Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 34
34 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Lungnasletti, sem talað var um við
Ísafjarðardjúp.
Undir Eyfjöllum var rætt um jóla-
sveinana níu. Fjórir þeirra báru all-
sérstök nöfn og hétu þeir Flotsleikir,
Gangagægir, Svartiljótur og Svella-
brjótur.“
Jóla-Jóhanna og Þráinn
Á jólatónleikum fyrir börn koma
þau fram sem Jóla-Jóhanna og Þrá-
inn. „Jóla-Jóhanna er fullorðin kona
sem enn er sannkallað jólabarn í
hjarta sínu,“ segir Margrét. „Ég
samdi leikgerð utan um hana og
Þráinn kom með tónlistina.
Jóla-Jóhanna er sérleg áhuga-
manneskja um allt sem viðkemur
jólunum. Hún er óhrædd við að vera
jólaleg til fara og er líka kát, rögg-
söm og ráðagóð og sumir myndu
segja að hún minnti örlítið á Mary
Poppsins að því leytinu til að hún
hefur sérlega gott lag á að ræða við
bæði börn og dýr. Og hún þekkir
sérstaklega til jólasveinanna þrett-
án. Hún á heima úti í sveit ásamt
hænum, kindum, hestum, hundum
og köttum og býr við rætur fjalls
nokkurs sem hún horfir oft á út um
stofugluggann. Hver veit nema hún
sjái þá sveinana þrettán koma
þrammandi niður fjallshlíðina.“
Krakkar mínir, komið þið sæl
„Þegar við fórum yfir það hvaða
lög færðu okkur hátíðleika jólanna
og þá stemingu sem veitir okkur
flestum gleði og tilhlökkun, kom í
ljós að við vildum leita aftur til gam-
alla og góðra gilda og hverfa frá
mesta glysinu sem setzt hefur á að-
draganda jólanna í seinni tíð.
Við vildum hverfa frá þeirri af-
þreyingarsíbylju sem hljómar í eyr-
um okkar á aðventunni og flytja þess
í stað ögn hátíðlegri lög og texta.
Þetta eru lög sem minntu okkur á
jólaundirbúning á bernskuheimilum
okkar og gáfu til kynna að jólin væru
að koma; þetta eru rammíslenzk
jólalög í þjóðlegum búningi frá
sjötta og sjöunda áratugnum í anda
Hauks Mortens og Ómars Ragn-
arssonar. Þá voru jólaplöturnar sett-
ar á fóninn og börnin hlustuðu
spennt og horfðu á plötuna snúast
hring eftir hring. Þeim var gefinn
tími til þess bara að sitja, hlusta og
sjá fyrir sér allar þær ótal myndir
sem að birtust með tónunum. Og
þegar „Krakkar mínir, komið þið
sæl,“ ómaði um stofuna með hvellri
jólasveinarödd Ómars Ragn-
arssonar, var næsta víst að jólin
voru að koma.
Okkur langar að færa börnunum
gömul og góð jólalög með innihalds-
ríkum textum, sem þau þekkja ef til
vill lítið sem ekkert og fá þau til að
skynja aðra tíma en ríkja í Kringl-
unni og Smáralind, þegar barnið
spyr móður sína í byrjun nóvember:
Mamma eru jólin komin? Nei. Af
hverju heldurðu það? Af því að það
er búið að jólaskreyta gluggana í
Smáralind.“
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Jóladúettinn er MargrétKaaber leikkona og ÞráinnÁrni Baldvinsson, gítarleik-ari og tónlistarkennari. Þau
hafa flutt sérstaka jóladagskrá á
hjúkrunar- og dvalarheimilum.
Grýla og börnin tuttugu
„Þetta er 40 mínútna söng- og
sögudagskrá þar sem við segjum frá
jólahaldi fyrr á tíð og veltum upp
ýmsum staðreyndum úr þjóðsögum
um Grýlu og jólasveinana.
Börnin hennar Grýlu báru ýmis
nöfn; Skrápur og Skjóða, Þröstur og
Þrándur, Botni, Brynnki, Böðvar og
Höttur, Stútur og Stefnir, Stikill,
Flaska, Ausa og Askur, Koppur,
Kyppa, Musull og Mukka. Tví-
burana Sighvat og Surtlu ól hún í
elli, en þau sofnuðu bæði.
Börnin tuttugu átti Grýla með
seinni eiginmanni sínum, Leppalúða
en áður en Leppalúði og börnin tutt-
ugu komu til sögunnar, bjó Grýla
undir Arinhellu ásamt fyrri manni
sínum, Bola. Þau voru mannætur
hinar mestu og þótti hnossgæti að
borða allt ungviði sem skáldið kvað:
Grýla og Boli bæði hjón
Börn er sagt þau finni
Þau er hafa svæsinn són
til sorgar mömmu sinni.
Boli, (Boli) bangar á dyr,
ber hann fram með stöngum;
bíta vill hann börnin þau
sem belja fram í göngum.
