Árdís - 01.01.1938, Síða 19

Árdís - 01.01.1938, Síða 19
••€>11 Þjóðverjar að borga allar hernaðarskaðabætur — upphæð, sem ekki var ákveðin að fullu fyr en 1929. Þá kom saman nefnd sérfræðinga (Young nefndin) og var álit hennar samþykt, og Þýzkaland átti að halda áfram að borga striðsskaðabætur í næstu fimmtíu og níu ár, eða þangað til 1988. Þetta skilyrði vakti sára gremju hjá hinni sigruðu þjóð — jafnt hjá cldri og yngri. Eldri kynslóðin sá að með þessu var öll sök á upptökum stríðsins lögð á þeirra herðar; en sú yngri sá, að þeir og afkomendur þeirra voru dæmdir til þess að borga skaðabætur stríðs sem afar þeirra eða jafnvel lang-afar tóku þátt í, en þeir sjálfir hvorki átlu skuld eða þátttöku í. Það er sagt að “syndir feðranna komi niður á börnunum í þriðja og fjórða lið,” en svo gæti farið að affeiðingar af þéssu stríði gætu komið fram i sjötla og sjöunda lið. Þvi með þessu er verið að halda lifandi hefndarhug milli þjóð- anna. Getur heimurinn vænst bræðralags samtaka á meðan sættir eru aðeins á yfirborðinu? Annað atriði var stofnun Þjóðabandalagsins. Stofnun þess inætti afar mikilli andúð þegar í byrjun, sérstaklega í Miðríkjum Evrópu. Þar var litið svo á að það væri stofnað til þess að þrengja kosti hinnar sigruðu þjóðar. Það er hrapaleg yfirsjón að Þjóða- bandalagið skyldi vera selt sem eitt skilyrði i Versailles samningana, og að stofnendur ]iess voru eingöngu þær þjóðir, sem hærri hlut báru í stríðinu. Ef Þjóðabandalagið hefði verið sérstök stofnun, algerlega óháð friðarsamningunum, ef Þjóðverjum hefði verið boðið að taka þátt i stofnun þess, og el' þeim hefði ekki verið synjað um leyfi að gerast meðliinur þess, þá væri það öflugra en það er í dag. Nú eru liðin næslum því tuttugu ár síðan ráð bandalagsins kom sainan í fyrsta sinn. New York Times skýrði l'rá þeim fundi eitt- hvað á þessa leið: “Frá því fyrsta var eins og skuggi yfirvofandi óhamingju hvíldi yfir Þjóðabandalaginu. Sætin kringum borðið voru öll upptekin, nema eitt. Woodrow Wilson var fjarverandi og sæti hans þvi autt. Sólin sendi vermandi geisla sína inn i skrifstofuna eins og almættið væri að leggja blessun sína yfir þetta mikilfenglega spor í friðar- áttina — en á sama tíma féll skuggi auða sætisins yfir þvert borðið eins og feigðarboði hins fagra og göfuga fyrirtækis.” Afar mikil og margvísleg mál hefir Þjóðabandalagið haft með höndum síðan það var stofnsett, og þó margt hafi farið öðruvisi i seinni tíð, en æskilegt er, og að sumir vilji líta svo á að það sé dautt, megum við ekki gera lítið úr þessari bræðralagshugmynd Woodrow Wilsons. Hún var og er svo stórfengleg, svo fögur og hrifandi, að nafn hans verður greypt gullnu letri á spjöld sögunnar um ókomnar aldir. Það er auðvelt að lila aftur og fordæma misgerðir og mistök lið- inna tíma, en þess ber að minnast, að eftir i'jögra ára strið, er tæplega 17

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.