Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 31
Fréttir 31VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Þetta helst ...
● Crossroads Partners og Annata hf.
hafa gengið frá samningi um sölu á
Microsoft Dynamics AX-hugbúnaðar-
kerfinu fyrir um 350 milljónir króna til
tveggja óskyldra fyrirtækja í Bandaríkj-
unum og Kólombíu. Hugbúnaðarkerfið
er viðskiptakerfi sem vinnur með
Microsoft forritum og er sérsniðið að
fyrirtækjum í bílaiðnaði.
Fyrri samningurinn var gerður við
Navitrans í Kolombíu og hljóðar upp á
150 milljónir króna og sá síðari við Rod-
man LLC í Dallas upp á 200 milljónir.
Rodman er eitt stærsta verktakafyrir-
tækið í Texas.
Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri
Annata, segir samningana mikilvægan
árangur fyrir íslenskan hugbúnaðar-
iðnað og viðurkenningu hans erlendis.
Íslensk lausn seld á
350 milljónir króna
Glitnir getur ekki farið með
virkan eignarhlut í Milestone
Sænska fjármálaeftirlitið þarf að samþykkja alla sem fara með virkan hlut
Morgunblaðið/Atli
Stjórnendur Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, og Karl Wernersson,
einn eiganda félagsins.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
HVORKI gamli né nýi Glitnir geta
farið með virkan eignarhlut í Mod-
erna Finance A.B., dótturfélagi
Milestone, þar sem ekki eru taldar
líkur á því að sænska fjármálaeft-
irlitið (FI) myndi samþykkja slíkt.
Öll meginstarfsemi Milestone er í
Svíþjóð og íslenskar eignir félagsins
heyra undir Moderna, þar á meðal
Sjóvá og Askar Capital. Því fer FI
með allt samræmt eftirlit með eign-
um Milestone og þarf að samþykkja
hvort að aðilar geti farið með eign-
arhluti í skráðum og eftirlits-
skyldum félögum.
Milestone getur átt virka hluti
FI hefur hins vegar þegar sam-
þykkt að Milestone geti farið með
virkan eignarhlut í sænsku fjár-
málafyrirtæki og því herma heim-
ildir Morgunblaðsins að stærstu lán-
ardrottnar telji farsælustu leiðina til
að halda eignum Milestone í rekstri
sé að láta fyrri eigendur fara áfram
með stjórn félagsins. Glitnir er
helsti lánardrottinn Milestone og er
með veð í hlutabréfum Moderna.
Líkt og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu undanfarna daga er
flókin endurskipulagning á fjárhags-
legri uppbyggingu Milestone á loka-
stigi. Hún gerir ráð fyrir því að nú-
verandi eigendur félagsins, Karl og
Steingrímur Wernerssynir, og
stjórnendur þess reki það áfram.
Eignir Milestone eru í dag metnar
á 60 milljarða króna en skuldir þess
á 115 milljarða króna. Lánar-
drottnar munu, samkvæmt þessari
leið breyta 53% krafna sinna í lán,
og afgangur krafnanna breytist í
rétt til að eignast hlutabréf í Mile-
stone. Núverandi eigendur eiga ekk-
ert í félaginu miðað við þetta verð-
mat en gætu fengið 13 % eignarhlut
ef eignir hækka umfram þessa 60
milljarða króna. Heimildir Morg-
unblaðsins innan Glitnis herma að
með þessum hætti telji skilanefnd
bankans að sem mest verðmæti ná-
ist til baka.
Ástæðan fyrir því að gamli Glitn-
ir, og skilanefnd hans getur ekki far-
ið með virkan eignarhlut í Moderna
er vegna þess að hann er þrotabú.
Slík geta ekki farið með virkan eign-
arhlut í eftirlitsskyldum félögum.
Ekki er heldur talið gerlegt að
færa eignir Milestone inn í nýja
Glitni þar slíkur eignarhluti yrði
mjög íþyngjandi fyrir banka með
eigið fé upp á einungis 110 milljarða
króna, en eignir Milestone eru í dag
metnar á 60 milljarða króna.
Í HNOTSKURN
»Flókin endurskipulagningá uppbyggingu Milestone
stendur nú yfir.
»Eignir félagsins eru metn-ar á 60 milljarða en skuld-
ir félagsins á 115 milljarða.
»Núverandi eigendur Mile-stone, Karl og Steingrímur
Wernerssynir, eiga ekki neitt í
félaginu miðað við þetta verð-
mat en fá 13 prósent eignar-
hlut ef eignir hækka umfram
60 milljarða.
»Lánveitendur fá að með-altali 53 prósent krafna
sinna breytt í lán og 47 pró-
sent þeirra breytast í rétt til
hlutabréfakaupa í félaginu.
BANDARÍSKA
álfélagið Alcoa
er að yfirtaka
50% eignarhlut
norska fyrirtæk-
isins Orkla í ál-
fyrirtækinu El-
kem Aluminium,
að því er fram
kemur í frétt á
heimasíðu El-
kem.
Alcoa og Orkla skipta á hluta-
bréfum, því í stað bréfa í Elkem fær
Orkla 45% hlut Alcoa í álfram-
leiðslufyrirtækinu Sapa Profiles í
Bandaríkjunum. Verður Sapa þá að
fullu í eigu Orkla sem átti fyrir 55%
hlut.
Elkem rekur einnig járnblendi-
verksmiðjuna á Grundartanga og
ná þessi viðskipti ekki til hennar.
