gefið mér. Þú ert sá
eini sem hefur alltaf staðið með mér
sama hvað gekk á og er það ómet-
anlegt fyrir mig að vita til þess að ég
hafi alltaf átt svo góðan bandamann.
Ég veit að þú hefur það gott þarna
hinum megin með ömmu, og megi
minning þín alltaf lifa í hjörtum okk-
ar.
Þinn sonarsonur,
Finnur Þór Karlsson.
Elsku afi minn.
Þú fórst óvænt frá mér. Ég var á
leiðinni til þín til að taka þig í vana-
legu bíltúrana okkar en þegar ég
hringdi þá svaraðirðu mér ekki. Ég
fékk þá á tilfinninguna að eitthvað
væri að því að þú svaraðir mér alltaf.
Það verður einmanalegt á jólunum
án þín og það verður erfitt að hætta
bíltúrum niður á Granda og að koma
við á Bæjarins bestu að fá pulsu og
kók með þér. Ég veit að Putti „besti
vinurinn“ mun sakna þín voðalega
mikið eins og ég.
Ég man að þegar ég var ein heima
að læra undir próf og allir aðrir voru
einhvers staðar í ferðalögum eða
vinnu þá varst þú alltaf heima og ég
hringdi í þig þegar ég var svöng, því
það versta sem þú vissir var að ein-
hver væri svangur. Þannig að ég kom
oft til þín í hádegismat og þú hafðir
útbúið máltíð sem dugði fyrir 6
manns, og ætlaðist til að ég kláraði
það allt. Það var svo notalegt að kíkja
upp í nammiskáp eftir matinn og fá
sér mola í afakrukku.
Það er svo erfitt að kveðja þig því
þú varst svo góður afi og ég mun
sakna þín óendanlega mikið. Mig
langaði svo að segja þér að ég er út-
skrifaður dansari en ég náði því aldr-
ei. Ég veit að þú hefðir orðið stoltur
af mér.
Ég mun alltaf hugsa til þín – sér-
staklega á jólunum og aldrei gleyma
þér. Guð geymi þig alltaf. Þín afa-
stelpa,
Erna Ósk.
Elsku afi, nú ertu farinn úr þess-
um heimi og það máttu vita að ég
mun sakna þín heilmikið. Ég á eftir
að sakna þess þegar fjölskyldan öll
kom saman á jóladag og fékk sér
hangikjöt, talaði og spilaði gettu bet-
ur það sem eftir var af deginum og
líka það að sækja sér nammi í
draugalega skápinn inni í geymsl-
unni þinni. Þegar maður gengur inn í
tóma íbúðina þína heyri ég þig enn
kalla „halló!“ þó svo að ég viti að þú
ert ekki lengur þar.
Ég vil muna allar þær góðu stund-
ir sem við áttum saman og allt spjall-
ið þó að það hafi ekki verið nema
bara tíu mínútna samtal. Þú mátt
vita það að allir sem þekktu þig
munu sakna þín sárt og þar á meðal
ég.
Ég elska þig.
Sólrún María.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Okkur langar að kveðja Óskar
frænda sem borinn er til grafar í dag,
en við vorum systrabörn. Hann ólst
upp frá tíu ára aldri hjá foreldrum
okkar á Selaklöpp í Hrísey. Hann var
mikill frændi og mjög gjafmildur. Til
marks um það gaf hann mömmu okk-
ar eina af fyrstu rafmagnsþvottavél-
unum sem komu í eyjuna, var hann
þá ungur piltur nýfarinn að vinna.
Munum við systur gullfallega kjóla
sem hann færði okkur í barnæsku frá
útlöndum er hann fór í siglingar.
Ungur að árum fékk hann berkla
og þurfti að vera á Kristneshæli um
tíma. Hann átti lengi við þau veikindi
að stríða. Óskar gafst ekki upp.
Hann barðist við að mennta sig sem
var ekki auðvelt á þessum tíma og út-
skrifaðist hann úr Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík með háa einkunn.
Óskar mundi vel stríðsárin, þá var
hann unglingur heima í Hrísey og
kynntist bresku hermönnunum sem
voru þá í eyjunni og bar þeim söguna
vel. Hann var mjög minnugur og
skemmtilegur sögumaður. Hann
skemmti okkur oft í veislum með
góðum athugasemdum um menn og
málefni. Barnabörnin okkar vildu
æst fá að vera í bíl með frænda, því
oft var sagt meira en þau máttu
heyra og þótti þeim það ekki verra.
