Morgunblaðið - 24.12.2008, Page 33

Morgunblaðið - 24.12.2008, Page 33
Ááramótum er gaman aðleika sér aðeins með förð-unina og vera svolítiðdjarfur,“ segir Björg Al- freðsdóttir, förðunarmeistari hjá MAC, þegar hún er spurð um förð- unina á fyrirsætunni Helgu Ómars- dóttur. „Ég valdi að nota þrjá liti saman til að ná fram djúp-blásvörtum lit á augun, bláum, silfurlitum og svört- um,“ segir Björg. „Blár augnskuggi er kannski ekki það fyrsta sem kon- um dettur í hug að nota við svona förðun en hann er mjög fallegur þegar búið er að blanda honum saman við silfurlitaðan grunn og svartan augnskugga, þá kemur fram þessi djúpi litur sem er svo fal- legur og silfurliti grunnurinn kallar fram bláa tóninn.“ Þegar Björg er spurð hvað sé best að gera til að láta förðun hald- ast vel allt kvöldið og fram yfir mið- nætti segir hún að best sé að huga vel að undirbúningnum. Bera á sig rakakrem og leyfa því að fara vel inn í húðina. „Ef farðinn er settur of snemma á andlitið eftir að búið er að setja á það rakakrem er hætta á að hann fljóti ofan á andlitinu og endist því ekki eins lengi. Til að láta augnskugga haldast vel á augunum og varna því að hann smitist er gott að setja þunnt lag af kremaugn- skugga yfir allt augnlokið, því hann gefur gott grip undir augnskuggana og þeir haldast betur á.“ Þegar verið er að nota svona dökka liti er mjög gott ráð að setja farðann á eftir að búið er að klára augnmálninguna, að sögn Bjargar. „Því yfirleitt fellur niður augn- skuggi á svæðið undir augunum og erfitt getur verið að ná honum í burtu. Ef þessi auka augnskuggi er ekki hreinsaður upp myndar hann skugga undir augunum sem mik- ilvægt er að forðast,“ segir Björg. Aðra förðun andlitsins er best að hafa látlausa. Nota ljósan varalit og leyfa augunum að njóta sín, huga vel að skyggingu og lýsingu í andlit- inu. Skyggja með brúnleitum kinna- lit undir kinnbeinin og nota glitr- andi púður eða krem ofan á kinnbeinin til að draga þau fram. Passa að blanda allt vel saman þannig að engar skarpar línur myndist. Gott er að fara varlega í skyggingar og bæta frekar við smátt og smátt þannig að skygging verði ekki gróf, segir Björg að lok- um. sibba@mbl.is Kjóll Designer Remix Collection frá De- benhams. Ljósmyndir Sissi | www.sissi .is Seiðandi miðnæturblámi Djúpur litur Blátt, svart og silf- urlitað er allt sem til þarf. Ljós varalitur, Gel. Augnskuggar, Car- bon og Persua-sive frá MAC. Daglegt líf 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Ef þið eruð búnar með förðunina og sjáið að augnskuggi hefur fallið niður á svæðið undir augunum er gott að setja hyljara eða farða í eyrnapinna og rúlla upp dökka litnum sem hefur fallið niður. Með þessari aðferð náið þið augnskugganum upp að mestu og hægt er að setja aftur hyljara eða farða yfir svæðið á ný. Gott ráð frá Björgu Björg Alfreðsdóttir Rúnar Kristjánsson sendir þætt- inum jólakveðju og þakkar sam- fylgd í rími og stuðlum á árinu: Lifið heil og hress og glöð, haldið ljósi í sálum. Megi allt í ljúfri löð leika í ykkar málum. Bjarni Valtýr Guðjónsson yrkir fallega jólavísu en hann sendi ein- mitt frá sér skáldsögu fyrir jólin: Þegar sé ég fagra fönn fylla laut og skjólin jarðar stundum bíða bönn björt þó lýsi jólin. Ingi Heiðmar Jónsson yrkir; Fréttabréf Iðunnar: Helst af brauði að hafa vel. Hangikjöt að sjóða. Læri steik og lögg á pel. Laufabrauðið góða. Þá Bjargey Arnórsdóttir: Þó að taki vetur völd vonir mun ei buga, jólaföstu kyrrðin köld kveikir ljós í huga. Og Hallfríður Benediktsdóttir: Ljósadýrð um byggð og ból bærinn skreyttur þar og hér. Sumir halda heilög jól frá haustnóttum út desember. Að síðustu Jói í Stapa: Ágirndar er klóin klók, kann á flestar greinar, en margoft hafa matað krók Mammons jólasveinar. VÍSNAHORNIÐ | pebl@mbl.is Jólin í rími og stuðlum                                    !   " #       #  $   %    &  !   # "  ! '  !             ())*              (+$   $ ,-$))$

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.