Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 ... gleðilegrar hátíðar! Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is UM 1.800 Íslendingar njóta sólar og sumaryls á Kanaríeyjunum Kanarí og Tenerife um jól- og nýár á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Eru það um 700 færri en í fyrra. Um 300 manns fara hins vegar á vegum ferðaskrifstofanna í skíða- ferðir til Austurríkis og Ítalíu yfir hátíðarnar eða svipaður fjöldi og í fyrra. Jólin voru seld í sumar Tómas Gestsson, framkvæmda- stjóri Heimsferða, segir að á þeirra vegum dvelji rúmlega 200 manns á Kanaríeyjum um jólin. Í fyrra voru þeir sem sleiktu sólina fyrir sunnan nær tvöfalt fleiri, að sögn Tómasar. „Það getur verið að fleiri vilji vera heima með fjölskyldunni um jólin en það virðist sem fólk vilji komast í sól- ina eftir jól því þá er þokkalega bók- að,“ greinir Tómas frá. Hann segir talsverðan fjölda þeirra sem héldu utan nú fyrir jólin hafa verið búinn að greiða fargjaldið áður en kreppan skall á. Margrét Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri tekjustýringar hjá Ferðaskrifstofu Íslands, sem er móðurfélag Úrvals-Útsýnar, Plús- ferða og Sumarferða, segir að á þeirra vegum séu nú um 1.500 manns á Kanaríeyjum eða 500 færri en í fyrra. Hún segir flesta hafa verið búna að kaupa farmiðana fyrir októ- ber. „Jólin voru seld í sumar,“ segir hún. Þorsteinn Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Ís- lands, segir að á þeirra vegum hafi í fyrra verið flogið fjórum sinnum í viku til Kanaríeyja á háannatíman- um yfir veturinn. Samtals hafi um 7.000 manns dvalið á Kanarí og Te- nerife í fyrravetur. Miðað við bók- anir nú sé hins vegar gert ráð fyrir því að Kanaríeyjaförum fækki um helming. Á vegum Vita, sem er samstarfs- aðili Vildarklúbbsins, eru um 100 manns á Kanaríeyjum um jólin, að sögn Helga Eysteinssonar, fram- kvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar. Um 1.800 í sól á Kanaríeyj- um og 300 á skíðaferðalagi 700 færri til Kan- aríeyja um jólin heldur en í fyrra AP Sveinki á siglingu Við strendur Kanaríeyja ferðast jólasveinninn um á seglbretti til þess að komast leiðar sinnar. Þessi mynd var tekin undan ströndum eyjunnar Lanzarote sem tilheyrir Kanaríeyjaklasanum. Í HNOTSKURN »Bókunum hjá Ferðaskrif-stofu Íslands í Kanarí- eyjaferðir í vetur hefur fækk- að um helming miðað við í fyrra. »Kanaríeyjafarar voru um7.000 í fyrravetur en verða líklega um 3.500 í vetur. Á MILLI 30 og 40 einstaklingar hafa leitað til Ráðgjafarmiðstöðvar Land- spítala vegna kvíða, depurðar, sekt- arkenndar eða annarra álagsein- kenna í tengslum við þróun fjármála á Íslandi. Miðstöðin, sem er til húsa á Eiríksgötu 5, var opnuð fyrri hluta október síðastliðins. Nú er leitað leiða til að ná til fleiri einstaklinga, að sögn Engilberts Sig- urðssonar, yfirlæknis á geðsviði Landspítalans. „Við höfum spurt þá sem nýtt hafa sér þjónustuna hvort þeir telji að hópfræðslufundir í hlutlausum sal muni gera sama gagn. Af þeim svör- um sem við höfum þegar fengið virð- ast margir vera á því. Þeir sem hafa komið hafa verið ánægðir með þjón- ustuna en það kann að vera að við náum til fleiri ef við breytum form- inu,“ segir Engilbert. Á geðdeild Landspítalans og á heilsugæslustöðvunum hefur haustið að jafnaði verið rólegra en fyrri haust að undanskildum nokkrum toppum að sögn Engilberts. „Al- mennt hefur félagslegi þátturinn kannski vegið heldur þyngra hjá okkar skjólstæðingum en hann hefur gert.“ Yfirlæknirinn kveðst eiga von á erfiðu vori. „Það þarf engan sérfræð- ing til að átta sig á því að með breytt- um atvinnumálum og fjármálum heimilanna eru þúsundir Íslendinga undir auknu álagi.“ ingibjorg@mbl.is Tugir hafa fengið hjálp vegna álags Leita leiða til þess að veita fleirum ráðgjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.