Árdís - 01.01.1938, Síða 16
. —M—m—m—m—•■ "—..— —»——••—••—••—«—••—••—•■—..—..—
“Móðurmálið er blómsturband,
sem bindur eins stóra og smáa
og geymir fortíð og fósturland
með fegurðardraumnum háa.”
Bornin okkar inissa svo óumræðilega mikið ef þau ekki kunna
sitt móðurmál. Er ekki hætt við að sjóndeildarhringurinn minki, og
er ekki hætt við að þau fari á mis við margt dýrmætt og hrífandi?
Mætti ekki gera meira af því að koma þeirri tilfinningu inn hjá
börnunum að þau verði auðugri og sælli ef þau læra sitt móðurmál?
Börn eru fljót að læra tungumál. öll börn ættu að minsta kosti að
læra tvö tungumál, og þá auðvitað ættu íslenzk börn að læra islenzku.
Eg trúi ekki öðru en við eigum eftir að tala og lesa vort “ástkærd,
vlhýra inál” enn í mörg ár!
Á aðalstræti í þorpinu Chamouni nálægt fjallinu Mont Blanc í
Alpafjöllunum er minnisvarði, sem reistur var til heiðurs tveimur
mönnum, sem fyrstir komust upp á fjallatindinn árið 1787. Þetta
fagra minnismerki er fyrst og fremst standmynd af svissneska nátt-
úrufræðingnum De Saussure. Hann lítur upp til fjallsins, og það
er auðséð á andliti hans, hvað honum býr i hjarta. Við hliðina á
honum er mynd af Jacques Balmot, fylgdarmanninum, sem hafði
áður komist upp á fjallstindinn. Það er enginn kvíði í andlitsdrátt-
um hans. Það iná nærri heyra hann segja: “Eg hefi verið þarna
uppi og þekki vel veginn þangað. Fylgdu mér, — við förum upp
á tindinn saman.”
Svona talar Jesús, frelsari vor, til okkar, þegar við horfum fram
á veginn, kvíðandi og kjarklitil og þorum ekki að fara upp fjallið.
Hann leggur hönd sína á öxl vora, bendir okkur í rétta átt. Hann
hughreystir okkur og segir: “Eg er ljós heimsins. Hver sem fylgir
mér mun ekki ganga i myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins.”
Við þurfum því sannarlega ekki að kvíða því að starfsemi vor
á sunnudagsskólunum verði ekki til blessunar. Frelsari vor og
fylgdarmaður gengur á undan upp fjallið.
“Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit;
blessaðu, Faðir, Iilómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.”
14