Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 41
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
✝ Þóra SigríðurÞórðardóttir
fæddist á Ísafirði 24.
maí 1926. Hún and-
aðist á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi
þriðjudaginn 2. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þórður
Guðjón Jónsson múr-
arameistari, f. 29.5.
1893, d. 11.8. 1977 og
Elín Sigríður Jóns-
dóttir ljósmóðir, f. 1.4.
1887, d. 13.7. 1973.
Systkini Þóru eru Svanfríður, f.
13.9. 1927 og Jón Guðlaugur, f. 19.3.
1931. Fósturbróðir þeirra var Björn
Jónsson, f. 19.9. 1920, d. 17.12. 1994.
Þóra giftist 1. desember 1948
Haraldi Steinþórssyni kennara og
framkvæmdastjóra BSRB, f. 1.12.
1925, d. 16.8. 2005. Foreldrar hans
voru hjónin Steinþór Guðmundsson,
skólastjóri og kennari, f. 1.12. 1890,
d. 8.2. 1973, og Ingibjörg Benedikts-
dóttir, skáldkona og kennari, f. 11.8.
1885, d. 9.10. 1953. Börn Þóru og
dóttir, f. 1977, dóttir þeirra Ólína,
f. 2005, og b) Þóra, f. 1980, sam-
býlismaður Gunnar Páll Stef-
ánsson, f. 1980. 4) Elín, f. 1956,
maki Theodór Júlíus Sólonsson, f.
1954. Þau skildu. Börn þeirra eru
a) Haraldur, f. 1980, maki Hrafn-
hildur Gígja Magnúsdóttir, f. 1984,
b) Margrét, f. 1984, og c) Magnús, f.
1986.
Þóra var fædd og uppalin á Ísa-
firði og stundaði nám í Gagnfræða-
skólanum á Ísafirði og síðan Hús-
mæðraskólanum á Laugalandi í
Eyjafirði og einnig var hún einn
vetur í húsmæðraskóla í Kaup-
mannahöfn. Fyrstu búskaparár sín
bjó hún á Ísafirði en síðan í rúm-
lega fimmtíu ár á Neshaga 10 í
Reykjavík. Hún flutti á Dval-
arheimili aldraðra í Borgarnesi
vorið 2007. Þóra stundaði ýmis
störf eftir að börnin voru komin á
legg. Meðal annars vann hún á
saumastofu Ceres og hjá Slát-
urfélagi Suðurlands í Reykjavík.
Þóra verður jarðsungin frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Haraldar eru: 1)
Steinþór, f. 1950,
maki Guðríður Hulda
Haraldsdóttir, f. 1951,
börn þeirra eru a)
Haraldur, f. 1982,
sambýliskona Lilja
Guðmundsdóttir, f.
1983, b) Hrafnhildur,
f. 1984, c) Guðmundur
Þórir, f. 1986, d) Birg-
ir Steinn, f. 1988, sam-
býliskona Elisabeth
Patriarca, f. 1988, e)
Böðvar, f. 1990 og f)
Þórður Kári, f. 1993.
2) Ólafur, f. 1952, maki Ragnheiður
Ragnarsdóttir, f. 1957, dætur þeirra
eru a) Jórunn María, f. 1976, maki
Kristján Ingi Hjörvarsson, f. 1974,
börn þeirra Hjörvar Óli, f. 2002, og
Elinóra Ýr, f. 2004, og b) Bergrós
Fríða, f. 1980, maki Daníel Sigurðs-
son Glad, f. 1981, börn þeirra Miri-
am Arna, f. 2002, Aldís Thea, f. 2006
og Almar Sindri, f. 2008. 3) Ingi-
björg, f. 1953, maki Páll Stefánsson,
f. 1952, börn þeirra eru a) Stefán, f.
1975, maki Steinunn Þóra Árna-
Hlutskipti allra að lokum er að
kveðja þennan heim og í dag fylgi ég
ömmu minni, ömmu Þóru, til grafar.
Amma var auðug kona og óskaplega
stolt af auði sínum. Auðurinn lá í af-
komendunum og ávaxtaði hún hann
með hlýjum hugsunum og orðum.
