Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í DESEMBER hafa staðið yfir samn- ingaviðræður á milli skilanefndar gamla Landsbankans, NBI hf. (Nýja Landsbankans) og LÍÚ, fyrir hönd allra sjávarútvegsfyrirtækja sem voru með afleiðu- og gjaldmiðla- skiptasamninga við Landsbankann áður en hann fór í þrot. Viðræðunum er eftir því sem næst verður komist ólokið, en samkvæmt heimildum voru í kringum 30 útgerðarfyrirtæki í við- skiptum af þessu tagi við Landsbank- ann. Mörg þeirra nýttu slíka samninga til að verja sjóðstreymi sitt, þ.e. til að festa framlegð af veiðum og vinnslu. Óvissa um hvernig eigi nú að fara með þessar kröfur á fyrirtækin hefur leik- ið þau grátt að undanförnu, enda erf- itt að áætla rekstrargrundvöll þeirra til framtíðar, á meðan óvissan varir. NBI veitir lán til uppgjörsins við gamla Landsbankann Árni Þór Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs NBI, segir viðræðurnar snúast um að hinn nýi banki, fyrir hönd sjávarútvegsfyr- irtækja sem skulda gamla Lands- bankanum skv. afleiðusamningum, kaupi allar umræddar kröfur í einu lagi. Tilboðið fjármagnar NBI með lánum til umræddra fyrirtækja, bæði þeirra veikari og þeirra sterkari. Gagnvart fyrirtækjunum er gert ráð fyrir að NBI fjármagni hluta upp- gjörsins en hluta munu félögin stað- greiða að sögn Árna. Ekki er því um að ræða neina niðurfellingu skulda af hálfu NBI hf. Samningar upp á 16 milljarða Upphæð tilboðsins sem gamli bankinn fær í kröfurnar verður metin út frá hámarksinnheimtanleika þeirra, miðað við greiðslugetu útgerð- anna til lengri tíma. Heildarupphæð afleiðusamninga gamla Landsbankans við sjávarút- vegsfyrirtækin er nú um 16 milljarðar króna, en var um átta milljarðar við fall bankanna í október. Viðræðurnar snúast í grófum dráttum um það hvaða hlutfall skuldastöðunnar eigi að gera upp, svo ljóst er að verði tilboð- inu tekið verður ekki gengið í fulla innheimtu ýtrustu krafna samkvæmt afleiðusamningunum, af hálfu gamla Landsbankans. Ljóst þykir skv. heimildum Morg- unblaðsins að verði þær innheimtar til fulls leiði það til gjaldþrots einhverra útgerðarfyrirtækja. 16 milljarðar af samningum við útgerðir Morgunblaðið/Ómar Í höfn Útgerðir vilja takmarka tjón sitt af afleiðusamningum við banka. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is UMRÆÐAN um efnahagskreppuna fer illa í þá sem eru veikir fyrir þótt ekki hafi mikið breyst í þeirra umhverfi, að sögn Valgerðar Rúnars- dóttur, yfirlæknis á Vogi. „Við höfum að öðru leyti ekki orðið vör við að ástandið hafi haft áhrif. Við vitum þó ekki hvort þetta á eftir að koma fram.“ Valgerður telur að þeir erfiðu tímar sem nú fara í hönd geti aukið á vanda kvenna með fíkni- sjúkdóma þar sem þær feli drykkju og aðra neyslu í meiri mæli en karlar. Konur fá lyf við afleiðingunum „Þær fá alls konar meðferð og lyf við þung- lyndi og svefntruflunum sem í mörgum tilfellum eru afleiðingar drykkju og neyslu á ólöglegum vímuefnum eða lyfjaneyslu. Það er eins og það sé auðveldara að sinna afleiðingunum hjá kon- um heldur en að ráðast gegn rót vandans. Þær taka oftar lyf en karlar, sem í sjálfu sér er enn auðveldara að fela,“ segir Valgerður. Ástæðan fyrir því að konur eru oftar settar á lyf en karlar kann að mati Valgerðar að vera sú að þær leiti kannski frekar eftir aðstoð en þeir og beri upp einkenni við lækna. Flækja sem vindur upp á sig „Einkennin eru hins vegar afleiðingar grunn- vandans sem þær leita sér ekki hjálpar við. Sumar eru kannski komnar í erfiða félagslega stöðu og leita sér þá kannski fyrst hjálpar. Aðr- ar leita sér kannski ekki aðstoðar vegna annars en kvíða, þunglyndis og svefntruflana. Stundum eru þær komnar með margar tegundir af geð- lyfjum, ýmist til þess að ná sér upp eða róa sig niður. Í sumum tilfellum blanda þær saman örv- andi og róandi lyfjum. Þetta getur orðið mikil flækja sem vindur upp á sig.