Morgunblaðið - 24.12.2008, Page 50
50 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
✝ Sæmundur Sig-ursteinsson húsa-
smiður fæddist 5.
nóvember 1944.
Hann lést á heimili
sínu 15. desember
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Valdemaría
Jóna Jónsdóttir, f. í
Sjólyst í Grindavík
5. febr. 1909, d. 21.
júní 1993 og Sig-
ursteinn Jónasson, f.
í Fífilholtshjáleigu í
Vestur-Landeyjum
21. júní 1904, d. 6. júlí 1976.
Sæmundur átti sín æskuár á
Skúlagötu 60 í Reykjavík.Hann
hóf sína skólagöngu í Lind-
argötuskóla og átti námið vel við
hann. Síðan lá leið hans í Héraðs-
skólann í Reykholti
og var hann þar tvo
vetur. Iðnskólinn í
Reykjavík var í
framhaldinu, þar
öðlaðist hann rétt-
indi sem húsasmiður
og vann lengi við
smíðar.
Þá tók nýtt tíma-
bil við og Sæmundur
lærði sjókokkinn og
var á sjó í nokkur ár
og líkaði vel. Eftir
að hann hætti á
sjónum vann hann
hjá Reykjavíkurborg uns hann
hætti vinnu vegna veikinda.
Útför Sæmundar verður gerð
frá Grindavíkurkirkju laugardag-
inn 27. desember nk. og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það var mikið áfall þegar við
fréttum að þú værir dáinn, elsku
frændi okkar og vinur.
Ýmsar minningar koma upp í
hugann, þegar við vorum börn að
ærslast heima hjá ömmu og afa í
Sjólyst og sömuleiðis er við hitt-
umst á Skúlagötunni heima hjá for-
eldrum þínum.
Við frændur þínir gleymum aldrei
ökuferðinni sem við fórum með þér
um götur Reykjavíkur. Við dáðumst
að því hvað þú varst klár að keyra
og rata um borgina, enda vorum við
úr fámenninu í Grindavík og ekki
komnir með bílpróf eins og þú.
Þegar við frændsystkinin vorum
orðin fullorðin þá minnkuðu tengsl-
in á milli okkar, en ef við litum inn í
Múlakaffi var það næsta víst að þú
værir á staðnum.
Síðustu árin hittumst við oftar, þá
komst þú í heimsókn til okkar. Þá
var svo gaman.
Þú varst alltaf svo hress og kátur,
þér leið alltaf vel í Grindavík.
Enda tókum við þá ákvörðun,
þegar þessar aðstæður komu upp
að okkur var falið að sjá um útför
þína, elsku frændi, þá fannst öllum
frændsystkinunum að þú ættir að
hvíla hér hjá ættingjum þínum í
Grindavík
Haustvindur napur næðir,
og nístir mína kinn.
Ég kveð þig kæri vinur,
kveðja í hinsta sinn.
Ég man brosið bjarta,
og blíðan svipinn þinn.
Það er sárt að sakna,
sorgmæddur hugurinn.
Ljúfar minningar líða,
er lítum farinn veg.
Lífið í fallegum litum,
lífið í straumsins vé.
Nú gengur þú með Guði,
og gleðst við móðurfaðm.
Æðri verk að vinna,
við erum börnin hans.
(S.M.V.)
Guð geymi þig, minning þín lifir.
Þín frændsystkin frá Akri,
Sæbjörg, Sigurður,
Björgvin Vilmundsbörn.
Kynni okkar Sæmundar voru
ekki mikil en þau voru góð. Við vor-
um tveir síðustu lærlingar Þórðar
frænda míns Jasonarsonar. Nú
munu vera um 40 ár síðan Sæmund-
ur lauk sínu trésmíðanámi undir
handleiðslu Þórðar. Við störfuðum
saman eitt sumar nokkru síðar og
það er skemmtilegur tími í minning-
unni. Sæmundur var bráðflinkur
smiður og ekki ríkti þögnin ein hjá
okkur. Alltaf var eitthvað skemmti-
legt til umræðu og marga söguna
heyrði ég hjá Sæmundi því hann
var frábær sögumaður. Í sögunum
hans Sæmundar var mikið af húmor
en aldrei meinfýsi því hana átti
hann ekki til.
Það sópaði að Sæmundi, hann var
hár og spengilega vaxinn, enda Ís-
landsmeistari í sundknattleik á ár-
um áður. Hann vann um árabil við
smíðar hjá Reykjavíkurborg en var
þó ekki við eina fjöl felldur. Allt í
einu var hann kominn út á sjó sem
kokkur á togara. Það var hans að-
ferð við að breyta til í lífinu. Sæ-
mundur hélt sig við smíðarnar en
skrapp á sjóinn öðru hvoru. Síðustu
árin hafði hann hægara um sig enda
góð efni á slíku því alltaf hafði hann
farið vel með fé.
Árin liðu og alltaf héldum við
kunningsskap okkar. Sæmundur
kom oft á Múlakaffi eins og fleiri
sem voru í byggingabransanum.
Þar hittumst við stundum og það
var segin saga. Hann kom til mín,
brosandi út að eyrum og sagði:
„Nei, komdu blessaður, Nonni
minn, hvernig hefur þú það?“ Svo
ræddum við um alla heima og geima
og það brást aldrei að alltaf kom
skemmtileg saga af Þórði frænda og
konunni hans, henni Jónu Þórðar.
Sú staðreynd að við vorum „síðustu
lærlingarnir hans Þórðar“ eins og
Sæmundur tilkynnti mér brosandi í
hvert skipti batt okkur í eins konar
fóstbræðralag og það var alltaf
gaman að hitta Sæmund.
Nú er Sæmundur fallinn frá, allt
of snemma, á þeim aldri sem er
besti tími ævinnar hjá mörgum.
Þessi fátæklegu kveðjuorð til Sæ-
mundar vinar míns eru til minn-
ingar um mann sem alltaf brá gleði-
bjarma yfir tilveruna þegar leiðir
okkar lágu saman. Blessuð sé minn-
ing Sæmundar Sigursteinssonar.
Jón M. Ívarsson
frá Vorsabæjarhóli.
Ekki fer hjá því að á lífsleiðinni
verði á veginum margur maðurinn.
Sumir þeirra reynast áhugaverðir
til spjalls og í umgengni. Misjafnt
er hversu mikil kynnin verða eftir
ástæðum. Einn þessara manna, sem
ég nefni hér, var Sæmundur Sig-
ursteinsson. Ég hitti hann fyrst fyr-
ir nokkrum árum á förnum vegi og
við tókum tal saman. Mér fannst
strax áhugavert að eiga við hann
orðastað. Hann var kunnugur til
sjós og einnig hafði hann unnið við
húsasmíðar. Á þessu málum, sem og
fleirum, hafði hann ákveðnar skoð-
anir. Hann var opinskár og lá ekki á
meiningu sinni, en ég reyndi hann
ekki að því að vega að mönnum per-
sónulega. Lífshlaup hans þekkti ég
ekki nema af afspurn. Hann var
vörpulegur og bauð af sér góðan
þokka og honum fylgdi hressandi
blær. Slíkur maður hefði átt að eiga
sér viðunandi hlutskipti í mannlíf-
inu, en mér fannst að hann myndi
ekki alls kostar hafa höndlað til-
veruna. Sennilega hefur þar gætt
örlyndis hans og það er sitt hvað
gæfa og gjörvileiki eins og hið forn-
kveðna segir. Umhverfið reynist
slíkum mönnum oft erfitt og þá ekki
hvað síst óstöðugleikinn í öllu hér á
landi. Það þarf sterk bein til að láta
ekki berast með straumnum. Miklir
efnalegir háskatímar hafa gengið
yfir þjóðina undanfarin ár og nú
stendur hún frammi fyrir miklum
erfiðleikum. Það gerir þjóðin í heild
sinni og einnig mikill fjöldi einstak-
linga með mál sín. Slíkt reynist
flestum mikil hugarraun og jafnvel
ofraun. Það er sárt að sjá sam-
ferðamenn heltast úr lestinni vegna
þessara óskapa. Nú verðum við hin
að troða óljósan veg inn í framtíðina
án Sæmundar Sigursteinssonar.