Hún hélt vikuleg matarboð árum
saman fyrir stórfjölskylduna og var
alltaf með opið hús þess á milli. Þau
afi voru alla tíð einstaklega hreykin
af okkur barnabörnunum og ég man
ekki eftir heimsókn án þess að hún
fræddi mig um hvað öll hin frænd-
systkini mín væru að taka sér fyrir
hendur.
Það eru ófáar minningar sem
tengjast Neshaganum, en þar bjuggu
þau afi mestan hluta ævinnar. Í minn-
ingunni vorum við krakkarnir alltaf í
hlaupaleikjum úti í garði eða inni að
gæða okkur á kökum og kleinum. Oft
kom ég einnig þangað á sunnudögum
og borðaði hádegismat með ömmu og
afa. Ég dáðist að dugnaði hennar og
upplifði mig fullorðna þegar hún
kenndi mér að spila á spil, brjóta
saman þvott og sjá til þess að alltaf
væri vel loftað út þegar bakaðar voru
kleinur svo reykskynjarinn færi nú
ekki af stað!
Amma var alltaf mikil baráttukona
og fylgdist vel með pólitík og fréttum.
Hún var ófeimin að segja skoðun sín
ef henni var misboðið. Hún átti það til
að vera kaldhæðin og þegar ég hugsa
um hana kemur oft í hugann ein
uppáhaldssetning hennar; Allt er
betra en íhaldið!
Mér hefur verið sagt að amma hafi
verið sterk og dugleg frá því hún var
ung. Sjálf veit ég að hún var ennþá
sterk og dugleg frá því að ég man eft-
ir mér og þar til yfir lauk. Það voru
forréttindi að geta heimsótt hana svo
oft þessa síðustu mánuði, en hún tók
mér alltaf opnum örmum. Hún var
alla tíð stálminnug og sagði mér oft
frá ferðalögum þeirra afa um heim-
inn. Mér fannst hún sjaldan brosa
breiðar en þegar hún rifjaði upp þessi
ferðalög.
Elsku amma, það tekur mig sárt að
kveðja þig. Ég er þó þakklát fyrir að
hafa kynnst þér og hve stóra fjöl-
skyldu þú skilur eftir þig. „Hve blá-
snautt er hjarta sem einskis saknar“,
ritaði Einar Benediktsson og eiga
þau orð jafnt við nú sem endranær.
Ég sakna þess að fá ekki að sjá þig
aftur en gleðst yfir minningunum um
þig og afa. Þú varst svo stolt af okkur
barnabörnunum en við erum ekki síð-
ur stolt af þér. Þú hafðir fjölskylduna
í forgrunni alla ævi. Takk fyrir allt.
Þín dótturdóttir og nafna,
Þóra Pálsdóttir.
Það var sárt að heyra af andláti
Þóru Siggu. Við vissum að hún var
búin að eiga við veikindi að stríða í
nokkur ár og meiðsli síðustu vikurn-
ar, en þetta var sárt að heyra.
Þóra Sigga var mikilvæg persóna í
uppvexti okkar systkinanna. Hún var
æskuvinkona mömmu, Guðmundu
Stephensen, frá því þær voru 5 ára
hnátur á Pólgötunni á Ísafirði. Þær
fylgdust alltaf að og voru góðar vin-
konur. Eftir hefðbundna skólagöngu
fóru þær saman í Húsmæðraskólann
Ósk, á Húsmæðraskólann á Lauga-
landi í Eyjafirði og síðan héldu þær
stöllur til Kóngsins Köben á Hus-
assistenes Fagskole í framhaldsnám.
Þar var víst gaman, mikið brallað og
eftir sögum mömmu að dæma var
Þóra Sigga ávallt hrókur alls fagn-
aðar með mikinn sjans, enda gullfal-
leg. Á myndunum, sem við eigum til
minningar, voru þær báðar ofsalega
sætar og alveg eins og filmstjörnur.
