Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ALLT að þreföldun, eða 200%
aukning, hefur orðið á beiðnum út-
lendinga um endurgreiðslu virðis-
aukaskatts vegna kaupa á varningi
hér á landi í desember sé miðað
við desember árið 2007.
Þetta staðfestir Helgi H. Jóns-
son, framkvæmdastjóri Global
Refund, sem sér um endurgreiðslu
virðisaukaskatts. Hann tekur þó
fram að ýmsar breytur geti haft
áhrif á tölurnar, t.d. tímabilið, en
200% aukningin miðast við töl-
urnar fram til 18. desember.
„Hafa þarf í huga að tímabilið er
30 dagar og þá getur haft áhrif
hvenær uppgjör þau, sem koma
frá endurgreiðslustöðum, eru
gerð,“ segir Helgi. „Þetta getur
þannig verið spurning um daga til
eða frá.“
28% samdráttur í kortasölu
„Það hefur orðið hátt í 28%
raunsamdráttur á innlendri
greiðslukortaveltu hjá okkur frá
því í fyrra eða um 10% samdráttur
að nafnvirði. Mynstrið er mjög
svipað og því ekki um það að ræða
að fólk sé seinna fyrir í innkaup-
unum,“ segir Haukur Oddsson,
forstjóri Borgunar hf., sem hefur
umboð fyrir m.a. Mastercard og
American Express á Íslandi.
Mikil aukning var í notkun
greiðslukorta í sama mánuði í
fyrra en þá jókst kortanotkun um
tæp 18% frá 2006. Haukur segir
það eflaust spila inn í minnkandi
kortanotkun að tæpir 13 millj-
arðar voru teknir út í reiðufé úr
bönkum landsins í október.
Eyða minna erlendis
„Umskiptin sem urðu í haust á
kortanotkun erlendis hafa haldist
áfram. Íslendingar eyða nú um
einum þriðja af því sem þeir
eyddu erlendis á föstu gengi,“ seg-
ir Haukur. Hann segir þó að út-
lendingar hafi eytt meiru hér á
landi og því hafi viðskiptajöfnuður
korta lagast, skekkjan sé um einn
fjórði af því sem hún var í fyrra.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Friðarganga Fjölmenni var í blysförinni niður Laugaveginn sem íslenskir friðarsinnar stóðu fyrir í gær, á Þorláks-
messu, 29. árið í röð. Óhætt er að segja að friðargangan sé fyrir löngu orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra.
Fá þrefalt meira endurgreitt
Íslendingar nota
greiðslukort mun
minna en í fyrra
„VIÐ vonum að með þessum dómi sé
málinu lokið,“ segir Ómar R. Valdi-
marsson, talsmaður Impregilo, en
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ís-
lenska ríkið í gær til þess að greiða
Impregilo rúma 1,23 milljarða kr.
vegna ofgreiddrar staðgreiðslu af
launum portúgalskra starfsmanna
sem ráðnir voru af starfsmannaleig-
um. Auk þess ber ríkinu að greiða um
600 milljónir kr. í dráttarvexti. Að-
spurður segir Ómar niðurstöðuna
ekki koma á óvart í ljósi þess að fallið
hafi hæstaréttardómur í september
2007 þess efnis að Impregilo væri
ekki vinnuveitandi umræddra portú-
galskra starfsmanna.
Að sögn Ómars hefur Impregilo
orðið fyrir talsverðu fjárhagstjóni
vegna málsins. Bendir hann á að Imp-
regilo hafi eftir niðurstöðu ríkisskatt-
stjóra 2005 greitt ríkissjóði stað-
greiðsluna með fyrirvara um að
fyrirtækið myndi leita réttar síns fyr-
ir dómstólum. „Síðan þá hefur gengi
íslensku krónunnar hríðlækkað,
þannig að 600 milljón kr. dráttarvext-
irnir duga ekki fyrir því gengistapi
sem fyrirtækið hefur orðið fyrir,“ seg-
ir Ómar og bendir jafnframt á að þar
sem Impregilo sé varla með neina
starfsemi á Íslandi lengur muni fyr-
irtækið vilja fara með umrædda fjár-
muni úr landi. Segist Ómar óttast að
ný lög um gjaldeyrisviðskipti geri það
að verkum að erfitt verði fyrir fyr-
irtækið að fara með peningana úr
landi. silja@mbl.is
Ríkið endur-
greiði Impregilo
1,23 milljarða
Í HNOTSKURN
»Ekki náðist í Árna Mathie-sen fjármálaráðherra
vegna málsins í gær.
»Böðvar Jónsson, aðstoð-armaður ráðherra, sagði
að ekki hefði gefist ráðrúm til
þess að skoða dóminn. Ekki er
búið að taka ákvörðun um það
hvort málinu verður áfrýjað.
Dráttarvextir um
600 milljónir
TALSVERT var um innbrot og
þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í
gær að sögn lögreglu. Höfðu 32 slík
mál verið tilkynnt lögreglu í gær-
kvöldi. Brotist var inn í bíla og
vörum hnuplað úr verslunum og
sagði varðstjóri meira um slíkar til-
kynningar nú en undanfarin ár.
Þannig hefðu margar tilkynningar
um búðahnupl borist og í ein-
hverjum tilvikum hefði lögreglunni
tekist að hafa hendur í hári þjóf-
anna og vörunum þá verið skilað.
Margir hefðu borið við peninga-
leysi þegar þeir voru krafðir um
skýringar á athæfinu.
jonpetur@mbl.is
Nokkuð um
innbrot og
þjófnaði
BREYTINGAR verða ekki gerðar á
ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar
fyrir áramót og að öllum líkindum
ekki fyrir landsfund Sjálfstæð-
isflokksins. Kom þetta fram í máli
bæði Geirs H. Haarde forsætisráð-
herra og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur utanríkisráðherra.
Breytingar á ríkisstjórninni eru þó
ekki útilokaðar á nýju ári að því er
greint var frá í fréttum ríkis-
útvarpsins.
Segir Ingibjörg eðlilegt að rík-
isstjórnarflokkarnir séu samferða í
uppstokkunarferlinu – sé á annað
borð um að ræða einhverjar breyt-
ingar sem máli skipti. Hún hafi
áskilið sér, strax við stjórnar-
myndun, þann rétt að gera breyt-
ingar á ráðherraskipan Samfylk-
ingarinnar og sá áskilnaður standi.
Engu breytt
fyrir áramót
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Geir H.
Haarde
TE- OG kaffiverslunarkeðjan
Whittard of Chelsea er gjaldþrota.
Endurskoðunarfyrirtækið Ernst &
Young, sem var skipað skiptaráð-
andi, hefur selt reksturinn til fjár-
festingarfélagsins EPIC. Baugur
keypti Whittard 2005 fyrir 21 millj-
ón punda. Um 950 manns starfa fyr-
ir Whittard of Chelsea, sem var
stofnað 1886 og hefur rekið 130
verslanir í Bretlandi.
Wittard
gjaldþrota
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út
mánudaginn 29. desember. Að
venju verður fréttaþjónusta á
fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is,
yfir jóladagana. Hægt er að senda
ábendingar um fréttir á netfangið
netfrett@mbl.is.
Áskriftardeild Morgunblaðsins
verður opin í dag, aðfangadag, frá
klukkan 7-13. Auglýsingadeild
blaðsins verður lokuð yfir jólin, en
opin milli níu og 12 sunnudaginn
28. des. Netfang auglýsingadeildar
er augl@mbl.is. Skiptiborð Morg-
unblaðsins verður lokað á að-
fangadag og jóladag en opið 28.
desember. Símanúmer Morgun-
blaðsins er 569-1100. Netfang rit-
stjórnar er ritstjorn@mbl.is.
Fréttavakt á
mbl.is um jólin
Hvaða erlendir ferðamenn
kaupa mest á Íslandi fyrir jólin?
Danir eru í efsta sæti, þá Norð-
menn, Bretar og Svíar. Banda-
ríkjamenn eru í fimmta sæti, því
næst Hollendingar, Þjóðverjar,
Frakkar, Færeyingar og í tíunda
sæti eru Kínverjar.