“ Þriðjungur þeirra sem leggjast inn Konur eru nú þriðjungur þeirra sem leggjast inn á Vog og hefur hlutfall þeirra aukist jafnt og þétt. „Sennilega er hlutfall kvenna sem hafa áfengissýki hærra en það eru ekki fleiri sem koma í meðferð,“ segir Valgerður. Hún leggur áherslu á nauðsyn þess að horfa á grunnvandann til þess að vandamál kvenna verði ekki enn meiri í því ástandi sem nú ríkir. „Það þarf að taka á vanda kvenna á allt annan hátt en gert hefur verið ef um er að ræða fíknisjúkdóma.“ Aukinn vandi kvenna sem fela drykkju ÞAÐ ER óneitanlega fallegt ásýndar þetta glitský sem hér ber við Húsavík- urkirkju á Þorláksmessu. Á Húsavík urðu menn varir við skýið strax í morgun og kom það aftur í ljós seinnipartinn. Glitský eru langalgengust í desember og janúar og myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu. Þau sjást helst um sólarlag eða sólaruppkomu og er litadýrð þeirra mjög greinileg þar sem þau eru böðuð sólskini jafnvel þó að rökkvað sé. Glitrar ský á himnum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson VEGNA fráfalls Halldóru Eld- járn, fyrrverandi forsetafrúar, hefur forsætis- ráðherra sent fjölskyldu henn- ar samúðar- kveðjur. Jafnframt hef- ur verið ákveðið, að höfðu samráði við fjölskylduna, að útför frú Hall- dóru Eldjárn fari fram á vegum rík- isstjórnarinnar. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem send var frá forsætisráðuneytinu í gær. Útför Hall- dóru á vegum ríkisstjórnar Halldóra Eldjárn TAL hefur gert samning við Sím- ann um að frá og með áramótum hafi viðskiptavinir Tals aðgang að dreifikerfi Símans. Fram til þessa hefur Tal, sem er í 51% eigu Teym- is, haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi en jafnframt haft reikisamning við Símann, með milligöngu Vodafone. Póst- og fjar- skiptastofnun úrskurðaði nýlega að slíkir samningar með milligöngu þriðja aðila væru óheimilir. Forsvarsmenn Tals þurftu því að velja á milli dreifikerfa þeirra aðila sem eru í rekstri og niðurstaðan var að ganga til samninga við Sím- ann, að því er segir í tilkynningu frá Skiptum. 3G Með tilkomu 3G-tækninnar mun farsímamenning landsmanna taka enn eitt stökk í átt til framtíðar. Tal tengist dreifikerfi Símans EKKI hefur enn verið gengið frá samningum milli Austurhafnar og Landsbankans um framtíð tónlist- arhússins. „Þetta skýrist vonandi fljótlega eftir áramót,“ segir Stefán Hermannsson framkvæmdastjóri Austurhafnar, en hlutverk félags- ins sem er í eigu ríkis og borgar er að tryggja að tónlistarhúsið rísi og komist í rekstur. Unnið hefur verið í húsinu fram að síðustu helgi og hefur verið um hefðbundnar byggingafram- kvæmdir að ræða að sögn Stefáns, en verktakinn er nú kominn í jólafrí til 6. janúar. annaei@mbl.is Framtíð húss- ins enn óljós Hvað vilja útgerðarmenn? Þeir telja nauðsynlegt að ná sam- komulagi um uppgjör afleiðusamn- inga og hafa að undanförnu þrýst á að kröfur vegna þeirra verði jafnvel felldar niður. Forsendur þeirra séu brostnar. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði í samtali við Morgunblaðið á fimmtudaginn að meta þyrfti hvernig samningarnir stæðu í ljósi gjörbreyttra aðstæðna. Fyrirtækin ættu ýmist inni fé eða skulduðu eftir atvikum. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, svaraði því til að ekki kæmi til greina að fella niður kröfur. „Það er alveg á hreinu,“ sagði Árni. Vaknar því sú spurning hvort ólík stefna gildi hjá skilanefndunum. S&S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.