Morgunblaðið - 12.12.2008, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
Eins og gengi erlendra gjaldmiðla er um þessarmundir, og mun sjálfsagt verða næstu árin, mátelja líklegt að Íslendingar hugi í auknum mæli
að ferðum hér innanlands. Og það þarf ekki að vera
slæmt – mér hefur alltaf þótt ankannalegt að hitta
landa sem hafa varla farið út fyrir Reykjavík en hafa
hins vegar ferðast vítt um heiminn. Þótt heimaalda
barnið hafi löngum verið talið heimskt, þá getur fólk
varla myndað sér skoðun á landsmálum og veigamikl-
um þáttum í umræðunni, eins og þeim sem snúa að um-
hverfisvernd og byggðastefnu, ef þeir þekkja ekki
landið sem þá ól.
Ég er nýkominn úr hringferð um Ísland. Sat reynd-ar sem fastast í bænum en var með úrvals far-
arstjóra. Fór í gegnum bókina Focus on Iceland, en í
henni eru 600 ljósmyndir eftir hinn góðkunna ljós-
myndara Rafn Hafnfjörð. Hvernig má koma 600 ljós-
myndum fyrir í bók, sem er þar að auki ekki í stóru
broti, kynni einhver að spyrja. Myndirnar eru ekki
stórar, fimm til átta í hverri opnu, og studdar knöppum
en vönduðum skýringartextum Ara Trausta Guð-
mundssonar. Þetta er handbók, gefin út á nokkrum
tungumálum, sem útskýrir fyrir þeim sem ferðast með
bókina hvað hann er að horfa á – og að hverju hann
ætti kannski að leita. En bókin gefur vetrarferðalangi
eins og mér líka hugmyndir um staði sem væri gaman
að sækja heim er birtir og hlýnar; vefur efni í drauma
um framtíðarleiðangra.
Íslendingar eru núna fátæk lítil þjóð, en Ísland erauðugt, fallegt stórt land, eins og sjá má í bókinni,“
segir Rafn. Land sem bíður þess að fólk uppgötvi það
betur. Hann bætir við að þetta verk megi skoða sem
eins konar dagbók hans; úrval mynda frá mörgum ár-
um, og ennþá fleiri ferðum um landið sem hann þekkir
svo vel.
Myndunum raðar Rafn þannig að hann fylgir okkur
lesendum hringinn, en hann á sér uppáhaldsstaði. „Eft-
irlætis svæðið mundi vera Mývatn og nágrenni, með
Öskju- og
Jökulsársvæðunum,“ segir hann. Og bætir við að eft-
irlætis viðfangsefnin séu háhitasvæðin, „sérstaklega
Hrafntinnusker og
nágrenni.“
Rafn er lærður prentari og fyrir rúmlega hálfri öld
var hann einn stofnenda Litla ljósmyndaklúbbsins. Það
var merkilegur félagsskapur sem fundaði reglulega í
mörg ár, og fékk viðurkennda ljósmyndara og lista-
menn til að gagnrýna þær myndir sem þeir tóku, og
halda fyrirlestra um myndlist. Á þessum tíma hóf Rafn
að taka sínar listrænu ljósmyndir. Náttúru Íslands hóf
hann markvisst að mynda um 1960, í þeim tilgangi að
kynna Ísland erlendis. Síðan á sjöunda áratugnum hef-
ur hann einnig sýnt myndir sínar reglulega hér heima
og erlendis.
Þrátt fyrir að Rafn verði senn átttræður er hann sí-
fellt á ferðinni og hefur haldið þeim sið að fara oft í sér-
staka myndatökuleiðangra, til dæmis á Lónsöræfi. En
hann viðurkennir að áhugamálin á ferðalögum séu
fleiri en myndatökurnar. „Oft er gott að grípa til veiði-
stangarinnar þegar þungskýjað er og rigning,“ segir
hann, en ljósmyndir Rafns af stangveiðimönnum og
veiðiám eru ekki síður rómaðar en aðrar nátt-
úrumyndir þessa góða fararstjóra. efi@mbl.is
Fátæk þjóð en auðugt land
» Bókin gefur vetrarferðalangi einsog mér líka hugmyndir um staði
sem væri gaman að sækja heim er
birtir og hlýnar; vefur efni í drauma
um framtíðarleiðangra.
Ljósmynd/Rafn Hafnfjörð
Við Hrafntinnusker Ein ljósmyndanna 600 í bók Rafns
Hafnfjörð sem fókuserar á Ísland.
AF LISTUM
Eftir Einar Fal Ingólfsson
Fáðu þér áskrift að
Morgunblaðinu á mbl.is/askrift
– notaðu tíman til að læra
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
skóla og námskeið
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað um
sunnudaginn
4. janúar 2009
Blaðið verður að venju
stórglæsilegt og kemur inn
á flesta þætti sem tilheyra
þessum flokki.
Í blaðinu verður fjallað um
menntun og þá fjölbreyttu flóru
sem í boði er fyrir þá sem vilja
auðga líf sitt og möguleika
með því að afla sér nýrrar
þekkingar og stefna því á nám
og námskeið.
Skemmtileg og fræðandi
námskeið fyrir börn og
fullorðna
Í skóla á ný eftir nokkur
ár á vinnumarkaði
Nýir og spennandi
námsmöguleikar
Skiptinám og
nám erlendis
Sérhæft nám
Símenntun
Endurmenntun
Listanám
Tölvunám
Kvikmyndaskólinn
Tómstundanámskeið
og almenn námskeið
Brottfall úr
framhaldsskólum
– meira eða minna?
Er aukin eftirspurn eftir
fjármálanámskeiðum?
Erlendir nemar á Íslandi
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
Meðal efnis verður :
Tekið er við
auglýsingapöntunum til
klukkan 16 föstudaginn
19. desember 2008.
Blaðið verður í sömu stærð
og Morgunblaðið.
Allar nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir í síma
569 1105 eða kata@mbl.is