Árdís - 01.01.1938, Blaðsíða 8
HALLGRIMUR PÉTURSSON
(Erindi flutt á kvenfélagsfundum á föstunni 1938)
Eftir Ingibjörgu .1. ólafsson.
Uin þennan tíma kirkjuársins er alvöruþungi í hugum kristins
fólks; huga er stefnt til atburðanna í hvers minningu l'astan er
haldin — atburðanna í sambandi við pínu og dauða Krists.
Meðal hinnar íslenzku þjóðar hefir einn maður gert ineira en
nokkur annar lil að gera þá viðburði ógleymanlega, með sínum
undursamlegu trúarljóðum. Langar mig því að biðja ykkur að láta
hugann dvelja um stutla stund hjá skáldinu góða sem
“—svo vel söng
að sólin skein í gegnum dauðans göng.”
Hallgrímur Pétursson er talinn að vera fæddur árið 1(')14. Óvíst
hvort var að Gröf á Höfðaströnd eða Hólum i Hjaltadal. Um æsku
hans eru til aðeins óljósar sagnir. En áreiðanlegt virðist að foreldrar
hans hafi brugðið búi sökum fátæktar er hann var mjög ungur, lík-
lega um árs gamall. Er hann svo með móður sinni, Solveigu, til
heimilis að Gröf á Höfðaströnd, um nokkur ár. Með föður sírium
fer hann svo að Hóhim, samkvæmt boði Guðbrandar Hólabiskups,
er var náfrændi Péturs föður Hallgríms. Þar er hann settur í skóla
er hann hafði aldur til; stundar hann þar nám um hríð, unz hann fer
frá Hólum og af landi burt. Hve gamall liann var þá er óvíst, en
Guðbrandur biskup deyr þegar Hallgrímur er þrettán ára og sköinnm
síðar er það að hann hverfur burt.
Ymsar sagnir eru til um orsakir til burtfarar hans, en ekki skal
hér reynt að dæma um hvort nokkur þeirra er rétt. Ef til vill heí'ir
útþrá og æfintýralöngun þessa gáfaða sveins átt ]iar þátt i. Leið
hans lá aldrei eftir vegum þeim, sem l'jöldinn fetar; átti hann það
sameiginlegt ineð ýmsum gáfumönnum annara þjóða.
Engar áreiðanlegar sagnir munu svo vera til af Hallgrími fyr en
Brynjólfur biskup tekur hann upp af götu sinni i Kaupmannahöfn,
seytján eða átján ára gamlan. Vann hann þar við járnsmíði og átti
harðan húsbónda. Er sagt að biskup hafi séð þennan unga mann
við vinnu og heyrt liann viðhafa nokkur ól'águð álierzluorð á ís-
lenzku, og hali honum þótt “málfærið fallegt þó orðbragðið væri
Ijótt.” Tekur hann Hallgrím þá að sér og kemur honum á hezta
skóla Iíaupmannahafnar. í annað sinn opnast þessum unga manni
þá glæsileg braut til menta og frama.
6