Eftir námið ytra fluttust vinkon-
urnar til Reykjavíkur, giftust báðar
einstaklega góðum mönnum, eignuð-
ust börn og buru og lifðu í hamingju
með sitt. Þær hringdust á næstum
daglega og deildu saman sorg, gleði
og miklum hlátri. Harri og pabbi
urðu góðir félagar, á milli þeirra ríkti
gagnkvæm virðing og vinátta þrátt
fyrir pólitíska andstöðu. Þau áttu árs-
kort á fjórðu sýningu í Þjóðleikhúsið í
mörg ár, ferðuðust saman innanlands
og utan og áttu margar góðar stundir
saman í Skeiðarvoginum og á Nes-
haganum.
Þóra Sigga var skemmtileg kona
og hláturinn hennar er ógleymanleg-
ur. Hún bakaði bestu kleinur í heimi
og lumaði alltaf á gúmmulaðimolum í
boxi. Ég man ferðirnar í Munaðarnes
og samverustundirnar með þeim
Harra þar. Árið 1973 fóru mamma,
pabbi, Harri og Þóra saman til Mal-
lorka og fékk ég að fara með. Það var
ógleymanleg ferð fyrir mig 10 ára
gamla. Við vorum í sólbaði, spiluðum
mínígolf, versluðum og skoðuðum
okkur um. Þar hittum við Steinsa og
Huldu og þá var skálað í kúbra líbra
og kóka kóla.
Síðustu árin fækkaði samveru-
stundunum og mamma hvarf smám
saman inn í heim Alzheimersins. Nú
hafa þær vinkonurnar á Pólgötu lagt
upp í hinstu ferðina á sama árinu en
mamma lést 26. febrúar sl. Okkur
grunar að þær hafi nú fundið hvor
aðra á ný. Við systkini mín, Eiríkur
og Gyða, minnumst góðrar og
skemmtilegrar konu með þakklæti
og miklum söknuði. Börnum hennar
og fjölskyldum þeirra sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur
Borghildur Stephensen.
Það er hægara sagt en gert að setj-
ast niður og skrifa minningargrein.
Hvað þá um manneskju sem hefur
verið hluti af lífi mínu frá þeim degi
sem ég fæddist, í orðsins fyllstu
merkingu. Það gerir það miklu erf-
iðara að hafa ekki eitthvað ákveðið að
styðjast við. Heildarmyndin er fjöl-
skrúðug og henni erfitt að lýsa í fá-
einum orðum. Það er oft sagt að eins
manns dauði sé annars brauð. Það fer
eftir túlkun hvers og eins hvernig líta
má á það. Það var alveg sama hvenær
eða við hvaða aðstæður amma Þóra
var heimsótt. Henni fannst sælla að
gefa en þiggja. Hún var ánægð þegar
hún gaf.
Alltaf var henni svo umhugað um
náungann að hluti samskipta við hana
var ávallt um það hvað henni þætti nú
leiðinlegt að geta ekki boðið upp á
eitthvað til að gleðja mann enn meira
en einungis með nærveru sinni.
Væntumþykja hennar tvinnaðist þar
saman við gjafmildi. Þar lærðum við
sem eftir lifum að gjafmildi er góð og
einnig hluti þess að sýna náunganum
að manni þyki vænt um hann.
Það var alltaf stutt í húmorinn hjá
ömmu Þóru en jafnframt sagði hún
sína skoðun ávallt umbúðalaust og án
alls gríns. Ef hún var ósátt þá lét hún
í sér heyra. Þar lærðum við sem eftir
lifum að það er nauðsyn að hafa gam-
an af lífinu en jafnmikil nauðsyn að
skoða hlutina með gagnrýnu hugar-
fari og láta í sér heyra. Amma Þóra
og Harri afi voru mjög samrýnd hjón
og fráfall afa tók nokkuð á hana. Eftir
að amma flutti í Borgarnes minnkuðu
samskipti okkar – en hver heimsókn
til hennar var sérstök. Sú síðasta
hafði einna mest gildi. Þegar amma
yfirgaf þennan stað var eins og sjá
mætti á henni að henni liði vel. Frið-
semdin réð ríkjum. Nú var hún búin
að fá það sem hún óskaði einna helst
eftir fráfall Harra afa. Að hitta hann
aftur.