Baldur Þór Þorvaldsson.
Góði Guð, þú sem heldur hendi
þinni yfir okkur alla ævidaga og yf-
irgefur okkur ekki þó að við bug-
umst og föllum. Við biðjum þig:
þakka þér fyrir Sæmund sem nú er
farinn frá okkur. Þakka þér fyrir
allt sem hann var og veitti okkur og
þeim sem áttu með honum samleið í
vinnu, vináttu, samfélagi. Styrk og
hjálpa ástvinum hans. Ver þeim ná-
lægur í sorg þeirra, veit þeim hugg-
un, styrk og blessun þína. Í Jesú
nafni amen.
Ó, þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu’ í Drottins skaut.
Ó, það slys því hnossi’ að hafna,
hvílíkt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í Drottins skaut.
Eigir þú við böl að búa,
bíðir freistni, sorg og þraut,
óttast ekki, bænin ber oss
beina leið í Drottins skaut.
Hver á betri hjálp í nauðum?
Hver á slíkan vin á braut,
hjartans vin, sem hjartað þekkir?
Höllum oss í Drottins skaut.
Ef vér berum harm í hjarta,
hryggilega dauðans þraut,
þá hvað helzt er Herrann Jesús
hjartans fró og líknar skaut.
Vilji bregðast vinir þínir,
verðirðu’ einn á kaldri braut,
flýt þér þá að halla’ og hneigja
höfuð þreytt í Drottins skaut.
(M. Jochumsson.)
Þínir vinir, skóla og æskufélagar
Ólafur Laufdal og
Hallberg Guðmundsson.
Sæmundur
Sigursteinsson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Lokastíg 2,
Reykjavík,
sem lést á Hrafnistu Reykjavík, þriðjudaginn
16. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
mánudaginn 29. desember kl. 13.00.
Sveinn Hörður Blomsterberg, Arndís H. Kristjánsdóttir,
Sigurður Ragnar Blomsterberg, Ólöf Þ. Ólafsdóttir,
Þórunn Ólöf Sigurðardóttir,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
✝
Okkar kæri
ÞORSTEINN ODDSSON
bóndi
frá Heiði,
lést á dvalarheimilinu Lundi föstudaginn
19. desember.
Útförin fer fram frá Keldnakirkju á Rangárvöllum
laugardaginn 3. janúar kl. 13.00.
Helga Þorsteinsdóttir, Sigurgeir Bárðarson,
Birna Þorsteinsdóttir, Rúnar Bjarnason,
Reynir Þorsteinsson, Jóna María Eiríksdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Hjartkær bróðir okkar,
ARI ARASON
frá Skuld á Blönduósi,
lést mánudaginn 22. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Systkinin frá Skuld og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓHANNSSON
frá Bakkakoti,
Meðallandi,
lést þriðjudaginn 23. desember í Víðihlíð Grindavík.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingveldur Halla Sigurðardóttir, Sigurður Gestsson,
Jóhann Sigurðsson, Gréta Sigfúsdóttir,
Hlöðver Sigurðsson, Þóra Bryndís Karlsdóttir,
Valdís Sigurðardóttir, Sigurður Bjarnason,
Halldór Sigurðsson, Guðlaug María Lewis,
Lísa Dóra Sigurðardóttir,
Linda Sjöfn Sigurðardóttir, Sigurður Karl Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.