Árdís - 01.01.1938, Blaðsíða 6

Árdís - 01.01.1938, Blaðsíða 6
Og svo drífa þeir að jafnt og þctt, of margir til að nefna hér. Nýjar tegundir bætast við á hverjum degi; karlfuglarnir í glæsileg- iun einkennisbúningum skreyttum gulum, fjöðrum og rauðurn skúf- um og orðum; konur þeirra aftur á móti klæddar hæverskum nunnu- Ininingi. Allir byrja þeir óðara að byggja heimili sín. Eru þau listaverk cr tekið er til greina að eina verkfæri þeirra er nef og klær. Hinn gullbjarti “oriole” hengir djúpa körfu sina í hæstu greinar trjánna; engjalævirkinn býr sér til lílið sólbyrgi i jörðunni úr visnu grasi; rauðbrystingurinn treystir heiminum vel og byggir nærri híbýlum vorum hreiður sitt úr strái og leir, o. s. frv. “Wherever you look, and wherever you listen you hear Iife murmur, and see it glisten,” er stutt og gagnorð lýsing af sumrinu. Hvert sem vér lítum er líf. Hvert grasstrá og laufblað er lifandi. Stráin blakta i vindinuin, blóinin brosa til okkar á enginu; laufin vagga sér í golunni, og litprúð fiðrildi flögra yfir “blómskrvddum bölum.” Niðri i grassverðinum er urmull skorkvikinda, ótal óséð sumar- lieimili. Hér og þar sjáum vér kongulóar-vef sindra í sólskininu; ef vér lyftum upp jarðgrónum steini sjáum vér ótal heimili smá og 1 ítilfjörleg í vorum augum, en öll eru þau einn hlekkur i alheimskeðj- unni. Því öll hin lifandi náttúra myndar eina dásamlega heild þar sem hverl hjólið grípur inn í annað, og hver styður annan. Aðeins eitt dæmi af mörgum eru býflugurnar, sem maðurinn er búinn að taka i þjónustu sína. Hér er ekki rúm til að lýsa háttuin þeirra; það er efni í heila bók, aðeins skal lauslega minst á afstöðu þeirra í náttúrulífi Manitoba. Síðastliðin ár hefir ógrynni býflugna verið flutt frá suðurhluta Bandarikjanna lil Manitoba. Koina þær í vír-kössum og eru vana- lega tvö jnind i hverjum kassa eða um fimm þúsund flugur og ein drotning: réttara sagl ein móðir og l'imm þúsund dætur hcnnar. Drolningin er í sérstöku herbergi með þernum sínum, og hinar mynda fylking í kringum hana. Þær koma hingað vanalega snemma í maí og er strax gefið heimili með nokkrum byrgðum af hunangi. Fer engum söguin um hvernig þeim lítist á sig hér. Eigi virðast þær heldur sitjast niður og harma forlög þau er fluttu þær úr hinum sólríku, blómstrandi lundum i Alabama norður í vorkuldann í Manitoba. Frá fyrstu stundu er þeim er gcfið tækifæri byrja þær að undirbúa og fága sitt nýja heimili. Fyrstu blóm er þær finna hér eru á trjánum: víðir (willow), möpurr, (maple) og ýmsum ávaxtatrjám. Svo er því varið með niörg tré að þau bera tvær tegundir blóma, sina tegundina á hvoru tré og þarf blómáduftið að berast frá einu tré lil annars áður fræ 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.