Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 46
46 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Morgunblaðið/Kristinn Sérfræðingur Robert Hugo á æfingu með Kammersveit Reykjavíkur fyrir jólatónleikana á sunnudag. Konunglegu hljómsveitinni í Dresden auk þess að semja. Áhrif hans voru mikil, meðal annars á Bach, sem vitað er að skrifaði upp nokkur verka hans til að spila. Ég tel til dæmis að að- alstefið í Tónafórn Bachs sé undir miklum áhrifum af Zelenka. Ég tel að þeir hafi þekkst persónulega og hafi hist í Dresden 1731.“ Einleikarar með Kammersveitinni verða Una Sveinbjarnardóttir, Matt- hías Birgir Nardeau, Rúnar H. Vil- bergsson og Sigurður Bjarki Gunn- arsson. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „STÓRKOSTLEG, hljómsveitin er stórkostleg og ég er mjög hrifinn. Þau spila vel og hafa mjög góða til- finningu fyrir barokkstílnum,“ segir Robert Hugo, tékkneskur organisti og hljómsveitarstjóri sem lenti á Ís- landi síðdegis í fyrradag og fór rak- leitt í Áskirkju þar sem Kamm- ersveit Reykjavíkur beið hans, tilbúin fyrir æfingu á verkum eftir tékkneska barokktónskáldið Jan Dismas Zelenka, en fjögur verk tón- skáldsins verða leikin á jóla- tónleikum Kammersveitarinnar í Ás- kirkju kl. 17 á sunnudag. Robert Hugo þekkir vel til verka Zelenka, og vegna kunnáttu sinnar á þeim er hann hingað kominn sér- staklega af þessu tilefni. Organisti í kirkju Zelenkas „Ég fékk áhuga á Zelenka um 1990. Ég lék þá verk eftir hann með hljómsveit. 1994 gaf ég út plötu með síðustu stóru óratoríunni hans. Ég hef líka leikið verk hans á tónlist- arhátíðum og fyrir útvarpið í Prag. Það vill svo til að ég er organisti í kirkjunni þar sem Zelenka hóf feril sinn. Hann samdi nokkrar litlar órat- oríur fyrir kirkjuna. Við fundum þær, og efndum til nýs frumflutnings á þeim, í kirkjunni.“ Þótt Zelenka hafi verið vel þekkt- ur í Evrópu um sína daga lagðist tón- list hans í gleymsku eftir dauða hans og allt undir árið 1960, þegar farið var að skoða þau á nýjan leik. Þar með var Zelenka hafinn til vegs og virðingar á ný. „Hann var alveg jafnfrægur og Bach um sína daga – þeir voru sam- tímamenn. Hann vann með bestu hljómsveitum sem völ var á, til dæm- is í Dresden þar sem hann starfaði lengi. Það hefur verið sagt að síðustu 20 ár ævinnar hafi hann verið dapur yfir því að hafa ekki náð lengra, en ég tel að þetta sé rangt. Hann var mjög virtur alla sína tíð og var fiðluleikari í Kammersveit Reykjavíkur leikur verk eftir Zelenka á jólatónleikum á sunnudag Alveg jafn frægur og Bach Í HNOTSKURN » Zelenka var eitt helstatónskáld Tékka á bar- okktímanum. » Verkin sem leikinverða á jólatónleikum Kammersveitarinnar samdi hann í París 1723 fyrir krýningu Karls VI. keisara. HITT húsið, miðstöð ungs fólks, heldur jólamarkað á morgun milli kl. 13 og 18 í gamla Pósthúsinu. Þar selur hópur ungs fólks handverk sitt og hönnun, til dæmis föt og skartgripi. Markaðurinn fer fram í upplýsingamiðstöð Hins hússins, Pósthússtræti, og allir eru velkomnir, ungir sem aldnir að skoða nýmóð- ins hönnun og handverk. Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur og tónlistarmennirnir My Summer as a Salvation Soldier, Loji, Einar Indra og Pikknikk spila fyr- ir gesti og gangandi. Hönnun Jólamarkaður Hins hússins Hitt húsið er í gamla Pósthúsinu. KLING & Bang opnar á morgun kl. 17 fyrstu einka- sýningu Baldurs Geirs Bragasonar á Íslandi og ber hún heitið „Yfirborðs- kennd“. Margræður mynd- heimur Baldurs hverfist oftar en ekki um sjálfan sig. Um leið og hann setur fram grípandi hluti og einfaldar myndir sem eiga sér kunn- uglegar fyrirmyndir, nær vísun þeirra fyrst og fremst til ferlis lista- verksins sem slíks. Verk hans verða að mjög áþreifanlegum hlutum, sem bera keim af ár- áttukennd eða blætisdýrkun. Myndlist Yfirborðskennd í Kling & Bang Frummaður, verk eftir Baldur Geir. BANDARÍSKA tónskáldið Elliott Carter varð 100 ára í gær. Carter er eitt virtasta klassíska tón- skáld seinni hluta 20. aldar. Hann er við góða heilsu og enn að semja tónlist; fullyrt er að í sögu vestrænnar tón- listar hafi ekkert tónskáld átt við- líka langan feril. Í leiðara The Guardian í gær, þar sem framlag Carters er lofað, er sagt að hann hafi verið í miðju bandarískrar tónlistar í 60 ár, og hafi hann „fylgt sínum móderníska stíg, án þess að hirða um sveiflur í hugmyndafræði og tísku“. Hann hafi verið frábær fyrirmynd ungu tónlistarfólki og tónskáldum. Þessa dagana er haldið upp á af- mæli Carters beggja vegna Atlants- hafsins, og m.a. frumflutt nokkur verk eftir hann. Á síðustu 20 árum hefur Carter samið fleiri verk, og