Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 22
22 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Sjúkranuddstofan Moonstartherapy Anton Wurzer Síðumúla 15 108 Reykjavík Sími/Fax 588 1404 Gsm 895 9404 Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. ✯Heilnudd - Body Massage✯Bakmeðferð - Back and Spine Therapy ✯Bandvefsnudd - Connective Tissue Massage✯Sogæðameðferð - Lymphdrainage ✯Svæðanudd - Feetreflexzone Therapy ✯Ristilnudd - Colon Massage✯Orkumeðferð - Acupoint Massage ✯Kneipp Vatnsbunumeðferð - Kneipp Watergushes ✯Rytmanudd - Rhythmical Massage ✯Thai Massage✯ Moonstartherapy ✯ Moonstartherapy ✯ Moonstartherapy ✯ Moonstartherapy Moonstartherapy✯Moonstartherapy✯Moonstartherapy✯Moonstartherapy M oo ns ta rt he ra py ✯ M oo ns ta rt he ra py ✯ M oo ns ta rt he ra py ✯ M oo ns ta rt he ra py ✯ M oo ns ta rt he ra py M oonstartherapy ✯ M oonstartherapy ✯ M oonstartherapy ✯ M oonstartherapy ✯ M oonstartherapy Takið þátt í baráttunni; hjálpið TARGET TARGET eru mannréttindasamtök stjórnað af Ruediger Nehberg. Hann hefur ásamt konu sinni barist árum saman gegn umskurði kvenna um allan heim. Heimsækið heimasíðuna okkar og leggið okkur lið! www.target-nehberg.de ✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯✯ Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FORRÁÐAMÖNNUM geðdeildar Sjúkrahússins á Ak- ureyri (FSA) er gert að skera niður um 6% í rekstri á næsta ári, alls 17,5 milljónir króna. Yfirlæknir göngu- deildar geðdeildarinnar segist hafa miklar áhyggjur vegna þess að ekki verði hjá því komist að draga úr þjón- ustu; geðdeildin hafi ekki getað sinnt eftirspurn að fullu í ár og fyrirhugaður niðurskurður bæti ekki ástandið. „Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um það hvern- ig verður skorið niður en ég hef miklar áhyggjur af því hvernig við verðum í stakk búin eftir áramótin,“ sagði Árni Jóhannesson, yfirlæknir göngudeildar geðdeildar FSA, við Morgunblaðið í gær. Hann segir starfsmenn deildanna nú þegar verða vara við áhrif fjárhagskrepp- unnar á skjólstæðinga sína. Eitt af því sem kemur til greina er að sameina göngu- deild og dagdeild geðdeildar, sem gæti í raun þýtt að dagdeildin verði lögð niður, en þangað sækir fyrst og fremst þjónustu fólk sem lengi hefur átt við geðræna erf- iðleika að stríða og þarf fjölþættari og lengri endurhæf- ingu en aðrir. Stöðugildi á dagdeild eru sex og 35-40 manns hafa sótt þjónustu þangað. Halldór Jónsson, forstjóri FSA, segir að skv. nýsam- þykktum fjárlögum þurfi FSA að lækka útgjöld um 250- 300 milljónir króna á næsta ári og sú upphæð verði ekki auðveldlega hrist fram úr erminni. Velta stofnunarinnar er fjórir milljarðar. Halldór tekur fram að ekkert hafi verið ákveðið enn varðandi niðurskurðinn, en staðfestir að enginn þáttur rekstrarins sé í raun undanskilinn. Bráðaþjónustu þurfi ætíð að tryggja en nauðsynlegt sé, þegar um svo háar fjárhæðir sé að ræða, að hugsa ýmislegt upp á nýtt; m.a. að velta fyrir sér samlegðaráhrifum deilda. Farið hafi verið yfir stöðuna með öllum yfirmönnum og lausna sé leitað. Laun eru um 70% af rekstrarkostnaði sjúkrahúss- ins og Halldór segir því erfitt að skera niður öðruvísi en starfsfólki fækki og við það verði þjónusta ekki sú sama og áður. „Við erum farin að finna fyrir efnahagskreppunni á göngu- og legudeildum og ég hef því töluverðar áhyggjur af því að við þurfum að skera niður,“ segir Árni Jóhann- esson. „Eins og kerfið er fyrir niðurskurð höfum við ekki undan og svona mikill niðurskurður verður ekki gerður án þjónustuskerðingar. Ég hef áhyggjur af því að það verði aukin eftirspurn eftir þjónustu geðdeildarinnar á komandi ári í tengslum við efnahagskreppuna.