Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 35
Daglegt líf 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða
ddd
d
d
d
d
d
d
d
d
d
ddd ddd
d dd
d
ddd
d ddd
dd ddd
Af bestu lyst 3
Bókaröðin Af bestu lyst hefur notið
hylli og það að verðleikum; í bókunum,
sem sú þriðja kemur út fyrir þessi jól,
eru uppskriftir sem
eru auðveldar, eða í
það minnsta hæfilega
erfiðar, og í góðu
jafnvægi hvað varðar
næringu og hollustu.
Uppskriftirnar í
þriðju bókinni eru
allar eftir Nönnu
Rögnvaldardóttur og
vel heppnaðar. Þetta er engin æv-
intýrabók, heldur frekar bók fyrir
hversdagmat, sem getur reyndar líka
verið dálítið ævintýralegur á köflum.
Veisla með fjölskyldu og vinum
Ein af metsölubókum þessa árs er
Veisla með fjölskyldu og vinum, en út-
gefandi bókarinnar er Nóatún. Jón
Kristinn Ásmundsson, sem starfar í
vöruþróunardeild Nóatúns semur
uppskriftirnar í bókinni. Þetta er ansi
mikil bók, um 250 síður, og frágangur
á henni einkar vel heppnaður og
myndir góðar. Markhópur bókarinnar
er greinilega fólk sem
hefur einhverja
reynslu af að elda, því
leiðbeiningar eru ekki
ýtarlegar, en þær er
nógar fyrir alla sem
eitthvað hafa fengist
við matseld. Ef eitt-
hvað er út á bókina að
setja þá er sú mikla áhersla sem lögð er
á kjötrétti. Þannig eru í bókinni 64 upp-
skriftir að kjöt aðalréttum, en ekki
nema tólf fiskuppskriftir og tvær að
grænmetisréttum. Þetta skýrist sjálf-
sagt helst af því að í bókinni eru veislu-
uppskriftir, en gaman hefði verið að sjá
aðeins meiri hugmyndaauðgi í fisk-
réttum, að ekki sé talað um grænmet-
isréttina.
Súkkulaðiást
Súkkulaði er til
margs brúklegt, eins
og kemur fram í
prýðilegri mat-
reiðslubók, Súkku-
laðiást. Í bókinni er
ágætis samantekt á
sögu súkkulaðis á Ís-
landi og fléttað inn í
það er ýmis fróðleikur um þessa ódá-
insfæðu og hvernig sé best að með-
höndla hana. Uppskriftirnar eru svo
hver annarri girnilegri og spanna allt
frá gamaldags drykkjarsúkkulaði í
mexíkóskan mole. Afskaplega vel
heppnuð bók.
Náttúran sér um sína
Rúnar Marvinsson er goðsagna-
kenndur sem matreiðslumaður allt frá
því hann sló í gegn á Hótel Búðum og
síðar með Við Tjörnina. Hann er nátt-
úrutalent í matreiðslu og hefur þann
hæfileika að sjá sam-
hengi þar sem aðrir
sjá bara ósamstætt
hráefni.
Náttúran sér um
sína er einkar
skemmtileg mat-
reiðslubók eftir Rún-
ar og Áslaugu
Snorradóttur. Hún er uppfull af frá-
bærum uppskriftum og grúa skemmti-
legra mynda, ýmist eru myndir af mat
eða matreiðsluaðferðum, nú eða
myndir af Rúnari við ýmsa iðju og
fjöldi svipmynda af hráefni og fólki.
Rúnar er meistarakokkur með skýrt
afmarkaða lífsspeki þegar matreiðsla
er annars vegar, en hann er líka
skemmtilag hrár karakter sem skilar
sé vel í bókinni og einnig kímni hans
sem birtist í skemmtilegum frásögn-
um.
Sælkeraferð um Frakkland
Sælkeraferð um Frakkland eftir
þær Sigríði Gunnarsdóttur og Silju
Sallé birtir 135 uppskriftir af frönsk-
um mat flokkaðar
eftir landsvæðum.
Fyrir vikið verður
þessi bók að eins-
konar landkönnun
fyrir bragðlauka og
bráðvel heppnuð sem
slík. Hver kafli hefst
með stuttri héraðs-
lýsingu með mat-
arsögulegu yfirliti. Þann texta hefði
reyndar mátt vinna mun betur, en
ekkert er út á uppskriftirnar að setja;
það ættu allir að ráða við þær og geta
þannig hitað sig upp fyrir næstu
Frakklandsferð, nú eða látið sig
dreyma.
Úr ýmsum áttum
BÆKUR
Matreiðslubækur
Af bestu lyst 3, Vaka Helgafell
bbbbn
Veisla með fjölskyldu og vinum, Nóatún
bbbnn
Súkkulaðiást, Nói Síríus
bbbbn
Náttúran sér um sína, Heimur
bbbbb
Sælkeraferð um Frakkland, Salka
bbbnn
Matarlist Ein mynda Áslaugar Snorradóttur úr Náttúran sér um sína.