Morgunblaðið - 24.12.2008, Page 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Óskum aðildarfélögum okkar,
viðskiptavinum og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Staðlaráð Íslands
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
Á FUNDI stjórnar Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna (LÍN) voru í
gær afgreiddar umsóknir um neyð-
arlán. Fyrir stjórnarfundinum lágu
115 umsóknir. Samþykktar voru sjö
umsóknir, 13 bíða eftir að frekari
gögn berist sjóðnum og 95 umsókn-
um var hafnað. Ástæður fyrir sam-
þykki þeirra umsókna sem voru af-
greiddar eru, að sögn Ástu
Þórarinsdóttur, setts framkvæmda-
stjóra LÍN, m.a. að meðlags- eða
fæðingarorlofsgreiðslur frá Íslandi
höfðu rýrnað verulega vegna geng-
isfalls krónunnar, umtalsverðar taf-
ir á millifærslu gjaldeyris milli
landa og til lánþega í fjarnámi eða
skiptinámi erlendis, sem ekki féllu
undir breytingar á úthlutunar-
reglum sem lutu að því að koma til
móts við skiptinema.
Neyðarlán að uppfylltum
vissum skilyrðum
„Þessi grein var til í reglunum áð-
ur en var aðeins breytt til að víkka
hana út þannig að hún næði betur
yfir ástandið í haust,“ segir Ásta og
vísar þar til greinar 4.9 í reglum um
neyðarlán til íslenskra námsmanna.
Útvíkkun á þessari reglu á að verða
til þess að námsmenn í sárri neyð
geta fengið neyðarlán að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. „Fram að
þessu hefur hún verið notuð í al-
gjörri neyð við óvenjulegar að-
stæður þegar ekki hefur verið hægt
að taka á þeim annars staðar í lána-
sjóðskerfinu. Nú var henni breytt á
miðju ári sem er óvenjulegt, venju-
lega eru reglur settar að vori og
gilda fyrir komandi skólaár,“ segir
Ásta.
Ástæðuna fyrir því að greinin var
útvíkkuð segir hún hafa verið erf-
iðar aðstæður í íslensku efnahagslífi
og horft er til þess hvernig þær
hafa áhrif á námsmanninn núna.
Fallandi króna hækkar
lánin umtalsvert
Lán frá LÍN eru veitt í mynt
hvers námslands og fá námsmenn
greitt út námslán miðað við gengi á
útborgunardegi. Lækkandi gengi
krónunnar hefur því þau áhrif að
námslán til námsmanna erlendis
hafa hækkað umtalsvert frá því sem
gert var ráð fyrir í haust. Hins veg-
ar fara margir námsmenn erlendis
þá leið að fá yfirdráttarlán á Íslandi
á meðan beðið er úthlutunarinnar
frá LÍN. Yfirdráttarlánin hafa að
sjálfsögðu rýrnað með fallandi
gengi krónunnar en neyðarlánin
gilda ekki fyrir þau tilfelli. „Bank-
arnir fengu sérstök tilmæli um að
endurskoða námsáætlun náms-
mannanna og yfirdráttarlánið átti
að hækka í samræmi við þá endur-
skoðun,“ segir Ásta. „Ef menn hafa
lent í vandræðum með það eða af
einhverjum öðrum aðstæðum, eins
og kostnaði vegna vandræða með
millifærslur, missis húsnæðis eða
slíks, geta þeir leitað til okkar, en
gengisfall krónunnar sem slíkt á
ekki að hafa áhrif.“
Umsóknir áfram skoðaðar
eftir því sem þær berast
Ásta bendir þó á að verið sé að
skoða aðstæður fólks sem hefur
reitt sig á tekjur frá Íslandi, eins og
t.d. meðlag eða fæðingarorlof sem
hafi rýrnað með falli krónunnar.
Hún segir að mál hafi verið skoðuð
jafnt og þétt, í fyrstu hafi verið
skoðaðar 80 umsóknir en frekari
gögn til staðfestingar á umsóknum
hafi verið að berast alveg fram á
þennan dag. „Þess vegna höfum við
ekki verið tilbúin að afgreiða fyrr en
núna,“ segir Ásta.
Sjóðurinn mun halda áfram að af-
greiða umsóknir eftir því sem þær
berast og hægt verður að sækja um
neyðarlán á meðan þessar úthlut-
unarreglur eru í gildi en þær verða
að venju endurskoðaðar í vor.
Þess má að lokum geta að jóla-
fundur Sambands íslenskra náms-
manna erlendis (SÍNE) heldur ár-
legan jólafund sinn mánudaginn 29.
desember kl. 17 í Norræna húsinu.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Ódýr orka Námsmenn eru nú í jólafríi og margir þeirra nýta sér þá orku sem í þeim býr til að komast á milli staða.
Þó fer engum sögum af því hvort hér er námsmaður á ferð á hinum reykvíska Laugavegi nýliðinn dag í desember.
Sjö samþykktar – 95 hafnað
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur afgreitt 115 umsóknir um neyðarlán
Enn beðið gagna vegna þrettán umsókna Neyðarlánin ná ekki yfir gengistap
Síðasti úthlutunardagur jólaað-
stoðar Hjálparstarfs kirkjunnar,
Reykjavíkurdeildar Rauða kross Ís-
lands og Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur var í gær.
Í ár voru um 2.700 umsóknir af-
greiddar. Gert er ráð fyrir 2,5 ein-
staklingum á bak við hverja umsókn
og reiknast umsjónarmönnum því til
að um 2,1% landsmanna hafi þegið
hjálpina þessi jólin.