Konu sína, Hólmfríði Jónsdóttur,
missti hann í blóma lífsins. Börnin
tvö voru þá unglingar og fjölskyldan
stóð þétt saman. Óskar sagði oft sög-
ur af barnabörnunum og var stoltur
afi og langafi. Börnum sínum og fjöl-
skyldum þeirra var hann þakklátur
fyrir umhyggju og elskusemi. Eftir
að Óskar hætti að vinna sökum ald-
urs fór hann oft í gönguferðir um
hverfið. Kom hann þá gjarnan við í
Álfheimum, settist inn í eldhúskrók
og fékk sér kaffi og smók. Þar hitti
hann oft fyrir Hríseyinga sem hann
hafði sérstaklega gaman af að spjalla
við.
Við minnumst góðs frænda og
fósturbróður með þakklæti og hlýju.
Börnum hans, Hönnu Stínu og Kalla
og fjölskyldum þeirra, vottum við
innilega samúð. Minning um góðan
dreng lifir.
Óli, Jónheiður og
Pálína Björnsbörn.
Óskar Frímannsson var jafnan
mikill aufúsugestur í veiðiferðum hjá
Karli syni sínum og okkur félögum
hans um langt árabil, ekki síst í
uppáhaldsveiðiá þeirra feðga Elliða-
ánum. Þar lágu leiðir okkar oft sam-
an á sumrin og alltaf urðu það miklir
fagnaðarfundir, svo ekki sé nú
minnst á þær ferðir sem veiðifélagið
Fenjagrímur stóð fyrir í Blöndu fyrir
meira en 20 árum.
Blönduferðirnar eru okkur
ógleymanlegar, ekki síst fyrir þær
sakir að Óskar var manna dugleg-
astur að hvetja okkur áfram í veið-
inni. Honum fannst við t.d. oft taka
okkur óþarflega löng hlé, þó svo að
tíminn væri rétt nægjanlegur til að
treysta hnúta, yfirfara veiðihjól og
laga línu. Svona var Óskari rétt lýst,
hann var keppnismaður og sér í lagi
fyrir okkar hönd.
Ef menn komu í heimsókn til veiði-
manna á árbakkann fengu þeir ávallt
einstaklega góðar móttökur hjá Ósk-
ari og líflegar umræður sköpuðust
um gang mála. Oftar en ekki voru
fleiri úr fjölskyldu Óskars mættir á
bakkann, s.s. Kristín og Örn ásamt
börnum. Þá lifnaði nú fyrst yfir Ósk-
ari þegar vísir að ættarmóti var orð-
inn til við góða á, á góðum degi á fal-
legum stað.
Óskar var ekki sjálfur mikið beinn
þátttakandi í veiðiskapnum, en var
jafnan boðinn og búinn til að aðstoða
veiðimenn. Einnig var hann mjög fús
til að veita góð ráð til okkar félag-
anna, m.a. við val á veiðistöðum. Á
langri ævi sinni hafði Óskar upplifað
tímana tvenna og vildi því nýta
landsins gagn og nauðsynjar. Það
var honum í blóð borið að hirða allan
afla og hann var mátulega hrifinn af
því að sleppa vænum laxi aftur í ána
þegar kvótinn hafði verið fullnýttur.
Á skólaárum okkar félaga Karls
var ósjaldan komið við á heimili fjöl-
skyldunnar í Skipasundinu. Við
sáum strax á þeim tíma hversu nánir
þeir feðgar Óskar og Karl voru. Oft
voru rifjaðar upp sögur frá liðnum
sumrum af frægðarförum þeirra um
landið með málningarpensilinn að
vopni fyrir hönd Olís til að pússa og
mála olíutanka.
Allar þessar samverustundir með
Óskari voru okkur dýrmætar og
gleymast aldrei.
Við vottum Karli, Kristínu og öll-
um öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð á þessum erfiða tíma.
Vilhjálmur, Gunnar, Kristinn,
Guðni Már og Bragi Þór.
Góður granni, Óskar Frímannsson
er allur. Fráfall hans var óvænt og þó
að við vissum að hann hefði haft lé-
lega heilsu undanfarin ár, áttum við
ekki von á að komið væri að kveðju-
stund. Það var gott að búa í sama
húsi og Óskar sem var þægilegur og
afskiptalaus nágranni og vinalegur
við börnin okkar. Þegar Klara dóttir
mín varð sjö ára hitti hún Óskar
frammi á gangi, hann spurði hana
hvað hún segði gott og sagðist hún
eiga afmæli. Skömmu síðar hringdi
dyrabjallan og úti stóð Óskar með
fallegan blómvönd handa afmælis-
barninu og varð þar með sá fyrsti
sem færði henni blóm, fannst Klöru
þetta afskaplega merkilegt og þóttist
nú vera alvöru dama.
Við fjölskylda mín söknum nú góðs
granna eftir tæplega 30 ára sambýli
og sendum Kalla, Stínu og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Steinunn, Árni, Svala og Klara.
Óskar Frímannsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til
Morgunblaðsins – þá birtist valkost-
urinn Minningargreinar ásamt frek-
ari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar