Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Veriðóhræddir,því sjá,
ég boða yður
mikinn fögnuð,
sem veitast mun öllum
lýðnum: Yður er í dag
frelsari fæddur, sem er
Kristur Drottinn, í borg
Davíðs. Og hafið þetta til
marks: Þér munuð finna
ungbarn reifað og lagt í
jötu.“
Þetta voru orð engilsins,
sem boðaði skelkuðum
fjárhirðunum á Betlehems-
völlum fagnaðarerindið um
fæðingu Jesú. Í kvöld og á
morgun verða þessi orð
flutt hundruðum milljóna
kristinna manna um allan
heim, jafnmáttug og fyrir
tveimur árþúsundum: Ver-
ið óhræddir. Yður er frels-
ari fæddur.
Þessi orð eiga sér enn
sterkari hljóm á tímum
eins og þeim, sem við lif-
um núna. Erfið ár eru
framundan. Fyrirheitið um
hjálpræði Krists felur ekki
í sér að erfiðleikarnir
verði teknir frá okkur. En
okkur er lofað hjálp til að
komast í gegnum þá. Ritn-
ingin heitir þeim hvíld,
sem erfiða og þunga eru
hlaðnir – og launum erfið-
isins að lokum.
Íslenzka þjóðin hefur í
meira en þúsund ár leitað
til kirkju Krists í erfið-
leikum og átökum, áföllum
og hamförum. Á því er
engin undantekning nú.
Kirkjan sinnir mikilvægu
hlutverki í sálgæzlu og
stuðningi við fjölskyldur í
erfiðleikum. Þar vinna
margir óeigingjarnt starf.
Kristur getur hjálpað
okkur í vandræðum okkar
á svo ótalmarga vegu. Ef
við hugsum og breytum
eins og hann kenndi verða
erfiðleikarnir léttbærari.
Við eigum að geta orðið
sáttari við sjálf okkur,
ekki aðeins sem ein-
staklingar heldur sem þjóð
er lengi hefur sótt leið-
sögn í kristna kenningu.
Það fer ekki á milli mála
að hörmungarnar, sem
hafa dunið yfir íslenzkt
efnahagslíf, eru að mestu
leyti af manna völdum.
Einhverjir bera ábyrgðina.
En það hefur verið lítið
um iðrun í eftirleik efna-
hagshrunsins og ennþá
minna um fyrirgefningu.
Hvort tveggja hefur okkur
þó verið kennt.
Reiðin, hatrið og
hefndar-
hugurinn eru
heldur ekki upp-
byggilegar
hugsanir. Þær
munu éta samfélag okkar
að innan fái þær að verða
ráðandi. Hinn kristni boð-
skapur er skýr; það er
kærleikurinn til náungans
sem skiptir mestu máli.
Kærleikurinn reiðist ekki
og er ekki langrækinn,
eins og Páll postuli minnti
okkur á. Hann er lang-
lyndur og góðviljaður.
Hann samgleðst hins
vegar sannleikanum. Og
eins og Kristur sagði mun
sannleikurinn gera okkur
frjáls. Reiðinni og hatrinu,
sem nú er svo áberandi á
Íslandi, verður ekki út-
rýmt nema sannleikurinn
fái að koma fram óspjall-
aður. Það á að vera leiðar-
ljós allra sem einhverju
ráða.
Kristileg samhjálp og
náungakærleikur hefur
sjaldan átt brýnna erindi
en einmitt nú. Velferðar-
kerfið okkar byggist á
kristnum hugsjónum en
okkur hefur hætt til að
friða samvizkuna með því
að ganga út frá því að með
sköttunum okkar sjáum
við fyrir þörfum allra
þeirra sem standa höll-
ustum fæti í samfélagi
okkar. Næstu ár er alls
ekki víst að við getum
leyft okkur að hugsa þann-
ig. Við þurfum sjálf að
vera vakandi fyrir neyð
náungans og leggja okkar
af mörkum ef við erum af-
lögufær. Við eigum að
reyna að standa undir
nafni sem kristið sam-
félag.
Framundan er friður og
helgi jólanna. Við skulum
öll reyna að hlúa vel að
okkar nánustu og nota frí-
dagana til að íhuga vel
boðskapinn sem býr að
baki yfirborðslegu glysi
jólahátíðarinnar. Að okkur
er í dag frelsari fæddur
sem boðar okkur frið og
fögnuð. Ef við tökum vel á
móti litla drengnum, sem
fæddist í Betlehem fyrir
meira en tvö þúsund árum,
þurfum við ekki að vera
hrædd þótt margt sé í
óvissu og uppnámi. Hann
gengur með okkur á vegi
lífsins.
Morgunblaðið óskar les-
endum sínum og lands-
mönnum öllum gleðilegra
jóla.