Ætíð þótti meira koma til Grýlu
en Bola. Hann andaðist fjörgamall
úr elli eftir að hafa lengi legið í kör.“
Svartiljótur og Svellabrjótur
Margrét segir, að jólasveinarnir
hafi gengið undir ýmsum nöfnum.
„Úr Dölunum þekktust jólasvein-
ar sem kallaðir voru Fannafeykir,
Kleinusníkir og Lummusníkir og í
Staðarsveit á Snæfellsnesi var talað
um jólasveinana Smjörhák, Flautu-
þyril, Flotgleypi og Rjómasleiki.
Í Barðastrandarsýslu töluðu
menn og konur sérstaklega um einn
jólasvein sem sagður var gapa yfir
eldhússtrompinn og svelgja í sig
reykinn af hangiketinu. Sá var
nefndur Reykjarsvelgur sem í dag
er betur þekktur undir nafninu Ket-
krókur. En sumir sögðu líka að hann
lemdi börn með blautum lungum og
jafnvel að lungun héngju utan á hon-
um en sömu sögu er að segja um
jólasveininn Lungusletti eða
Ljósmynd/Christopher Lund
Jólabörn Jóla-Jóhanna og
Þráinn flytja rammíslenzk
jólalög í þjóðlegum búningi.
Þau eru Jóladúettinn,
þegar áheyrendurnir eru
fullorðnir, og Jóla-Jó-
hanna og Þráinn, þegar
þau skemmta yngstu kyn-
slóðinni.
Koppur, Musull og Mukka
Í HNOTSKURN
»Margrét Kaaber lauk leiklistarnámi frá The Arts Educational School of Acting 2001. Hún hefur leikið hjáÞjóðleikhúsinu, Útvarpsleikhúsinu, Möguleikhúsinu og Stoppleikhópnum og starfað sem leikstjóri og að-
stoðarleikstjóri.
»Hún er einn af stofnendum leikhópsins Thalamus, sem stóð að leiksýningum í Reykjavík, London, Edinborgog Ósló.
»Hún lagði stund á tónlistar- og söngnám. Undanfarið hefur hún kennt leiklist og leikstýrt í grunn- og framhaldsskólum meðfram leikgerðum og
handritaskrifum.
»Þráinn Árni Baldvinsson stundaði nám við tónlistarskóla FÍH 1993-97. Var tónmenntakennari við Borga-skóla í Grafarvogi 1999-2000, umsjónar- og tónmenntakennari við Smáraskóla í Kópavogi 2001-2007 og
gítarkennari við Tónlistarskóla Garðabæjar 2002-2005. Hann er tónmennta- og umsjónarkennari í Norðlinga-
skóla.
»Hann hefur kennt á fjölmörgum gítarnámskeiðum og við Gítarskóla Íslands. Hann hefur leikið inn á hljóm-plötur og spilað með mörgum af fremstu listamönnum íslenzkum.
HINN þekkti
skartgripahönn-
uður Hendrikka
Waage var að
senda frá sér nýja
línu þar sem inn-
blásturinn er frá Tíbet
og andlega leiðtoganum Dalai
Lama. Línan er úr bænaperlum
frá Tíbet og silfurkúlum.
„Það var mikið gert grín að mér
þegar ég var táningur því á meðan
vinkonur mínar lágu í ástarsög-
unum var ég að lesa bækur Dalai
Lama. Ég hef verið einlægur aðdá-
andi hans síðan ég var 12 ára. Ég
er hrifin af búddatrú þó ég sé ekki
þeirrar trúar sjálf,“ segir
Hendrikka um innblást-
urinn.
Hún er einmitt nýkomin
frá París þar sem hún sótti
friðarráðstefnu (9th World Sum-
mit of Nobel Peace Laureates).
„Dalai Lama er vanur að
mæta en því miður gat
hann ekki komið í þetta
sinn vegna veikinda.“
Silfrið og perl-
urnar, sem Hend-
rikka kallar
kærleiks-
perlur,
mynda skemmtilega
heild og er hægt að ímynda sér að
sá sem beri menið geti handfjatlað
það og ígrundað andleg málefni
um leið.
Þess má geta að Hendrikka hef-
ur sérhannað skartgripi fyrir
smekkkonuna Dorrit Moussaieff
forsetafrú. Hendrikka er búsett í
Bretlandi og fást skartgripir henn-
ar víða þarlendis og til viðbótar í
fleiri löndum Evrópu og einnig
Japan. Hér á landi fást gripirnir í
Leonard, Hótel Hilton Nordica og
úra- og skartgripaverslun Halldórs
Ólafssonar á Glerártorgi á Ak-
ureyri.
ingarun@mbl.is
Íslensk hönnun | Skartgripir
Innblásturinn frá Tíbet
Nýja línan Hendrikka fékk kín-
verska stúlku frá Sjanghæ til að
sitja fyrir á myndum af nýju línunni
með menin um hálsinn.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni