Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 24
24 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Auk þess eru veittir 5.000 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA í desember. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITAferdir.is Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 44 59 0 12 .2 00 8 Kanarí í vetur 4. - 21. janúar Verð frá 109.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar miðað við 2 í íbúð m/1 svefnh. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og gisting. Almennt verð er 119.900 kr. Roque Nublo Er einstaklega vel staðsett 3ja stjörnu íbúðahótel á ensku ströndinni. Flug fram og til baka 59.000 kr. og 15.000 Vildarpunktar. Innifalið: Flug fram og til baka til Gran Canaria og flugvallarskattar. Almennt verð er 69.000 kr. VITA er í eigu Icelandair Group. GROUP SKIPULAGSSTOFNUN hefur bor- ist tillögur að matsáætlun vegna mats á umhvefisáhrifum rann- sóknaborana við Kröflu í Skútu- staðahreppi, við Gjástykki í Þing- eyjarsveit, og Þeistarreykjum í Þingeyjarsveit. Tillögunar liggja frammi til kynningar til 14. janúar nk. hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir við tillögunar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 14. janúar nk. til Skipulagsstofnunar. Matsáætlun vegna rannsóknaborana STOFNAÐUR hefur verið nýr styrktarsjóður við Háskóla Ís- lands sem veitir styrki til nem- enda í framhaldsnámi í ljós- móður- og hjúkrunarfræðum. Stofnframlagið er 25 milljónir króna sem er gjöf frá Soffíu Þur- íði Magnúsdóttur sem arfleiddi Háskólann að meginhluta eigna sinna. Nýi sjóðurinn nefnist Minning- arsjóður Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónas- sonar bónda. Undirritun stofn- skrárinnar fór fram í Aðalbygg- ingu Háskóla Íslands, en þá tók Kristín Ingólfsdóttir, rektor skól- ans, við stofnfénu. Minningarsjóður Bjargar Magnúsdóttur og Magnúsar Jón- assonar er stofnaður af dóttur þeirra hjóna, Soffíu Þuríði Magn- úsdóttur, samkvæmt fyrirmælum í erfðaskrá hennar. „Stefna hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands er að efla fram- haldsnám til meistara- og dokt- orsprófs, sem samræmist stefnu Háskólans, enda vaxtabroddur hverar fræðigreinar fólginn í framhaldsnemendum hennar. Minningarsjóður Bjargar Magn- úsdóttur og Magnúsar Jónssonar er því mikill stuðningur við fram- haldsnema í ljósmóður- og hjúkr- unarfræði,“ segir í tilkynningu. Sjóður Nýi styrktarsjóðurinn er stofnaður til minningar um hjónin Björgu Magnúsdóttur og Magnús Jónasson. Stofnfé er 25 milljónir króna. HÍ fær 25 milljónir til að styrkja ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til framhaldsnáms FULLTRÚAR D-lista í bæjarstjórn Árborgar hafa lagt fram tillögu um að bæjarfulltrúum sveitarfélagsins yrði fækkað úr níu í sjö. Slíkt er heimilt samkvæmt lögum, enda íbú- ar í sveitarfélaginu vel innan við 9.999 manns. Þá leggja sjálfstæð- ismenn til að bæjarstjóri sveitarfé- lagsins sé ekki á launum sem bæði bæjarfulltrúi og bæjarstjóri á sama tíma, eins og nú er. Ákveðið var að fresta afgreiðslu málsins til 14. jan- úar. Tillögurnar voru lagðar fram á fundi bæjarstjórnar þar sem rætt var um fjárhagsáætlun. Vilja fækka bæjarfulltrúum SÆNSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja enn frekar fjárhagslega stöðu sænsk-íslenska samstarfssjóðsins en hann hefur árlega úthlutað ferðastyrkjum vegna verkefna á sviði menningar, menntunar og vísinda í löndunum tveimur. Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn hefur það að mark- miði að efla samvinnu milli Íslands og Svíþjóðar. Sænska ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að veita aukalega 400.000 SEK sem mun gera sjóðnum kleift að úthluta styrkjum tvisvar á ári, þ.e. 1. febrúar og 1. september ár hvert, auk þess sem ferðastyrkir munu hækka í 7.000 SEK. Þá er ætlunin að nota hluta fjárhæðarinnar til að styrkja íslenska þátttakendur í norrænum verkefnum auk íslenskrar þátttöku í verkefnum í Svíþjóð. Er það vilji sænsku ríkisstjórnarinnar að styrkja samstarfið á milli Íslands og Svíþjóð- ar enn frekar til að minnka líkurnar á að fjárhagsleg niðursveifla komi nið- ur á þeim góðu verkefnum sem unnin eru í samstarfi Íslendinga og Svía. Frekari upplýsingar um sænsk-íslenska samstarfssjóðinn er að finna á vef Norræna félagsins www.norden.se/island.asp Styrkja frekar sænskt-íslenskt samstarf Í FJÁRHAGSÁÆTLUN fyrir vel- ferðarsvið Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 er grunnfjárhæð fjár- hagsaðstoðar hækkuð um 16,35% og er gerð að bundnum lið til að tryggja fjárhagsaðstoð fyrir þá sem eiga til þess rétt. Gert er ráð fyrir allt að 7% atvinnuleysi og að fjár- hagsaðstoð nemi allt að 2,1 millj- arði króna sem 87% hækkun fram- laga á milli ára. Lögð er sérstök áhersla á aðstoð vegna barna og húsnæðismála. Í samræmi við áherslur borgarstjóra er grunnþjónusta varin, störf varin og gjaldskrár ekki hækkaðar. Framlög til velferðarmála nema 9,1 milljarði króna sem er nær 20% hækkun framlaga á milli ára. Velferðarmál varin STUTT Eftir Atla Vigfússon Reykjahverfi | „Það er gaman að fara hér upp í fjallið til þess að finna jólatré til þess að hafa í stofunni og skreyta það síðan mjög flott með allri fjölskyldunni,“ segir Harpa Lind Pálsdóttir, 10 ára, sem á heima á Hveravöllum í Reykjahverfi en hefð er fyrir því að fara og finna tré í brekkunni ofan við bæinn rétt fyr- ir hátíðina. „Trén eru mjög falleg og það er líka gaman að leika sér í skóginum,“ segir Harpa Lind ennfremur og hlakkar mikið til jólanna. Byrjað var að planta í Reykjafjall sem er fyrir ofan bæinn árið 1974 og þar eru nú nokkrar þúsundir trjáa sem setja mikinn svip á bæinn og veita auk þess mikið skjól fyrir veðri og vindum. Mjög hefur færst í vöxt að bændur og landeigendur í Þingeyjarsýslum rækti skóg og mjög margir geta nú þegar notað sín eigin tré til þess að hafa á jólunum. Á síðasta ári var plantað um 80 þúsund greni- plöntum í Suður-Þingeyjarsýslu. Til stendur að planta miklu á næsta ári en góður vöxtur í trjánum hefur orðið til þess að fleiri og fleiri hafi áhuga á því að koma sér upp jólatrjáaskógi, ekki bara handa sjálfum sér, heldur líka til þess að geta gefið vinum og vandamönnum jólatré enda er það mjög góð íslensk jólagjöf. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gaman að finna jólatré í skóginum Uppskera af trjárækt í Reykjafjalli til byggða Gaman Harpa Lind Pálsdóttir hefur mjög gaman af því að fara í skóginn og finna jólatréð. Í dag, aðfangadag, kl. 18 er stofnfundur WA-samtakanna (Workaholics Anonymous) á Ís- landi. Stofnfundur er haldinn í Borgartúni 6, jarðhæð. Allir áhugasamir eru velkomnir, hvort sem þeir telja sig eiga við vinnu- fíkn að etja eða vilja skoða þá lausn sem er í boði. WA-samtökin byggja á tólf reynslusporum og tólf erfða- venjum WA-samtakanna auk ann- arra bataverkfæra sem eru í boði. Á fundum er nafnleynd og allt sem sagt er á fundum er trúnaðarmál. Stofnfundur vinnufíkla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.