Hann gengur með
okkur á vegi lífsins}„Verið óhræddir“
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Á
gætur maður sem ég hitti á dög-
unum og vil skilgreina sem góðan
og kristilega þenkjandi jafn-
aðarmann – sem hlýtur að vera
besta hlutskipti í heimi – sagði
mér að það væri nokkuð sama hverja hann
hitti, hann færi með fyrir þá orð Thomasar
More, hins vitra kanslara Hinriks 8.: „Drottinn,
gef mér glaðværð næga svo ég verði ekki öðr-
um til leiðinda.“
Á tímum í íslensku samfélagi þegar svo ótal
margir eru öðrum til ómældra leiðinda er gott
að hafa þessi orð í heiðri og gleðjast yfir lífinu.
Ef manneskjan lifði að eilífu gæti hún vissulega
gleymt sér löngum stundum í ómældri fýlu og
látið umhverfið og náungann fara í óstjórnlega í
taugarnar á sér. Rekið svo af sér fýluna og orð-
ið kát á ný þegar hún teldi það henta sér. Ódauðleg mann-
eskja getur svo auðveldlega leyft sér alls kyns dynti af því
að hún hefur allan tímann í heiminum til að vera til. En nú
er það svo, eins og okkur er öllum kunnugt, að mann-
eskjan er ekki ódauðleg á þessari jörð, þótt hún vildi það
mjög gjarnan. Þess vegna er skynsamlegast af henni að
nota þann tíma sem hún hefur til að gleðjast yfir því að fá
að vera til. Annað er tímaeyðsla og sorgleg sóun á orku.
Samt þykir allt of mörgum verulega ófínt og alls ekki
við hæfi á krepputímum að vera í góðu skapi og gleðjast.
Það er orðinn eins konar lífsstíll í kreppunni að vera fýld-
ur og reiður og þykir alveg sérstaklega smart í réttu
kreðsunum. Nú ber hver manneskja ábyrgð á lífi sínu og
eigin líðan og það er alls ekki hægt að banna
fólki að ganga í gegnum lífið í krónískri fýlu og
vera öðrum til leiðinda. Það er heldur ekki
hægt að meina þessum hópi fólks að rotta sig
saman og ganga um hrópandi slagorð til að
leggja áherslu á hversu ömurlegt hið hvers-
dagslega líf er orðið. En það er ástæðulaust að
fagna eins og þar séu nýjar þjóðhetjur á ferð.
Vísindamenn stunda alls kyns rannsóknir
sem skila mismiklu. Á dögunum komust vís-
indamenn við Harvard-háskóla að því að ham-
ingjan er smitandi. Hún smitast milli vina, ná-
granna, systkina og maka eins og flensa. Það
er vissulega uppörvandi fyrir mannkynið að
vita til þess að hamingjusamir einstaklingar
smiti út frá sér. Hamingjan er því yndislegasti
og eftirsóttasti smitsjúkdómur í heimi.
Þeir sem nú ganga um með píslarvættissvip og horfa á
náunga sinn áminnandi augnaráði sem segir að hann eigi
ekki að sýna værukærð með því að vera glaður láta sér
þessar niðurstöður vísindamanna væntanlega viljandi
framhjá sér fara. Og kannski lætur þetta sama fólk sér
boðskap jólanna um kærleikann í léttu rúmi liggja. Það er
þá þeirra val.
Jólin eru tími friðar og hátíðleika en einnig gleðinnar
sem er svo mikilvæg. Sjálfsagt verða einhverjir í fýlu yfir
jólin vegna þess að þeir hafa ekki tækifæri til að gala á
torgum gegn ríkisstjórn og fyrrverandi auðjöfrum. Meiri-
hluti þjóðarinnar mun þó örugglega fagna og gleðjast.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Besti smitsjúkdómurinn
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
E
FTIR nær tíu ára góð-
ærisskeið, sem stuðl-
aði að miklum vinsæld-
um Vladímírs Pútíns,
standa Rússar frammi
fyrir efnahagslegum samdrætti
vegna lágs olíuverðs og bankakrepp-
unnar í heiminum. Nokkrir hagfræð-
ingar spá efnahagslægð á næsta ári í
fyrsta skipti frá fjármálakreppunni
árið 1998.
Rússneska stjórnin hafði spáð
5,9% hagvexti á næsta ári en ólíklegt
þykir að sú spá rætist nú þegar olíu-
verðið er aðeins um þriðjungur þess
sem það var í sumar. Flestir hag-
fræðingar spá stöðnun eða 1-2%
samdrætti á næsta ári en þeir svart-
sýnustu telja að samdrátturinn verði
miklu meiri, eða allt að 15%.