Þar lærðum við sem eftir lifum að
það er mikilvægt að lifa einn dag í
einu og kunna að meta hann. Þannig
séð er hægt að halda því fram að and-
lát ömmu sé jafnframt hennar brauð.
Nú er hún á öðrum stað og henni líð-
ur vel. Nú eru hún og afi eitt, eins og
þau voru í nær 60 ár. Hennar brauð
er nú á öðrum stað.
Gjafmildi lýsti eins og áður segir
persónuleika ömmu. Það má halda
því fram að fráfall hennar sé brauð
okkar sem eftir lifum. Hún gaf okkur
hluta af sínu brauði.
Þannig lærum við sem eftir lifum
að meta lífið á nýjan leik og lífsvið-
horf okkar þróast í samræmi við þá
gjöf.
Guðmundur Þórir Steinþórsson.
Elsku amma.
Að skrifa minningargrein og birta í
blöðum er í raun allsérstök aðferð til
að kveðja ástvin því við þekkjum báð-
ar okkar ljúfu stundir, samt finn ég
hjá mér þörf til að deila því með „um-
heiminum“ hve mikilvæg þú ert mér.
Þið afi voruð yndisleg hjón sem
kunnuð að njóta lífsins. Utanlands-
ferðirnar ykkar skiptu tugum, löndin
voru fjölmörg og heimsálfurnar
margar. Ekki gengu ferðirnar allar
áfallalaust fyrir sig, og fyrir nokkrum
dögum minntir þú mig á að þú hefðir
spánskt blóð í æðum þér. En af öllu
er hægt að hafa gaman eftir á og þú
kunnir að orða hlutina vel og varst
með afbrigðum minnug. Enda hélstu
lengi dagbók á ferðum ykkar og gast
flett upp hvað góði veitingastaðurinn
hét eða hvaða söngleik þið fóruð að
sjá.
Eitt af því sem þið afi kennduð mér
var að njóta augnabliksins og lifa í
nútíðinni þó að maður gerði ráð fyrir
framtíðinni. Ég man eftir því á skóla-
árunum mínum að mér fannst hálf-
súrt að þið, komin á áttræðisaldurinn
áttuð fjörugra skemmtana- og fé-
lagslíf en ég! Þið áttuð t.d. árskort í
Sinfóníuna og bæði leikhúsin, fóruð í
laugina daglega, voruð í gönguhópum
og alltaf í útlöndum. Svona vil ég lifa
mínu lífi, hugsaði ég þá, því lífið er
núna en ekki í næsta mánuði þegar
„allt róast“.
Þú hefur jafnan haft munninn fyrir
neðan nefið, amma, og átt mörg
ógleymanleg gullkorn, þú spurðir t.d.
alltaf „er þetta ekki alveg óætt?“ ef
enginn varð fyrri til að hrósa matnum
þínum á vikulegum samverustundum
stórfjölskyldunnar á hverju laugar-
dagskvöldi í mörg ár. Það kunnu þó
ekki allir að meta bersögli þína og
kaldhæðnishúmor, en þau atriði
kunni ég einna best að meta. Þú náðir
oft að gera samferðafólk þitt orðlaust
þar sem það þurfti að átta sig á dýpt-
inni í skotunum sem þú sendir.
Alla mína tíð bjóst þú á Neshag-
anum og var það fastur punktur í til-
verunni og oft eins og viðkoma á um-
ferðarmiðstöð að koma þangað. Við
Skagafjölskyldan komum sjaldnar en
stoppuðum gjarnan lengur. Þið voruð
líka dugleg að heimsækja okkur
þangað og síðar upp í Borgarnes. Þú
gerðir nú gott betur og fluttir á Dvaló
fyrir einu og hálfu ári, alveg óvart,
þar sem þú ætlaðir að vera í tvær vik-
ur en vildir ekki snúa heim. Það voru
sannkölluð forréttindi að hafa þig í
húsinu og hitta þig nánast daglega, fá
hjá þér helstu fréttir af umheiminum
og frændgarðinum. Á þessum tíma
myndaðist annarskonar samband og
það þykir mér dýrmætt. Ferðirnar á
bókasafnið, í andlitssnyrtinguna og á
pallinn eða í stofuna heima voru
margar, skemmtilegar og líflegar. Þá
var eins gott að hafa kók í glasi og
mygluost(a) á borðinu, en heimagerð
ostakaka var líka vinsæl sælla minn-
inga! Mikil og djúp tengsl mynduðust
við litlu vini þína þau Hjörvar Óla og
Elinóru sem sakna þín sárt og þá sér-
staklega Elinóra sem náði þó að
kveðja þig á hjartnæman og fallegan
hátt sem enginn mun gleyma.