Þetta hlutfall var hins vegar öllu
hærra á Suðurnesjum. 3,38% þeirra,
eða 725 manns, sendu samanlagt inn
290 umsóknir. Þess vegna komu
10,8% allra umsókna sem bárust frá
Suðurnesjunum.
Hlutfall heimila sem nutu að-
stoðar var þó hæst í Reykjavík, það-
an bárust 1.757 umsóknir. Þar nutu
4,2% heimila aðstoðarinnar.
Fleiri sjálfboðaliðar en áður
Afgreiðslan gekk afar vel í ár, að
því er segir í tilkynningu, en starf-
semin var hýst án endurgjalds í hús-
næði í eigu Straums. Þar var bið-
stofa svo enginn þurfti að bíða
utandyra.
Sjálfboðaliðar voru líka fleiri þetta
árið en oft áður, svo ekki þurfti að
vinna fram á kvöld til að skipuleggja
næsta dag.
2,1% fékk
jólaaðstoð
á þessu ári
Um 11% umsókna
voru af Suðurnesjum
ALLS voru lesnar upp 2.710 jóla-
kveðjur á Ríkisútvarpinu í gær,
Þorláksmessu. Eru það 100 fleiri
kveðjur en fyrir síðustu jól, að sögn
Þorsteins Þorsteinssonar, markaðs-
stjóra RÚV. Um áratugalanga hefð
er að ræða í RÚV, allt frá því kring-
um árið 1935.
Til að ljúka lestrinum á skikk-
anlegum tíma í gær hófst hann fyrr
en venjulega, eða kl. 9 að morgni,
og náði að klárast fyrir miðnættið.
Hvert orð í kveðjunni kostaði nú
tæpar 250 krónur, og segir Þor-
steinn að hækkun á milli ára sé í
takt við þróun verðlags. Hann upp-
lýsir ekki um tekjurnar, nema að
kveðjurnar séu dágóð búbót, en
miðað við meðallengd á kveðju og
eina birtingu má gróflega ætla að
RÚV hafi náð að hala inn 15-16
milljónum króna á lestrinum.
bjb@mbl.is
Nærri 3.000
jólakveðjur
FJÖLMENNI var við opnun málverkasýningar í Sparisjóði Siglufjarðar í
gær. Eins og við var að búast vakti myndin Konur í síldarvinnu eftir Gunn-
laug Blöndal mesta athygli. Nú eru 60 ár síðan verkið var sett upp í Út-
vegsbankanum á Siglufirði. Þegar Glitnir lauk starfsemi sinni þar 2006
hvarf verkið sjónum Siglfirðinga. Það er nýlega komið alla leið frá New
York og hefur Nýi Glitnir góðfúslega lánað verkið aftur á heimaslóðir.
Síldarkonurnar komnar heim
Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson
Í grein 4.9 í reglum um aukalán
vegna röskunar á stöðu og högum
námsmanna segir m.a. að heimilt
sé að veita námsmanni aukalán
sem samsvarar framfærslu fyrir
allt að 7 alþjóðlegar námseiningar
(ECTS) fyrir námsmann á Íslandi
og 14 ECTS-einingar fyrir náms-
mann erlendis. Námsmenn þurfa
að sækja sérstaklega um aukalán,
en þau eru ætluð námsmönnum „í
sárri neyð og verður hvert tilvik
metið af stjórn sjóðsins. Á þetta
við þegar námsmanni verður
vegna alvarlegra veikinda, örorku
sinnar, framfærslu barna sinna
eða maka eða af öðrum ástæðum
illmögulegt að stunda nám sitt að
fullnýttri lánsheimild.“
Í frétt á vef menntamálaráðu-
neytis um aðgerðir vegna erfiðrar
stöðu íslenskra námsmanna er-
lendis segir m.a.: „Hafi orðið ófyr-
irsjáanleg röskun á stöðu og hög-
um lánþega við nám erlendis verði
heimilt að veita honum aukalán
sem samsvarar framfærslu allt að
tveggja mánaða. Eftir sem áður
eigi lánþegar við nám á Íslandi rétt
á sambærilegu aukaláni sem sam-
svarar framfærslu eins mánaðar.“
Þá segir jafnframt í fréttinni að
ráðstöfunin sé gerð með breytingu
á áðurnefndri grein 4.9 í úthlut-
unarreglum Lánasjóðs íslenskra
námsmanna.
Í sömu frétt er tiltekin hækkun á
vaxtastyrk vegna aukins fjár-
magnskostnaðar við töku yfir-
dráttarlána. Þar segir: „Hér er um
styrk að ræða en ekki lán, sem
greiddur er út með námslánum.
Vaxtastyrkur við útborgun lána
verði hækkaður úr 250 kr. í 400 kr.
fyrir hverja ECTS-einingu sem lok-
ið er. Námsmaður sem lýkur fullu
námi á skólaárinu fái þannig styrk
að fjárhæð 24 þús. kr. í stað 15
þús. kr. áður.“
Loks er í frétt menntamála-
ráðuneytisins komið inn á að tekið
verði tillit til tekjutaps þeirra sem
greiða af námslánum. „Greiðendur
námslána sem verða fyrir 20-30%
tekjufalli milli áranna 2008 og
2009 eigi kost á lækkun tekju-
tengdrar afborgunar haustið
2009, og þeir sem verða fyrir
tekjufalli umfram 30% geti fengið
tekjutengdu afborgun ársins fellda
niður að fullu. Almennt er greið-
endum námslána gert að greiða
3,75%-4% af heildartekjum und-
angengins árs í afborganir af
námslánum sínum. Með breyting-
unni er leitast við að koma til móts
við þá sem verða fyrir verulegum
tekjumissi milli ára.“
Tilhliðrun yfirvalda gagnvart námsmönnum