Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 39
Daglegt líf 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Á
miðju sumri 1945 bað
forstjóri Flugfélags Ís-
lands, Örn Johnson, yf-
irflugmann félagsins,
Jóhannes R. Snorra-
son, að skjótast niður í Nauthólsvík
og taka þar við Norseman-sjóflugvél
sem félagið hafði keypt og skyldi af-
hent þennan dag.
Kom nú flugvélin að landi, og fóru
flugmennirnir í þrjár lendingar með
Jóhannesi, sigldu síðan að bryggj-
unni, stukku í land og sögðu honum
að æfa sig sjálfur. Þar með voru þeir
horfnir. Þetta voru bandarískir flug-
menn, og hafði flugvélin þjónað
hernum í Hvalfirði á styrjaldarár-
unum. Flugvélin fékk einkennisstaf-
ina TF-ISV og síðan nafnið Dynfaxi.
En starfsmenn Flugfélagsins köll-
uðu hana oftast Hrossið. Um svipað
leyti fengu Loftleiðir tvær Norsem-
an-flugvélar til innanlandsflugs.
Síld og farþegar
Þessi flugvél Flugfélagsins var
mörg sumur við síldarleit, og var þá
bækistöð hennar Akureyri, en var
svo í farþegaflugi á öðrum árstímum.
Haustið 1946 var ég staddur í
flugturninum á Reykjavík-
urflugvelli. Kallaði þá flugstjóri Nor-
seman-flugvélarinnar TF-ISV og
spurði hvort hvasst væri orðið í
Reykjavík, en hann var þá að koma
yfir Álftanes á Mýrum og sagði:
„Hér er orðið rokhvasst.“
„Jú,“ var svarið úr turninum,
„vindur er úr 120° um 35 hnútar, og
braut í notkun er 14.“
„Já takk,“ svaraði flugstjórinn
sem þá var Hörður Sigurjónsson,
„en ég ætla nú að lenda á Skerjafirð-
inum.“ Vakti þetta samtal kátínu.
Fyrsta árið flaug Smári Karlsson
þessari flugvél og svo síðar m.a. Jón
Jónsson og Ólafur Jóhannsson.
Laust fyrir jól, nánar 13. desember
1945, flaug Smári Karlsson til Ak-
ureyrar með vörur og póst. Með
honum fór ungur piltur, Haraldur
Stefánsson, mikill flugáhugamaður
og síðar flugvélstjóri hjá Flugfélag-
inu. Degi var tekið að halla, þegar
þeir undirbjuggu brottför frá Ak-
ureyri. Var nú flogið beint suður úr
Eyjafirði. En svo fór að skammt
norðan Þingvalla var farið að snjóa
og komið rökkur. Var því ekki annað
að gera að snúa við til Akureyrar, en
lent var á Pollinum í svartamyrkri.
Veður hélst gott, en fjarskipta-
samband var ekkert við Akureyri á
þessum árum. Þar tepptust þeir fé-
lagar þar til á aðfangadag jóla. Var
nú flugvélin bundin við bryggjur á
Tanganum, en litlu munaði að hún
endaði ævi sína þar í þeim veðraham
sem í hönd fór þessa vetrardaga.
Einn daginn brast á stórviðri.
Starfsmaður Flugfélagsins, Ari Jó-
hannesson, kunni vel til verka við
slíkar aðstæður, sótti tíu hjóla trukk
og dró klakabrynjaða flugvélina upp
í fjöru og bjargaði henni frá eyði-
leggingu. Smári flugstjóri fékk ís-
kalt sjóbað í öllum látunum en Ari
dreif í hann „sénever“ þegar heim
kom.
Eldhert hugrekki
Við Haraldur áttum saman
skemmtilegan tíma á Akureyri, og
varð okkur vel til vina. Síðar áttum
við eftir að fljúga saman, fyrst á Ka-
talína-flugbátum og síðar á Bo-
eing-727- þotum Flugfélagsins. En
Smári Karlsson sem á sér eldhert
hugrekki, er enn að fljúga og nú sér
til gamans. Vissulega var gæfa með
honum, og er saga hans stórmerk.