Síðustu vikurnar reyndust þér erf-
iðar, amma, að vera upp á aðra komin
átti ekki við þig. Nú er afi búinn að
sækja þig, en þið hefðuð átt 60 ára
brúðkaupsafmæli 1. des. og daginn
eftir var þinni veru hér lokið. Þú
kvaddir þetta jarðneska líf umvafin
börnum, tengdabörnum, barnabörn-
um og barnabarnabörnum sem eru
nú að venjast lífinu án þess að hafa
möguleika á að hitta þig, spjalla og
dekra aðeins við þig, því það áttirðu
svo sannarlega skilið.
Elsku amma, takk fyrir samfylgd-
ina öll okkar ár, þín
Jórunn.
Hún Þóra Sigga og Harri móður-
bróðir minn gengu í hjónaband árið
1948, hinn 1. desember, sem auk þess
að vera fullveldisdagurinn er sérstak-
ur hátíðisdagur í okkar fjölskyldu.
Strax sumarið eftir var ég, þá fimm
ára, send til ungu hjónanna í sum-
ardvöl til Ísafjarðar. Það sumar og
mörg næstu sumur naut ég umönn-
unar þeirra og var jafnframt tekin
með ástúð inn í stórfjölskyldu Þóru á
Pólgötu 5. Börnin þeirra fæddust eitt
af öðru og við tengdumst systkina-
böndum. Við dvöldum mikið í Tungu-
dalnum og þar fékk ég að kynnast
frelsi og afslöppuðum lífsstíl. Ég
minnist að hafa sex ára tekið Steinsa
frænda minn hálfs árs með í berjamó
og geymt hann á góðri þúfu meðan
tínt var í boxin. Þegar ég ræddi þetta
löngu síðar við Þóru sagði hún að ég
hefði verið ábyrgðarfull og hún hefði
vitað að ég gætti barnsins vel. Þegar
Þóra og Harri fluttu til Reykjavíkur
bjuggum við fyrst í sama húsi og jafn-
an síðan í nábýli.
Þóra Sigga var skemmtileg, kát og
fjörug og kom sem ferskur andblær
inn í móðurfjölskyldu mína sem var
allajafna fremur alvörugefin. Hún
gat sungið og spilað á gítar, en í minni
fjölskyldu voru flestallir vitalaglaus-
ir. Hún hafði verið í dönskum hús-
mæðraskóla og var bæði listakokkur
og mjög vel að sér á öllum sviðum
heimilishalds. Ég hef aldrei kynnst
nokkurri manneskju sem var eins
fljót og flink að prjóna og hún saum-
aði á krakkana og sjálfa sig föt sem
voru eins og klippt út úr tískublaði.
Þóra sýndi mér ávallt mikla ræktar-
semi og umhyggju bæði á uppvaxt-
arárum mínum og eftir að ég varð
fullorðin. Hún hafði mjög gott lag á
börnum og tókst að fá þau til að sýna
sínar bestu hliðar. Hún gætti Svan-
hildar elstu dóttur minnar lítillar og
sýndi hana sem sitt barnabarn enda
barnunginn mun líkari hennar börn-
um en okkur foreldrunum. Þær rækt-
uðu saman appelsínutré og biðu í of-
væni eftir uppskerunni, föndruðu og
höfðu það skemmtilegt. Ég var í
strangri vinnu og hafði áhyggjur af
því að standa ekki í stykkinu með
húsmóðurskyldurnar en Þóra kvað
upp úr með að: „börn deyja ekki úr
skít, Hrefna mín, það er allt annað
sem skiptir máli“.
Björn sonur minn var álíka gamall
og Stebbi elsta barnabarn Þóru og
Harra og þeir frændur miklir vinir.