“ Yfirlæknir hefur áhyggjur af niðurskurði á geðdeild Geðdeild FSA gert að spara 17,5 milljónir króna á næsta ári FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HEILDARFJÖLDI skráðra kaupsamninga um fasteignir hjá Fasteignamati ríkisins (FMR) stefn- ir í að verða um 6.200 á þessu ári og heildarupphæð þeirra rúmlega 180 milljarðar króna. Til samanburðar voru kaupsamningar nær 15.300 í fyrra og veltan rúmlega 400 millj- arðar. Kaupsamningar samkvæmt skrám FMR hafa ekki verið færri síðan 1993, þegar þeir voru rúmlega 5.000 og veltan ekki minni síðan 2003 þegar hún var rúmlega 160 millj- arðar. Að teknu tilliti til fjölgunar fasteigna á landinu má gera ráð fyrir því að umsvifin á fasteignamarkaði á þessu ári hafi verið svipuð því sem var undir lok síðustu aldar. Útlit er fyrir að á höfuðborgar- svæðinu verði þinglýst 3.500 kaup- samningum á þessu ári og að heild- arveltan verði tæplega 115 milljarð- ar. Kaupsamningar á höfuðborgar- svæðinu hafa ekki verið færri síðan 1993 þegar þeir voru tæplega 3.300 talsins. Fara verður aftur til ársins 2002 til að finna minni veltu í krónu- tölu en var í ár. Þá var veltan í fast- eignaviðskiptum á höfuðborgar- svæðinu rúmlega 100 milljarðar á verðgildi þess árs. Þorsteinn Arnalds, aðstoðar- framkvæmdastjóri mats- og hag- sviðs FMR, sagði athyglisvert hvað samdrátturinn væri miklu meiri á höfuðborgarsvæðinu en annars stað- ar á landinu. Alvarlegt ástand á markaðnum Grafalvarlegt ástand er á fasteignamarkaðnum, að mati Grét- ars Jónassonar hdl. og fram- kvæmdastjóra Félags fasteignasala. Hann segir að markaðurinn hafi ver- ið frosinn nánast allt þetta ár og við- skiptin aðeins brot af því sem verið hefur á undanförnum árum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegri verðþróun því við- skiptin hafa verið svo lítil. Fast- eignaverð hefur nánast staðið í stað en sú raunlækkkun sem komið hefur fram er einkum vegna verðbólgu. Lítið lánsfé til fasteignakaupa er í boði. Grétar segir að bankarnir hafi nær alveg dregið sig út af fast- eignalánamarkaðnum allt þetta ár. Einnig heldur fólk að sér höndum vegna mikillar verðbólgu og óvissu. Grétar segir að samdráttur hafi verið mikill á suðvesturhorninu en fasteignasalar t.d. á Akureyri hafi einnig borið sig illa. Hann telur að ekki rætist úr fyrr en meiri stöðug- leiki kemst á, verðbólga minnkar og ljóst verður hvernig atvinnuástandið verður í þjóðfélaginu. Grafalvarlegt ástand  Kaupsamningar fasteigna um 6.200 í ár en voru nær 15.300 í fyrra  Veltan á markaðnum um 180 milljarðar á þessu ári en var rúmlega 400 milljarðar í fyrra Morgunblaðið/Árni Sæberg Fasteignir Mikill samdráttur varð á þessu ári í sölu fasteigna. Samdrátturinn varð hlutfallslega meiri á höfuðborg- arsvæðinu en annars staðar á landinu. Minna hefur verið um lánsfé og fólk heldur að sér höndum vegna óvissunnar.                                                                          Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÞAÐ er ekkert ósamræmi á milli al- mennrar ráðgjafar framkvæmda- stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og þeirrar stefnu sem sjóð- urinn framfylgir á Íslandi,“ segir Poul M. Thomsen, sem fer með mál- efni Íslands hjá sjóðnum. Morgunblaðið varpaði þeirri spurningu til Thomsens, eftir að Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, hélt ræðu og hvatti ríki heims til aukinna ríkisút- gjalda á dögunum. Það sagði Strauss- Kahn hafa linandi áhrif á kreppuna og bæta ástandið. Á meðan hefur áætlun sjóðsins fyrir Ísland gert ráð fyrir miklu aðhaldi í ríkisrekstri. Skuldirnar aukast hratt „Þegar sjóðurinn hvetur ríki til að- gerða í ríkisfjármálum til að örva hag- kerfi sín hefur AGS lagt áherslu á að þær aðgerðir taki mið af aðstæðum í hverju landi. Til dæmis hafa sum mjög skuldsett ríki lítið svigrúm til aðgerða, miðað við ríki með litlar skuldir hins opinbera,“ segir Thom- sen. Á Íslandi sé gert ráð fyrir að halli á ríkisrekstrinum aukist um 13,5% af landsframleiðslu á næsta ári. Mikil áskorun hafi verið að fjármagna þá skörpu breytingu. Þyrfti að prenta mikla peninga „Ef það ætti að verða enn meiri halli, vegna slaka í ríkisfjármálum eins og við leggjum til í öðrum lönd- um, myndi fjárlagahallinn ná slíku stigi að einungis yrði hægt að fjár- magna hann, raunverulega, með pen- ingaprentun. Það myndi ógna stöðug- leika krónunnar alvarlega,“ bætir hann við. Þess vegna sé sú leið útilok- uð fyrir Ísland. Ef ekki væri fyrir al- þjóðlegan stuðning hefði Ísland þurft að fara í slíkan niðurskurð á næsta ári að hann hefði gert kreppuna enn verri. Þar að auki segir Thomsen að slaki í ríkisfjármálum á árinu 2009 verði til þess að auka þörfina fyrir aðhald á næstu árum eftir það. Ekkert mis- ræmi í ræðu IMF-stjóra Poul M. Thomsen Ísland með minna svigrúm en aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.