Á málverki af Norseman-
flugvélinni, sem málað var af Wilfred
Hardy eftir fyrirsögn Snorra
Snorrasonar, sést fjallið Snæfugl.
Þýsk Heinkel-flugvél flaug á fjallið í
maí 1941. Talið er að flugvélin hafi
verið að svipast um eftir breskum
herskipum, því að þetta maíkvöld
voru þýsku orrustuskipin Bismarck
og Prins Eugen á hraðri siglingu
austur af landinu í sinni sögulegu
ferð norður og síðan suður Græn-
landshaf. Þar lentu þau í orrustu við
bresku orrustuskipin Hood og Prins
of Wales sem lauk með því að Hood
var sökkt.
„Ætla að lenda á Skerjafirðinum“
Ljósmynd/Snorri Snorrason
Sjóflugvélin Smári Karlsson og Haraldur Stefánsson halda hér á mynd af Norseman-flugvélinni sem er á flugi inn Reyðarfjörð í vestanstórviðri og er
varðskipið Ægir á siglingu inn fjörðinn. Í baksýn norðan fjarðar er fjallið Snæfugl, sem þýsk Heinkel-flugvél flaug á í maí 1941.
Á árdögum flugsins á
Íslandi var búnaður og
fjarskipti ekki eins full-
komin og nú. Snorri
Snorrason, fyrrverandi
flugstjóri, segir af köpp-
um sem létu slíkt ekki
stöðva sig.
„Þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu,
móður þess, féllu fram og veittu því lotningu.
Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og
færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru,“ segir
í öðrum kafla Matteusarguðspjallsins, sem hef-
ur verið óaðskiljanlegur hluti jólanna. Þótt frá-
sögnin sé ein sú þekktasta í Biblíunni vita trú-
lega ekki allir hvers konar fyrirbæri myrra er –
eða mirra eins og það er líka skrifað samkvæmt
Íslenskri orðabók.
Fáir fara þó í grafgötur um að vitringarnir
völdu Jesúbarninu bestu gjafir, sem völ var á.
Gullið er ennþá verðmætasti málmur heims og
til margra hluta nytsamlegur. Reykelsi og
myrra eru af sitt hvorum meiði, en hvort
tveggja ilmandi blöndur af gúmmíi og harpeis.
Á fyrstu öld eftir Krist var pundið af gulli og
reykelsi á svipuðu verði, en myrra sex til sjö
sinnum dýrari.
Líkt og reykelsið er myrran unnin úr berki
trjáa í Austur-Afríku, Sádi-Arabíu og á Ind-
landi. Börkur trjánna er tvískiptur og er ytra
lagið pappírskennt. Við snertingu koma í það
sár, sem þá fyllast af kvoðu sem þykknar út í
andrúmsloftinu. Síðan renna dropar úr æðum
barkarins og harðna og dökkna með tímanum
eða þar til þeir detta af eða eru skornir burt og
malaðir í duft.
Á biblíutímum voru reykelsi og myrra notuð
á svipaðan hátt, ýmist brennd, vegna ilmsins,
jafnt á heimilum sem í trúarlegum athöfnum
eða notuð í lækningasmyrsl, snyrtikrem eða
ilmvötn. Sama er uppi á teningnum núna auk
þess sem stykki úr harðri myrru er notað á
boga strokhljóðfæra til þess að auka viðloðun
hans við strenginn.
Myrra í tónlist
Þekktasta saga Biblíunnar Vitringarnir þrír, olía á striga. Málverkið er eftir ítalska listmál-
arann Jacopo Bassano (1515-1592). Það er talið vera frá árinu 1562.
Myrra Myrra er þykk, gul viðarkvoða unnin
úr hitabeltistrjám, Commiphora spp.