Árdís - 01.01.1938, Qupperneq 22
Frú Ásta Normann listmálari
Eftir srrct Sigurð ólafsson.
Kona sú, sem hér skal að nokkru getið, er löngu síðan þjóðkunn
meðal íslendinga, undir nafninu Ásta málari. Tel eg “Árdísi” sæmd
að minnast hennar, og mér ljúft hlutverk af hendi að inna, þótt ekki
lelji eg mig þess færan sem vera ætti. — Styðst eg hér við greinar,
sem um hana hafa verið ritaðar, í óðni, V. árg. 1. tölublaði, 1909,
og einnig ritgjörð og ummæli sunnudagshlaðs Alþýðublaðsins, III.
árg. 19. tölubí. l'rá 10. maí, 1936, ásamt upplýsingum frúarinnar
sjálfrar. —
Ásta Kristin Árnadóttir Normann er fædd 3. júlí 1883, i Narfa-
koti i Njarðvíkum í Kjósar- og Gullbringusýslu. Foreldrar hennar
voru Árni Gíslason harnakennari og bóndi á téðum stað, skáldmæltur
maður og einkar vel gefinn, — og kona hans Sigríður Magnúsdóttir
ættuð úr Fljótshlíð í Rangárvallasýslu. Einkar listrænt fólk er að
finna í háðum ættuin hennar. Föður amma hennar hét Ásta Árna-
dóttir og var með afbrigðum listfeng. Þeini er þetta ritar, er ógleym-
anleg bernskuminning um öminu frúarinnar, Steinunni Gísladóttur,
er stundum dvaldi sem gestur á heimili foreldra minna á Ytri-Hól í
Vestur-Landeyjum, og átti yfir fágætri og sérkennilegri fráságnar-
list að ráða. Hlökkuðum við börnin og heimilisfólkið til komu henn-
ar og fanst sem stórhátíð væri i garð gengin er hún kom, svo unaðs-
legar voru sögur þær og æfintýri er hún sagði.
Listræni á inörgum sviðum einkennir systkini l'rii Ástu; eru
hræður hennar Ársæll hókaútgefandi, Magnús Iistamaður á mörgum
sviðum og Þórhallur celloist, er ýmist dvelur á íslandi eða Þýzka-
landi, allir þjóðkunnir menn. Af ítrasta megni studdi Ásta móður
sína er f'aðir hennar dó frá börnunum tíu, öllum í æsku, en Ásta
næst-elzt þeirra. Hún var snemma þróttlunduð og þrekmikil.
Algenga vinnu stundaði hún um fermingaraldur, var vinnukona á
ýmsum stöðum með það markmið efsl og æðst i huga að aðstoða
móður sína og systkini, en öll vinna var svo illa borguð, og mest-
megnis borguð í vörum, svo hjálpin er hún gat veitt varð minni en
hún þráði og þörí' krafðist. Gekk lnin með innibyrgða sára þrá til
menta, einkum langaði hana að læra að mála, og i’ór því til Reykja-
víkur, en málarameistarar þar töldu það fjarstæðu og afréðu hana
því með ðllu móti. Loks veitti danskur málari, N. S. Berthelsen
henni viðtökur á starfsstofu sína árið 1903, og hjá honum vann hún
í þrjú ár. Flutti nú móðir hennar og systkini lil Reykjavíkur, og
smábatnaði hagur þeirra. Árið 1906 sigldi Á.sta til Kaupmanna-
hafnar, fékk hún far utan með því að annast um sjúkt barn á leið-
20