Alcoa rekur meðal annars álverið
Reyðaál og hefur verið að kanna
möguleikann á að reisa álver á
Bakka við Húsavík.
gretar@mbl.is
Alcoa eign-
ast áleiningu
Elkem
Alain Belda, for-
stjóri Alcoa.
! !
!"# $"
% &'()$"
*"+) ",
-
.# '()$"
/ )
% $"
0 $"
12345
16 7% 8"9$"
:$"
!6 6#!; <
!6 6#26(2=8
+%
8>(< %
5?$$"
@6<!@(
*%' $"
* ) $"
!
"
!
!
!!!
A)6
B9(C(
D
/ )1
7
7
7
7
7
7
7
7
7
E
E
E
7
E
7
E
E
E
E
7
E
E
E
7
7
E
E
E
E
7
E
7
E
E
E
E
7
E
E
E
E
E
8&
)6
7
7
7
7
7
7
7
7
F
6
7
!B
!B
!B
40G 40G
!
"
#
H
H
40G &%G
$
#
#
H
H
F(;I( 5 $
$
"
"
H
H
8B1+
F!G
$
$!
#
"
H
H
40G'
40G
"
"
H
H
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
SÚ ÁKVÖRÐUN stjórnar Kaup-
þings frá 25. september sl. að fella
niður persónulegar ábyrgðir vegna
lána til lykilstjórnenda bankans er
mögulega tekjuskattskyld, sam-
kvæmt upplýsingum frá embætti
ríkisskattstjóra.
Samkvæmt 7. gr. laga um tekju-
skatt teljast skattskyldar tekjur
hvers konar gæði, arður laun og
hagnaður sem skattaðila hlotnast og
metin verða til peningaverðs og
skiptir ekki máli hvaðan þær stafa og
í hvaða formi þær eru.
Ívilnunin skattskyld
Í grein Elínar Ölmu Arthursdótt-
ur í nýjasta tölublaði Tíundar, tíma-
rits embættis ríkisskattstjóra, segir
að eftirgjöf skulda launamanns við
launagreiðanda sé almennt skatt-
skyldar tekjur í hendi launamanns-
ins sem skattleggja beri á sama háttt
og hverjar aðrar launatekjur.
Þær upplýsingar fengust hjá emb-
ættinu að grein Elínar og þau sjón-
armið sem þar eru reifuð sé opinber
afstaða embættisins þegar komi að
þessu álitaefni.
Ef skuldir eru felldar niður telst
ívilnunin sem í slíku fellst skatt-
skyldar tekjur á grundvelli laga um
tekjuskatt nema í vissum tilvikum,
t.d. þegar eftirgjöfin tengist gjald-
þroti viðkomandi einstaklings eða
nauðasamningum. Ívilnun sú sem
fólst í ákvörðun stjórnar Kaupþings
frá 25. september sl. um að fella nið-
ur persónulega ábyrgð hjá stjórn-
endum Kaupþings, sem ekki er hægt
að túlka öðruvísi en sem niðurfell-
ingu skulda, fellur ekki undir slík til-
vik og er því skattskyld á grundvelli
laga um tekjuskatt.
Höfðu réttmætar væntingar
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á laugardag átti sú ákvörðun
nokkurn aðdraganda og sýnt hefur
verið fram á að þeir stjórnendur sem
í hlut áttu höfðu réttmætar vænting-
ar um að persónulegar ábyrgðir
þeirra yrðu felldar niður, með hlið-
sjón af fyrri ákvörðunum stjórnar
bankans og samþykktum aðalfund-
ar. Á grundvelli sérstakrar álits-
gerðar sem unnin hefur verið um
niðurfellingu persónulegrar ábyrgð-
ar vegna lána til stjórnenda Kaup-
þings kemur fram að ákvörðunin sé
riftanleg en við riftun verði að miða
við verðmæti bréfa í bankanum hinn
25. september þegar ákvörðunin var
tekin, en þá var gengi hlutabréfa í
bankanum 739. Ekki liggur fyrir á
þessari stundu hvort ákvörðuninni
verði rift, en ef hún stendur þurfa
þeir sem fengu niðurfellingu að
greiða tekjuskatt af þeim ávinningi
sem þeir hljóta á grundvelli hennar.
Niðurfelling til stjórnenda
Kaupþings tekjuskattskyld
Stjórnendur gætu þurft að greiða 35,72% skatt af milljörðum
Í HNOTSKURN
»Talið er að starfsmennKaupþings skuldi bank-
anum 40-50 milljarða króna.
»Verði úr að ákvörðunstjórnar Kaupþings frá 25.
september sl., um niðurfell-
ingu persónulegra ábyrgða,
standi verða þeir stjórnendur
sem í hlut eiga að greiða
35,72% tekjuskatt af þeim
ávinningi sem þeir hljóta á
grundvelli ákvörðunarinnar.
– Stéttarfélag fagfólks
í byggingaiðnaði
Borgartún 30
105 Reykjavík
Skipagata 14
600 Akureyri
Sími: 535-6000
Fax: 535-6020
fagfelagid@fagfelagid.is
www.fagfelagid.is
JÓLABALL
Fagfélagið óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Megi nýja árið færa ykkur gæfu og frið
Jólaball Fagfélagsins og FIT verður haldið í sal
Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6, þriðjudaginn
30. desember kl. 13-15. Dansað verður í kringum
jólatréð og jólasveinarnir koma í heimsókn með
góðgæti handa börnunum.
Verð fyrir fullorðna kr. 1000 og frítt fyrir börnin.