Árdís - 01.01.1938, Síða 18

Árdís - 01.01.1938, Síða 18
..«>11-■■-----------------------------------»"----------------"»-.<!<»•- Þegar Prússar yfirunnu Frakka 1870, urðu Frakkar að sam- þykkja friðarskilmála Prússa og ekki einungis láta af hendi Aisace- Lorraine, heldur og skuldbinda sig til að borga gífurlegar skaða- bætur. Enn einu sinni var rætt um frið í Evrópu en undir niðri brann eldur haturs og hefndar hjá hinni sigruðu þjóð. Brátt kom það í ljós að stjórnirnar voru að gera leynisamninga sín á milli og lofa hver annari hjálp sinni ef á þá yrði herjað, þangað til öll stór- veldi Evrópu voru skipuð í tvo alvopnaða flokka. Þetta átti að vera trygging fyrir frið, en var þó i raun og veru aðeins undirbúningur fyrir aðra styrjöld. Svo kom heimsstyrjöldin mikla. Maður er myrtur suður i Serbíu og á svipstundu er öll Evrópa orðin að vígvelli. Engum dett- ur í hug að halda því fram að dauði Ferdinands ríkiserfingja Austur- ríkis hal'i verið upptök stríðsins. í mörg ár höfðu stjórnirnar verið að auka her sinn bæði á sjó og landi. Alt var til reiðu, og þurfti því ekki nema lítinn neista að koma öllu í bál. í lok styrjaldarinnar náði friðarhugsjónin meiri og dýpri tökum i hjörtum mannanna en nokkru sinni fyr. Því nú var ekki einungis Evrópa heldur svo að segja allur heimurinn flakandi i sárum. Eitt var því sameiginlegt með öllum þjóðum. Þær þráðu frið — varan- lcgan frið — i'rið, sem grundvallaðist á samtökum og bræðralagi. Loks voru Versailles friðarsamningarnir samþyktir. Fólkið greip við þeim eins og “druknandi maður grípur eftir hálmstrái.” Fæstir reyndu að gagnrýna samningana, þeim var nóg í bráðina, að friður var fenginn. Hrylling styrjaldarinnar smá gleymdist eftir því sem vonleysið framundan fór rénandi. Það er sorglegt að hugsa til ])ess, að á sama tíma sem friðarsamningarnir voru samþyktir var verið að léggja undirstöðu undir nýja heimsstyrjöld. Hinir hörðu íriðarkostir, sem hin sigraða þjóð var ncydd til að ganga að, sýndu greinilega hvað mikil óhamingja gal af því leilt að láta ofsafulla afturhaldsmenn koma vilja sínum fram. Lord Queenborough fyr- verandi gjaldkeri “Þjóðabandalagsins” sagði mcðal annars: “Við höfum gert þýzltu þjóðina gjaldþrota með því að leggja á herðar hennar þá voðalegustu hegningu, sem nokkurn tíma hefir verið lögð á sigraða þjóð.” Woodrow Wilson? þáverandi forseti Bandaríkjanna vildi gera sínar frægu fjórtán tillögur að undirstöðu friðarsamninganna við Þjóðverja, en svo margar hreytingar voru gerðar að lítið varð eftir af þeim nema beinagrindin. Lloyd George studdi Wilson að máli, en þeir gátu ekki komið sínum skoðunum í framkvæmd vegna mótstöðu irá hinum harðsnúna og grimma Clemenceau (Tiger Glemenceau) og fylgifiskum hans. Mig langar lil að minnast lítillega í þessu sambandi á tvö skilyrði sitt í hverjum flokki Versailles samninganna — hernaðarskaðabætur og stofnun Þjóðabandalagsins. Samkvæmt friðarsamningunum áttu 16

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.