Samkvæmt opinberum hagtölum
minnkaði iðnframleiðslan í Rússlandi
um 11% í nóvember og atvinnulaus-
um fjölgaði um 400.000, í tæpar fimm
milljónir. Nokkrir hagfræðingar spá
því að atvinnuleysið nær tvöfaldist á
næsta ári, um átta til níu milljónir
vinnufærra manna verði þá án at-
vinnu.
Saxast á varaforðann
Seðlabanki Rússlands hefur að
meðaltali notað um 50 milljarða doll-
ara af gjaldeyrisvarasjóði sínum á
mánuði frá því í ágúst til að reyna að
afstýra gengishruni rúblunnar vegna
minni olíutekna. Haldi svo fram sem
horfir gætu rússnesk stjórnvöld átt
einskis annars úrkosti en að fella
gengi rúblunnar, jafnvel um allt að
30%, í baráttunni við efnahagslægð-
ina. Slíkt gengishrun myndi valda
mikilli ólgu í samfélaginu og grafa
undan vinsældum Pútíns forsætis-
ráðherra og Dmítrís Medvedevs, eft-
irmanns hans í forsetaembættinu.
Viðhorfskannanir hafa bent til
þess að Pútín njóti stuðnings um það
bil þriggja af hverjum fjórum Rúss-
um. Í könnun sem gerð var í nóv-
ember sögðust 59% treysta Pútín og
44% Medvedev, þannig að forsætis-
ráðherrann stendur enn vel að vígi.
Könnun, sem birt var í vikunni
sem leið, bendir þó til þess að þeim
Rússum sem telja að landið sé á
rangri braut hafi fjölgað úr 24% í
september í 40% nú í desember.
Þeim sem telja að landið sé á réttri
braut fækkaði úr 61% í 43%.
Rússneski stjórnmálaskýrandinn
Dmítrí Oseshkín telur að þorri Rússa
treysti enn Pútín en spáir því að vin-
sældir hans dvíni vegna efnahags-
lægðarinnar. „Staða hans versnar
þegar fólk gerir sér grein fyrir auknu
misræmi á milli loforða hans í sjón-
varpinu og þess sem gerist í raun,“
hafði The Moscow Times eftir Oses-
hkín.
Hann skírskotaði til þess að Pútín
hefur á síðustu vikum lofað nánast
öllum geirum samfélagsins fjárhags-
legri aðstoð, allt frá ellilífeyrisþegum
og atvinnulausu fólki til bankamanna
og iðnrekenda, annaðhvort í bein-
hörðum peningum eða með skatta-
lækkunum.
Rússneski félagsfræðingurinn
Olga Kryshtanovskaja segir að vin-
sældir Pútíns hafi nær eingöngu
byggst á efnahagsuppgangi og þær
geti dvínað ef efnahagurinn hrynur.
Og góðærið hefur nær eingöngu
byggst á háu olíuverði sem hefur
lækkað í tæpa 50 dollara á fatið úr
147 dollurum síðan í júlí.
„Ef olíuverðið fer niður fyrir 20
dollara verður bylting,“ hefur The
Moscow Times eftir rússneska
stjórnmálaskýrandanum Vladímír
Príbylovskí.
Gengishrun græfi
undan lýðhylli Pútíns
AP
Mótmæli Rússar á mótmælafundi í miðborg Moskvu gegn þeirri ákvörðun
rússnesku stjórnarinnar að hækka tolla á innflutta bíla.
Óeirðalögreglan hefur hand-
tekið tugi manna í hafnarborg-
inni Vladívostok til að kveða
niður mótmæli gegn ákvörðun
rússnesku stjórnarinnar um að
hækka tolla á innflutta bíla til
að styrkja stöðu rússneskra
bílaframleiðenda. Tollahækk-
uninni hefur verið mótmælt í
tugum borga í Rússlandi síð-
ustu vikur og þótt mótmælin
hafi ekki verið mjög fjölmenn
þykja þau endurspegla vaxandi
óánægju með rússnesku stjórn-
ina vegna aukins atvinnuleysis,
verðhækkana og gengislækk-
unar rúblunnar.
„Augu rússnesku þjóðarinnar
eru að opnast fyrir því sem er
að gerast,“ sagði Andrej Ívanov,
þrítugur framkvæmdastjóri sem
tók þátt í mótmælum í Moskvu.
„Stjórnin starfar ekki í þágu vel-
ferðar þjóðarinnar, heldur gegn
velferð þjóðarinnar.“
Markmiðið með tollahækk-
uninni er að vernda u.þ.b. 1,5
milljónir starfa í rússneskum
bílaverksmiðjum. Andstaðan við
hækkunina er mest á austur-
ströndinni þar sem bílar frá
Japan njóta mikilla vinsælda.
„Augun opnast“