Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 67
BRESKI metsöluhöfund- urinn Jonathan Stroud, sem er kunnur fyrir ævintýra- bækur sínar og fantasíur, hefur nýlega skrifað bók byggða á Grettissögu, að því er kemur fram á vefsíðu hans. Fyrsta bók Strouds í íslenskri þýðingu er nýlega komin út hjá bókaforlaginu Uglu, en það er Verndar- gripurinn frá Samarkand, fyrsta sagan í Bartimæus- ar-þríleiknum sem er hans þekktasta verk. Á heimasíðu Stroud seg- ist hann hafa valið þessa ís- lensku sögu frá fjórtándu öld, þegar bókaútgefandi bað hann að endursegja fræga hetjusögu. Hann segir að hinn sterki Grettir hafi sífellt verið að koma sér í vandræði vegna skapofsa síns. Bar- daginn við drauginn Glám er vitaskuld einn af hápunkt- um sögunnar, að mati Strouds. Bókin sem hann vinnur út frá Grettissögu verður gef- in út haustið 2009 hjá forlaginu Barrington Stoke sem sérhæfir sig í útgáfu bóka fyrir þá sem eru lesblindir eða eiga í erfiðleikum með lestur. „Það er merkilegt hvað margir þessara höfunda lað- ast að Íslendingasögunum, með einum eða öðrum hætti. Það sýnir ef til vill vel hvað arfleifð Tolkiens er sterk í Bretlandi,“ segir Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu. Bartimæusar-þríleikurinn hefur þegar verið gefinn út í um fjörutíu löndum og selst í milljónum eintaka. Iðulega hefur verið rætt um þessar bækur Strouds sem mögulegan arftaka sagnabálksins um Harry Potter. Sögusviðið er London nútímans þar sem töframenn fara með völd. Sumir hafa líkt bókunum við ferðir Gúll- ívers en aðrir telja þær ádeilu á Tony Blair. Eftir áramótin kemur út ný bók eftir Jonathan Stro- ud í tólf löndum. Hún nefnist Heroes of the Valley og styðst að einhverju leyti við norræna goðafræði. efi@mbl.is Skrifar um Gretti og Glám Metsöluhöfundurinn Jonathan Stroud vinnur út frá Grettlu Hetjusaga Mynd eftir Halldór Pétursson úr Grettissögu. Sýnir Gretti veita Gísla Þorsteinssyni ærlega ráðningu. Jonathan Stroud Menning 67 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Aðfangadagur jóla Tónlist fyrir aftansöng Biðin eftir jólunum er sumum löng, jafnvel þeim fullorðnu. Kirkjur landsins bjóða sumar til tónleika fyrir aftansöng og miðnæturmessu á jólanótt og það er einstakur hátíðleiki yfir slíkum tónleikum. Í Hallgrímskirkju hefur þessi siður verið viðhafður lengi; þar leikur Hljómskálakvartettinn með Herði Ás- kelssyni organista fyrir aftansöng í dag, og kl. 23 byrjar Hörður að leika á ný fyrir miðnæturmessu. Í Hjallakirkju hefjast jólasöngvar kl. 23.30, fyrir mið- næturmessu, og verður kirkjugestum boðið að syngja með undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Jóladagur Augu þín sáu mig Ég ætla ekki að missa af jólaleikriti Útvarpsleikhússins í ár, sem útvarpað verður kl. 14.30 á jóladag. Það er verkið Augu þín sáu mig, eftir Sjón, í út- varpsleikgerð og leikstjórn Bjarna Jónssonar og með frumsaminni hljóð- mynd og tónlist eftir múm. Saga Sjóns er bæði dularfull og spennandi, og það verður gaman að heyra hvernig Bjarni og múm koma henni til skila í gegnum útvarpið. Skáldið sjálft, Sjón, verður í hlutverki engilsins Freude, sem safnar saman draumum annarra og skráir. Kjötborg Ég missti af þessari mynd þegar hún var sýnd í bíó, en Sjónvarpið sýnir hana kl. 19.20 að kvöldi jóladags og þá má ekki missa af henni. Myndina gerðu Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir, og mér er sagt að hún sé stórskemmtileg. Það mælir auðvitað með henni að hún fékk áhorfenda- verðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni 2008 og Edduverðlaunin í flokki heim- ildamynda fyrir skömmu. Í myndinni er fylgst með bræðrunum Kristjáni og Gunnari í versluninni Kjötborg við