Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 68
68 Menning
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Ég kláraði á þremur og hálfuári, en kláraði samt alltbóklegt í vor. Mig vantaðihins vegar nokkrar ein-
ingar upp á, en fékk þær fyrir burt-
fararprófið mitt,“ segir Dóra sem út-
skrifaðist frá félagsfræðibraut
Menntaskólans við Hamrahlíð á laug-
ardaginn. „Ég hef ekkert verið í skól-
anum í haust, þannig að í rauninni
kláraði ég á þremur árum. Og þess
vegna gat ég byrjað í Myndlistarskól-
anum í Reykjavík í haust. Það er fullt
eins árs fornám fyrir listaháskóla.“
Byrjaði að æfa þriggja ára
Að undanförnu hefur mestur tími
Dóru farið í píanónám, en hún lauk
burtfararprófi fyrr í þessum mánuði.
„Ég tók prófið 4. desember og svo var
ég með tvenna tónleika, eina í Garða-
bæ af því að ég bý þar, og svo eina í
Mosfellsbæ af því að ég útskrifaðist
frá skólanum þar,“ segir Dóra sem
hefur spilað á píanó í hvorki meira né
minna en sextán ár, eða frá því hún
var þriggja ára.
„Ég byrjaði í Keflavík, svo fór ég í
Tónlistarskólann í Garðabæ þar sem
ég var í tíu ár og svo flutti ég mig upp
í Mosfellsbæ af því að kennarinn
minn, Ólafur Elíasson, fór að kenna
þar. Það kom ekki annað til greina en
að fara með honum.“
Dóra spilaði fjölda verka á burtfar-
artónleikunum, bæði íslensk og er-
lend. „Ég spilaði Bach-konsert, són-
ötu eftir Mozart, etíðu eftir Chopin,
prelódíu eftir Rachmaninoff og eitt ís-
lenskt lag, „Kvölda tekur, sest er sól“
sem Ríkarður Örn Pálsson útsetti
fyrir nemendur Ólafs,“ segir hún, en
segja má að burtfararprófið jafngildi
því sem áður kallaðist 8. stig í píanó-
leik.
Sjaldan er ein báran stök og í til-
felli Dóru Hrundar virðist hún aldrei
vera það. Auk MH, píanónámsins og
myndlistarinnar hefur hún nefnilega
líka lagt stund á dans frá 11 ára aldri.
„Ég var upphaflega í JSB en skipti
svo yfir í Listdansskólann í fyrravet-
ur. Þar var ég á nútímadansbraut,
sem var svolítið mikið nám, um það
bil 20 tímar á viku. Ég var náttúrlega
í píanóinu með og þegar ég ætlaði að
byrja í Myndlistarskólanum í haust
ákvað ég að taka mér frí frá dans-
inum. En ég hugsa að ég byrji í hon-
um aftur eftir áramót,“ segir Dóra og
bætir því við að hún vilji leggja
áherslu á nútímadans.
Skoðar skóla erlendis
En hvað um framtíðina? Á hvað
ætlar Dóra að leggja mesta áherslu?
„Ég er nú ekki alveg búin að
ákveða það en ég hugsa að myndlistin
verði mitt aðalfag. En mig langar
auðvitað að nota hitt líka. Ég veit þó
að ég ætla ekki að fara í einleik-
aranám í píanóinu en ég mun samt
alltaf vera að spila eitthvað. Ég gæti
til dæmis alveg hugsað mér að læra
eitthvað annað en klassík. Það er
nefnilega rosalega mikið mál að verða
konsertpíanisti og ég er ekki tilbúin
að fórna hinu fyrir það. Mig langar að
geta verið að grúska í fleiru en einu.
Ef maður ætlar að verða píanóleikari
kemst ekkert annað að.“
Dóra er um þessar mundir á hönn-
unar- og myndlistarsviði við Mynd-
listarskólann í Reykjavík en það er
undirbúningsár fyrir nám í listahá-
skólum. Hún segist ætla að huga að
umsóknum um erlenda listaháskóla
eftir áramót og vonar að píanóið og
dansinn hjálpi til í umsóknarferlinu.
„Ef það eru tveir sambærilegir nem-
endur er kostur að vera með eitthvað
framyfir, eins og til dæmis burtfar-
arpróf,“ útskýrir hún.
Róleg jól
Aðspurð segir Dóra gott skipulag
það mikilvægasta til að ná að gera allt
sem hún hefur gert á undanförnum
árum.
„Þetta hefur svolítið verið í syrpum
hvað ég hef lagt áherslu á. Í fyrra var
ég til dæmis mest í dansinum, til að
klára píanóið ákvað ég að æfa mig
mikið í sumar og var ekkert að vinna.
En jú, það hefur alltaf verið mikið að
gera,“ segir hún en bætir því þó við
að hún hafi merkilega mikinn tíma
fyrir vini sína og félagslíf.
„Ég nota helgarnar bara eins mikið
og ég get í það. En ég á margar vin-
konur í dansinum og líka í píanóinu.
Það er kannski stór þáttur í því hvað
maður er búinn að haldast lengi í
þessu. Það er búið að gera þetta að
hálfgerðu „hóp-hljóðfæri“, þótt þetta
sé algjört einstaklingsnám. En Ólafur
hefur látið okkur hittast á kvöldin til
að æfa, þannig að þetta er svolítið fé-
lagslegt líka.“
Dóra ætlar að taka lífinu með ró yf-
ir jólin en um leið ætlar hún að nýta
fríið til að huga að því hvað hún ætli
sér að gera í framtíðinni. Hvað sem
verður er ástæða til að fylgjast vel
með Dóru Hrund Gísladóttur á næst-
unni, enda gríðarlega hæfileikarík
stúlka þar á ferðinni.
jbk@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Fjölhæf Dóra mótar fót í Myndlistarskólanum. „Ég er nú ekki alveg búin að ákveða það en ég hugsa að myndlistin verði mitt aðalfag,“ segir hún þegar hún er spurð um framtíðarplönin.
Ótrúlega hæfileikarík
Dóra Hrund Gísladóttir er ekki eins og flestar aðr-
ar 19 ára gamlar stelpur. Hún lauk nýverið stúd-
entsprófi frá MH og burtfararprófi í píanóleik frá
Tónlistarskólanum í Mosfellsbæ. Þá er hún í
Myndlistarskólanum í Reykjavík, auk þess að
leggja stund á dans. Jóhann Bjarni Kolbeinsson
spurði Dóru hvernig hún færi að þessu öllu saman.
Morgunblaðið/Kristinn
Við píanóið Dóra Hrund Gísladóttir tók burtfarapróf í píanóleik í byrjun
desember frá Tónlistarskólanum í Mosfellsbæ.
Stelpan sem getur allt
mbl.is | Sjónvarp