jafnari að gæðum, að sögn gagn- rýnenda, en áður; „tónlist með létt- leika og andagift, sem helmingi yngra tónskáld væri hyllt fyrir“. Meðal kunnustu verka Carters er Strengjakvartett númer 5, en Paci- fica-kvartettinn, sem Sigurbjörn Bernharðsson leikur með, var í lið- inni viku tilnefndur til Grammy- verðlauna fyrir flutning á honum. Elliott Car- ter 100 ára Ný verk frumflutt á afmælistónleikum Elliott Carter Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LÍKLEGA vita fáir að Örn Árnason leikari á útgáfufyrirtæki undir nafn- inu Label. Fyrirtækið hefur aðallega sent frá sér efni fyrir börn og nýlega komu frá því þrír mynddiskar með barnaefni. „Ég vil ekki vera að kasta rýrð á þá sem gefa út talsettar er- lendar teiknimyndir, enda tek ég sjálfur þátt í því að tala inn á þær, en við erum ekki stór þjóð og mér finnst að það eigi að gefa út það barnaefni sem þó er verið að vinna,“ segir Örn. Diskarnir þrír heita; Selurinn Snorri og fleiri ævintýri með Leik- brúðulandi, Óvitar, upptaka á leik- ritinu Óvitunum sem sett var upp hjá Leikfélagi Akureyrar á árinu, og Íslenskar þjóðsögur og ævintýri sem er Erni sérstaklega hugleikinn. „Mér finnst þjóðsögurnar skemmtilegur arfur og það er orðin ákveðin hugsjón hjá mér að kynna komandi kynslóðir fyrir þeim. Ég hef orðið var við það að börn í dag þekkja ekki íslensku þjóðsögurnar, segir Örn sem er ekki hrifinn af því að fegra sögurnar í Disney-stíl. „Ævintýri eru bara svona og ef for- eldrar fara á taugum yfir því að börnin þeirra sjá nornina brennda á báli þá verða þau bara að útskýra fyrir þeim að þetta séu ævintýri og að þess vonda bíði alltaf makleg málagjöld.“ Örn sá enga ástæðu til þess að láta þjóðsagnaarfinn týnast og fannst því næsta skref að koma honum yfir á myndrænt form. „Við ætlum að reyna að bæta um betur og taka upp disk númer tvö í sumar, það er af nógu að taka. Ég er líka með þá hug- mynd að talsetja þjóðsagnadiskana á önnur tungumál. Mig langar að koma þeim á framfæri enda nokkuð sem við eigum séríslenskt.“ Kennslumyndband í leikjum Fleira er í deiglunni hjá Erni en hann stefnir að því að búa til kennslumyndband um barna- og fjölskylduleiki. „Þetta er hugmynd sem ég er búinn að fóstra lengi, en mig langar til að myndgera gömlu leikina, eins og fallna spýtu, stór- fiskaleik og hollí hú. Þessir leikir mega ekki týnast og við verðum að halda í menningu okkar og menning- ararf.“ hvá við, Gili … hvað? Flest þeirra kannast við einhverja Bakkabræður, en því miður hefur umræða nú- tímans um fjármál snúið Bakka- bræðrasöguna að útrásarvíkingum,“ Örn Árnason leikari gefur út þrjá mynddiska með barnaefni og stefnir á frekari útgáfu Áhugasamur Örn hefur gaman af öllu því sem íslenskt er. Á MORGUN verður ljós- myndasýningin Landslag #2 opnuð í listasalnum Tutti Bene, Skólavörðustíg 22b. Klængur Gunnarsson, nemi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sýnir þar sjálfstætt framhald af Landslagi #1 sem var til sýnis á opnunarsýningu Listasalarins Tutti Bene í ágúst í sumar. Ljósmyndir Klængs fjalla um leit að einhverskonar lands- lagi Reykjavíkur. Tutti Bene er sjálfstætt starfandi listasalur sem hefur hýst fjölmargar myndlistarsýningar frá opnun í sumar. Myndlist Klængur sýnir meira landslag Úr Landslagi #2 eftir Klæng. GERLA - Guðrún Erla Geirsdóttir, heldur fyr- irlestur í sýningarýminu 101 Projects í dag kl. 17.30. Fyrirlesturinn ber yf- irskriftina „Leitin að gleymdum kvensnillingum“ og þar verður gerð tilraun til að varpa ljósi á það hvers vegna svo fáar konur er að finna í listasögubókum. 101 Projects býður upp á fyrirlestur Gerlu í tengslum við yfirstandandi sýningu hollensku myndlistarkonunnar Mathilde ter Heijne, sem ber titilinn „Woman to go“ og stendur yfir til 21. desember. Myndlist Leitin að gleymdu kvensnillingunum Gerla Örn hefur gaman af því að skoða hvernig erlend ævintýri hafa þróast í íslenskum með- förum og nefnir hann sérstak- lega íslensku söguna um Surtlu í Blálandseyjum sem er íslenska útgáfan af Hans og Grétu. Í Surtlu í Blálandseyjum segir frá systkinunum Ingibjörgu og Sigurði sem eru börn kóngs og drottningar. Móðir þeirra deyr og giftist faðir þeirra aftur skessu í mannsham. Hún platar systkinin í kistu og sendir þau til Surtlu systur sinnar á Blálands- eyjum. Surtla ætlar sér börnin til matar en þau koma henni fyr- ir kattarnef. Börnin koma upp um stjúpu sína sem hlýtur mak- leg málagjöld, er sett aftan í ótemju sem slítur hana í sundur lim fyrir lim. Sagan af Surtlu í Blálandseyjum Börn í dag þekkja ekki íslensku þjóðsögurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.