Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 36

Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 36
36 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 TIL AÐ auðvelda börnum biðina eftir jólunum eru jólaböll með til- heyrandi söng og dansi haldin í skólum landsins. Ómissandi þátt- ur á slíkum samkomum er heim- sókn frá jólasveini sem gefur börnunum eitthvað gott í gogginn eða lítinn harðan pakka. Börnin eru líka sjálf dugleg að hafa ofan af fyrir sér og gestum t.d. með helgileikjum og söngatriðum. En allt er þetta aðeins upphitun fyrir stóra daginn – sem er ein- mitt í dag – sjálfur aðfangadagur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kórsöngur Kór Hlíðaskóla söng á jólaskemmtun skólans. Ekki leikur nokkur vafi á því að söngur þessara ljósklæddu stúlkna hafi komið áhorfendum öllum í hátíðarskap. Hátíð í bæ „En það bar til um þessar mundir …“ Á jólaskemmtun Hlíðaskóla í Reykjavík fengu áhorfendur að upplifa sannkallaða hátíðarstemn- ingu þegar nemendur létu ljós sitt skína í vel æfðum helgileik. Leiksýningin um fæðingu frelsarans er orðin að hefð í mörgum skólum. Morgunblaðið/Valdís Thor Karlinum heilsað Börnin á leikskólanum Baugi þurftu ekki að bíða eftir því að sveinki laumaði góðgæti í skóinn - hann mætti með fullan poka af glaðningi sem féll vissulega vel í kramið eins og við var að búast. Af öllu hjarta Þær sungu eins og englar í sparifötunum með jólasveinahúfu á höfði, stúlkurnar á leikskólanum Grænatúni. Innlifunin leyndi sér ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.