Ásvallagötu. Skyldu þeir vera síðustu mó- híkanarnir í stétt hverfiskaupmanna, eða sýnir myndin okkur að ef til vill eigi kaupmaðurinn á horninu sér viðreisnar von? Annar í jólum, 26. desember Skoppa og Skrítla í bíó Sú var tíðin að annar í jólum var stóri bíódagur ársins, með frumsýningum á bestu myndum árs- ins. Einhvern veginn hefur það svo æxlast að annar í jólum er ekki sá bíódagur sem hann var. Þó er ein mynd frumsýnd þennan dag sem ég ætla ekki að láta framhjá mér fara. Skoppa og Skrítla í bíó heitir hún, og skartar vinkonunum skemmtilegu. Þetta er fjölskyldumynd, og því engin ástæða til að senda börnin alein í bíó; vilj- um við fullorðna fólkið ekki annars vita hvað börnunum finnst skemmtilegt? Ég hef haft af því spurnir að í myndinni ferðist Skoppa og Skrítla út í heim, og lendi meira að segja í krókódílum. Sumarljós Jólaleikrit Þjóðleikhússins er byggt á góðri ís- lenskri skáldsögu, Sumarljós og svo kemur nóttin, eftir Jón Kalman Stefánsson, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana árið 2005. Það er Hilmar Jónsson sem hefur gert leikgerðina, en hann er jafnframt leikstjóri sýningarinnar. Óhamdar ást- ríður og þrár eru rauður þráður í verki Jóns en sögusviðið hversdagslegt íslenskt þorp. Frumsýn- ing verður kl. 20. Jólaball Milljónamæringanna Það eru sennilega einhverjir sem hafa þörf fyrir að hreyfa sig eftir jólahátíð- ina. Ekki er verra að geta gert það með mönnunum sem segjast ekki vita aura sinna tal, – Millunum, og undir þeim seiðandi suðræna takti sem þeir hafa sérhæft sig í. Það verður víst áreiðanlega erfitt að sitja kyrr. Þriðji í jólum, 27. desember Til krabbameinssjúkra barna Enn á ný, og nú í tíunda sinn, verða haldnir tónleikar til styrktar krabba- meinssjúkum börnum í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 16. Það er stór hópur tónlistarmanna, sem leggur fram vinnu sína í verkefnið með söng og leik, og allir aðrir sem að tónleikunum vinna gefa sín laun eftir. Á tónleikunum í fyrra söfnuðust 25 milljónir, og nú er spurning hvort hægt sé að toppa það. Gamlársdagur Hátíðarhljómar við áramót Tónlistin ómar í Hallgrímskirkju kl. 17, fyrir messu. Það eru tveir trompetar og orgel sem laða fram áramótahátíðleikann, en tónlist- armennirnir sem leika eru trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og Björn Steinar Sól- bergsson organisti. Nýársdagur Messías eftir Händel Eitt magnaðasta og ástsælasta verk tónbókmenntanna, Messías eftir Händ- el, verður flutt á tónleikum í Hallgrímskirkju kl. 17. Schola cantorum syngur með Alþjóðlegu barokksveitinni í Haag, en einsöngvarar verða Marta Hall- dórsdóttir, Andrew Radley, Gissur Páll Gissurarson og Alex Ashworth. Hörður Áskelsson stjórnar. Verkið er þekkt fyrir unaðsríkar aríur, og stór- kostlega kóra, eins og „Barn er oss fætt“ og „Halelújakórinn“. begga@mbl.is Hátíðabrigði Jólin eru komin. Friður ríkir eftir erilsama aðventu og gott að auðga andann og gleðjast. Hátíðarhljómar Síðustu tónleikar árs- ins verða í Hallgrímskirkju á gamlárs- dag kl. 17. Sumarljós Jón Kal- man Stefánsson. Fjölskyldumynd Skoppa og Skrítla fara um höf og lönd í bíó. í Súlnasal Hótels Sögu annan í jólum Upplýsingar í síma 525 9930 og á hotelsaga@hotelsaga.is Milljónamæringarnir verða í hátíðarskapi á jóladansleik í Súlnasal Hótels Sögu annan í jólum, 26. desember. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð aðeins 2.000 kr. Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs. Upplýsingar í síma 525 9930. Söngvarar eru: Bogomil Font, Bjarni Arason og Raggi Bjarna. Leynigestur mætir á svæðið. P IP A R • S ÍA • 8 2 2 9 9 Dansaðu út jólin með Millunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.