Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Þegar hvolpakjáninn hannOttó fór með jólapakka tilbróður síns hér um áriðátti eigandinn, Kristján Svan Kristjánsson, ekki von á því að sá stutti myndi setja mark sitt á jólahald húsráðenda með jafn af- gerandi hætti og raun varð. Allt fram að þessu hefur athæfi hvutta verið leyndarmál þeirra félaga, sem fyrst núna treysta sér til að létta á samvisku sinni. „Eigendur Lappa, bróður Ottós, hafa alltaf komið með hundinn í heimsókn fyrir jól til að færa Ottó pakka og við höfum auðvitað viljað endurgjalda gjöfina,“ byrjar Krist- ján söguna. „Eitthvert fyrstu ár- anna fórum við Ottó til þeirra og var boðið inn þar sem ég þáði kaffi og kökur. Á meðan fór Ottó inn í stofu að leika við bróður sinn.“ Kristján hafði ekki setið við kaffiborðið lengi þegar honum brá í brún. „Allt í einu sé ég hvar Ottó stendur undir jólatrénu og er að merkja sér alla pakkana mjög gaumgæfilega. Konan tók ekkert eftir þessu og ég þorði ekki að segja neitt heldur sat bara frosinn. Ottó var hins vegar mjög ánægður en ég dreif mig með hann heim býsna fljótlega.“ Sækir eigin pakka Hann segist ekki hafa treyst sér til að ljóstra upp um þessi ósköp fyrr, en telur nú að nógu langt sé um liðið til að uppátæki seppa verði fyrirgefið. „Það er orðið svo langt síðan að ég held að þetta skipti engu máli lengur. Þarna voru þeir bræður um eins árs en eru núna tæplega þrettán. Enn í dag hittast þeir einu sinni á ári til að færa hvor öðrum jólapakkana og slást þá hvor við annan, gömlu hundarnir.“ Kristján segir enga hættu á að Ottó taki upp á slíkum óskunda í dag. „Það er búið að kenna honum hundasiðina, alla vega þannig að hann mígi ekki á jólapakkana,“ segir hann hlæjandi. Ottó er annars mikið jólabarn, að sögn eigandans. „Hann er alltaf rosalega spenntur og það er greini- legt að hann man alveg eftir þessu frá ári til árs. Hann fær alltaf sína pakka og yfirleitt er eitthvert hundadót og -nammi í þeim sem hann þekkir á lyktinni. Svo hann getur hreinlega sótt þá sjálfur þeg- ar honum er boðið að gera svo vel.“ Og ekki er síður gert vel við þann fjórfætta í mat yfir hátíð- arnar. „Hann fær vænan lambabita enda finnst honum mannamatur mun betri en sinn eigin.“ Óhefðbundnar jólagjafamerkingar Morgunblaðið/Ómar Góður hundur Ottó lætur eiganda sinn og félaga, Kristján, núorðið alveg um að merkja jólagjafirnar, og þá með hefðbundum hætti. „Enn í dag hittast þeir einu sinni á ári til að færa hvor öðrum jóla- pakkana og slást þá hvor við annan, gömlu hundarnir.“ Það er þekkt að blessuð börnin eigaerfitt með að bíða eftir því að stórastundin renni upp þegar opna májólapakkana. Að gæludýrin deili þessari óþreyju með krakkakrílunum er hins vegar óvenjulegra, en það hefur Marteinn Tryggvason Tausen fengið að reyna á kis- unum sínum. „Við förum alltaf í jólamessuna kl. 18 niðri í Dómkirkju,“ segir hann en eins og gefur að skilja þurfa ferfættu vinirnir að finna sér eitt- hvað til dundurs á meðan eigendurnir hlýða á guðsorðið. Og það gerðu þeir svo um munaði fyrir nokkrum árum. „Þegar við komum heim var jólapappír og bönd úti um alla íbúð,“ heldur hann áfram. „Það var greinilegt að kisurnar höfðu ákveðið að vera ekkert að bíða eftir okkur með að opna pakka, heldur rump- uðu þessu af á meðan við vorum í messunni.“ Þegar betur var að gáð kom í ljós að kett- irnir vissu sínu viti. „Það skemmtilega var að þeir opnuðu bara pakka sem voru til þeirra sjálfra. Þeir höfðu þá runnið á lyktina enda var þurrkaður fiskur eða eitthvert katta- snakk í pökkunum sem þeir voru spenntir fyrir.“ Fær aðstoð við innpökkun Marteinn hefur átt ketti alla sína „hunds- og kattatíð“ og er í dag formaður Kynjakatta, sem er Kattaræktafélag Íslands. Í dag á hann tvær kisur, Slagbrand sem er „venju- legur, bröndóttur köttur“ ættaður úr Katt- holti og kominn til ára sinna, hefur enda lifað þau tólf. Romsa er hins vegar af Cornish Rex-kyni. Þau Slagbrandur og Romsa hafa tekið sinn þátt í jólahaldinu og t.a.m. notið þess að „að- stoða“ eigendur sína við innpökkun jólagjafa. „Maður fær ansi mikla hjálp sem getur verið fullmikið af því góða,“ segir Marteinn hlæj- andi. Þá hefur kettlingum, sem hann hefur ræktað, stundum fundist jólatréð fullspenn- andi en hingað til hefur tekist að afstýra stór- felldum vandræðum af þeim sökum. „Ég átti líka alltaf ketti sem krakki og við áttum það sameiginlegt, mannfólkið og kett- irnir, að jólaandinn helltist yfir okkur þegar pabbi var í eldhúsinu að búa til rjúpnasósuna. Þessi sósa var uppáhaldið hjá okkur öllum. Pabbi var að dunda við þetta frá hádegi á að- fangadag og allir fengu að smakka hvernig sósan þróaðist. Þetta var líka uppáhalds- matur kattanna.“ Í dag reynir Marteinn að fara sæmilega skynsamlega leið við að velja jólamat fyrir kisulórurnar. „Það er ekki gott að gefa dýr- unum eitthvað sem þau eru óvön að éta því þá er hætta á að þau fái í magann. Kisunum mínum finnst fiskur alveg ótrúlega góður þannig að hann er yfirleitt jólamaturinn þeirra.“ Með nef fyrir góðum gjöfum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundvís Slagbrandur og Romsa eiga eflaust eftir að aðstoða Martein við að opna pakkana í ár. „Það var greinilegt að kisurnar höfðu ákveðið að vera ekkert að bíða eftir okkur með að opna pakka, heldur rumpuðu þessu af á meðan við vorum í messunni.“ Jólaafglöp ferfættra fjölskylduvina Loðnir og fiðraðir vinir mannsins eiga það til að setja mark sitt á jólahaldið, oft með óvæntum hætti. Þannig getur það gerst á bestu bæjum að kisi komist í rjúpurnar, hvutti velti um jólatrénu eða páfagaukurinn yfirgnæfi útvarpsmessuna með eigin jólasöng. Í flestum tilfellum eru jólaafglöp gæludýranna þó af saklausara taginu og til þess fallin að búa til skemmtilegar minningar sem síðar má orna sér við, eins og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir komst að í samtali við tvo gæludýraeigendur. ben@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.