Mér er í minni eitt sinn þegar þeir
höfðu tekið nánast öll búsáhöld úr
neðri eldhússkápunum á Neshagan-
um og Þóra horfði glöð á framtaks-
semina og sussaði á okkur foreldrana
þegar við vildum hefta athafnafrelsi
drengjanna. Þegar yngri dóttir mín
var að stíga sín fyrstu skref sem
prjónakona minnist ég þess að Þóra
bað hana að hjálpa sér að telja út í
munstur af því hún væri svo flink og
má nærri geta hvað þetta hvatti þá
litlu og efldi sjálfsálitið.
Harri og Þóra voru ávallt mjög ná-
in og samhent hjón og í erfiðum veik-
indum Harra var Þóra hans stoð og
stytta. Það var henni mjög erfitt þeg-
ar hann dó og var lífsvilji hennar mik-
ið skertur við fráfall hans. Nú hefur
hún Þóra Sigga kvatt okkur aðeins
þremur árum eftir að Harri frændi
fór og við fjölskylda mín kveðjum
hana með söknuði og biðjum börnum
hennar og öllum niðjum blessunar.
Hrefna Kristmannsdóttir.
Mig langar að minnast tengdamóð-
ur minnar, Þóru Sigríðar Þórðardótt-
ur, með nokkrum fátæklegum orðum.
Hún fæddist og ólst upp á Ísafirði,
elst þriggja systkina. Hún var lífs-
glöð ung stúlka sem söng og spilaði á
gítar, ekki bara fyrir fjölskyldu og
vini heldur einnig við ýmis tækifæri
og samkomur fyrir vestan. Á Ísafirði
hófu hún og Haraldur búskap sinn og
þar fæddust öll börnin þeirra. Reynd-
ar urðu þau þeirra forréttindi aðnjót-
andi að amman tók á móti þeim, þar
sem hún var ljósmóðir.
Lífshlaup Þóru snerist fyrst og
fremst um að annast börn og bú, þó
síðari árin hafi hún unnið úti. Hún og
Haraldur nutu þess að ferðast og
skoða heiminn og er safn þjóðbún-
ingadúkka dætra okkar glöggt merki
þess. Þau voru einmitt að koma úr
einni slíkri ferð þegar ég hitti þau í
fyrsta sinn. Sú kynning kom þeim
vissulega á óvart, en engu að síður
fann ég strax að ég var velkomin í
fjölskylduna. Frá þeirri stundu hefur
mikið vatn runnið til sjávar og marg-
ar minningar koma upp í hugann. Öll
laugardagskvöldin á Neshaganum,
þegar fjölskyldan kom saman. Það
byrjaði með börnum og tengdabörn-
um, en svo bættist smátt og smátt í
hópinn eftir því sem barnabörnunum
fjölgaði. Allar gistinæturnar sem við
fjölskyldan utan af landi áttum þar í
góðu yfirlæti. Heimsóknir Þóru og
Haraldar upp á Skaga og ferðir okk-
ar norður á Hof. Svona mætti lengi
telja, en tengdamóður minnar minn-
ist ég ekki síður fyrir skemmtileg til-
svör og athugasemdir. Það var því oft
sem ferðin fyrir Fjörð dugði tæpast
til að rifja upp alla gullmolana henn-
ar.
Kynni okkar Þóru ná yfir á fjórða
tug ára og þrátt fyrir margar dýr-
mætar minningar frá fyrri tíð var sá
tími sem hún bjó á Dvalarheimili
aldraða í Borgarnesi einstakur að
mörgu leyti. Það vildi þannig til að ég
var að vinna þar sumarið sem hún
flutti inn. Við áttum þá oft daglegt
samneyti, sem gaf okkur báðum mik-
ið. Það var gaman að sjá hvað Þóra
blómstraði að nýju þegar hún var
komin í öryggið sem fylgir því að búa
ekki lengur ein. Við fjölskyldan erum
því afskaplega þakklát öllu starfs-
fólkinu á Dvalarheimilinu sem veitti
henni stuðning, hlýju og hvatningu
síðasta spölinn.
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Þóra Sigríður Þórðardóttir