Í hvaða hópi hefur
fjölgað mest milli ára?
Marktækt fleiri Danir, Færeyingar,
Bandaríkjamenn, Hollendingar og
Kínverjar eru hér í ár.
Af hverju stafar aukningin í
hópi umræddra ferðamanna?
Lækkun íslensku krónunnar gerir
Ísland að fýsilegri áfangastað til
verslunarferða. Einnig spilar inn í
að markaðssetning íslenskra fyr-
irtækja og skipulagðar ferðir hafa
mikið að segja.
Má greina einhverja breytingu í
verslunarvenjum?
Já, því svo virðist sem hver ferða-
maður versli fyrir töluvert hærri
upphæð en áður. Þannig hefur
meðaltalsupphæðin sem skilar sér
í gegnum Global Refund-kerfið
hækkað um 35% á einu ári.
S&S
GOTT hljóð var í þeim kaupmönnum sem Morgunblaðið ræddi við í gær-
kvöldi til þess að heyra hvernig jólasalan hefði farið fram á Þorláksmessu.
„Ótrúlegt en satt að salan í desember í ár er svipuð og í fyrra,“ sagði Svava
Eyjólfsdóttir, einn eigenda Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar, og þakkaði
það helst því að jólaverslun Íslendinga hefði færst heim. „Það er búin að vera
ofsalega skemmtileg stemning hér í dag og mikið af fólki,“ sagði Hulda B.
Ágústsdóttir, einn eigenda Kirsuberjatrésins. Sagðist hún skynja það sterkt
að viðskiptavinir vildu kaupa íslenska hönnun. Undir það tók Guðrún Kristín
Sveinbjörnsdóttir, eigandi GuSt. „Dagurinn hefur verið alveg frábær,“ sagði
Henning Freyr Henningsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Sagði hann
eftirtektarvert að mun rólegra virtist vera yfir fólki og minna stress en í
fyrra. Tók hann fram að svo virtist sem landinn héldi ekki jafnfast um budd-
una þessa síðustu daga fyrir jól, alla vega væru kaupmenn almennt sáttir.
Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, sagði söluna góða
þótt vissulega gæti hún ekki nálgast hæðirnar fyrir ári.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Kaupmenn almennt sáttir
ALLS hafa sjö hross úr stóði á Kjal-
arnesi drepist, en um þrjátíu hross
til viðbótar eru sýkt og fá viðeigandi
meðhöndlun. Að sögn Gunnars Arn-
ar Guðmundssonar, héraðsdýra-
læknis Gullbringu- og Kjósarum-
dæmis, bentu fyrstu rannsóknir til
þess að um salmonellusýkingu væri
að ræða og frekari rannsóknir hafa
ýtt frekar undir grunsemdir manna
þess efnis þótt ekki hafi enn verið
hægt að staðfesta það endanlega.
Aðspurður hvernig hrossin hafi
smitast segir Gunnar að um hópsmit
sé að ræða, þau hafi hugsanlega get-
að smitast með fóðri, en verið er að
skoða allar mögulegar smitleiðir.
Hestarnir hafa verið fóðraðir úti við
eyðibýlið Norðurgröf á Kjalarnesi.
Dauf og lystarlítil
Spurður um einkenni salmonellu-
smits segir Gunnar að hrossin fái
hita, sýni deyfð, þjáist af lystarleysi
og niðurgangi. Grunur manna um
sýkingu vaknaði fyrst sl. sunnudag
þegar dautt hross fannst í haganum
og aðrir hestar reyndust slappir. Í
framhaldinu voru hrossin sl. mánu-
dag flutt í fimm hesthús í Mosfells-
bænum enda var veðurútlit vont og
margir hestanna veikir.
Aðspurður segir Gunnar að hross-
in ættu að geta jafnað sig af sýking-
unni á næstu dögum og því ætti það
að skýrast fyrir áramót hvort öll
sýktu hrossin lifi af, en góðar líkur
séu til þess. silja@mbl.is
Sjö hross dauð
vegna sýkingar
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Sýking Næstu dagar skera úr um
hvernig sýktu hrossunum reiðir af.