Árdís - 01.01.1938, Side 10

Árdís - 01.01.1938, Side 10
■■■— Þess er vert að minnast að Hallgrímur yrkir sinn i'yrsta i'erða- súhn: “Nú byrja eg reisu mína” þegar þau eru á leið sinni heim lil íslands. Líka má muna það, að til er bréf, sem Guðríður skril'aði fyrri manni sínum, þegar hún var ambátt í Algiers. Þar virðist það vera hcnni hið mesta áhyggjueíni el' sonurinn litli, sein með henni var, fengi ekki að njóta huggunar kristinnar trúar. iiendir þetta tvent á að elcki sé það ábyggilegt að hún hafi verið mótstæð trúar- skoðunum manns sins. Eins verðum við að muna það, að eins og æfileið Hallgríms var þyrnum stráð, hefir hennar verið það líka. Þó óútmálanlegar hafi verið þjáningar og skuggar hinna mörgu ára, er hann lá í líkþrá, hafa þau ár ekki síður verið henni dimm, eftir að hún hal'ði orðið að sjá á bak öllum börnum sínuin nema einum syni. — Eg er samþykk þeirri skoðun eins íslenzks rithöfundar, að hún'muni hafa átt sinn þátt i að halda vakaiidi skáldskapargáfu Hallgríms, því blíðalognið hefði ekki átt betur við hann! “Baráttan stvrkir stórmennið, þó hún bugi lítilmagnann, eins og stormurinn æsir bálið þó hann slöklcvi ljósið.” Að minsta kosti langar mig til að við, systur hennar, sem dvelj- um í þessari tímans fjarlægð, látum hana njóta þeirrar samúðar og þess skilnings sem auðið er. Gleði væri mér að því að leggja blóm- sveig vinarjiels á leiði þessarar misskildu, skapstóru og i'ögru konu, þó að aðdáun mín, eðlilega, falli Hallgrími i skaut. Langt er frá að eg ætli að gera tilraun til að lýsa skáldverkum Hallgríms. Hið undra afl Passiusáhnanna verður aldrei kannað né útskýrt. Þeir hafa verið lesnir, lærðir og sungnir á íslenzkum heimilum hátt á þriðja hundrað ár og hafa veitl ótal sáluin styrk. Sálmurinn “Alt eins og blómstrið eina” hel'ir verið sunginn yfir moldum flestra íslendinga í hállt þriðja hundrað ár, og hugðnæmt er að minnast þess, að hann var fyrst sunginn yfir moldum Ragn- iieiðar dóttur Brynjólfs biskups. Áreiðanlegt er það, að menn tilheyrandi ýmsum trúarflokkum dást að Passíusálmunum. Sá trúarflolckur meðal íslendinga, sem ekki viðurkennir endurlausnarkenninguna lælur iðulega syngja úr Passíusálmunuin við jarðarfarir sínar. Ef til vill á huggun sú, er þeir boða meiri kraft en þeir sjálfir gera sér grein fyrir. Sagt er að einhverju sinni liafi Þorsteinii Erlingsson verið spurður að hvaða Passíusálmur hrifi liann mest. Hafi hann þá haft yfir vers úr tuttug- asta og fjórða sálminum: “Athvarf mitl jafnan er lil sanns undir purpura kápu hans, —þar hyl eg misgjörð mína.” Þó minnuinst við þess að nú l'yrir t'áuin árum var ráðist á Hall - grím Pétursson og sálma hans í langri ritgerð í “Iðunni.” Höfund- urinn er sá maður, sem hættir við því að kasta saur á flest af því sem 8

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.