Árdís - 01.01.1938, Side 28
••«>11———•■—■*—■"—■■—""—■■—■*—■■—*■—"*—■■——■■—■■— --—■■—■■—■■—■■—■■—■■—»<>••
vel. Líður vel fjráhagslega og félagslega, þrátt fyrir það að land þeirra
hefir litlar auðsuppsprettur og fremur óhentuga hnattstöðu? Líður
vel, þegar aðrar auðugri þjóðir eiga við innbyrðis uppreistir og alls
konar örvænting að búa?
Danir höfðu átl í sífeldum stríðum og styrjöldum i þúsund ár,
og þjóðin horíðist í augu við örbyrgð og allsleysi einmitt vegna þess.
Þá var það hér um IjíI fyrir hundrað árum að algerlega var skift um
slefnu ei'tir að Þjóðverjar hertóku Holstein og Slésvík, sem bæði voru
auðug héruð.
Gamla stefnan snerist öll um slríð og hefndir. Nú var skift um
og tekin upp ný framtíðarstefna, og hún var þessi: “Hinn ijtri ósigur
vcröur uð bætust upp nieð innri sigri.”
Fátt var um verðmiklar auðsuppsprettur til þess að byggja á
þennan innri sigur. Eina von dönsku þjóðarinnar var sú að geta
aukið sitt eigið manngildi et'tir ýtrasta megni. Og þetta var mögu-
legt einungis með aukinni menlun. Mentun er svo að segja almáttug.
sé hún af réttum rótum runnin og henni stei'nt í rétta átt.
Dnnmörk á nútíðar velgengni sínu engu öðru uð þukku en sann-
arlegri og heilbrigðri menlun. Sigursæld stjórnarinnar og hin sanna
mannúð þjóðarinnar eiga rætur sinar að rekja til steínu, sem hófst
i'yrir meira en hundrað árum. Sú stefna er ólík bæði í eðli og formi
öllu öðru, sem þeksl hefir hjá öðrum þjóðum. Vér íhugum það með
undrun og aðdáun hversu mikla hamingju þjóð getur skapað sér
með sannri mentun, ef hún hefir góða leiðtoga og sniður líf sitt að
öllu leyti eftir grundvallaratriðum kristindómsins.
Framfarirnar í Danmörku eru að miklu leyti að þakka biskupi
nokkrum, sem Nikolai Frederick Severin Grundtvig hét. Hann var
stofnandi lýðháskólanna.
Grundtvig var fæddur árið 1783 og andaðist 1872. Hann var
kristinn framsóknarmaður i orðsins fylsta og bezta skilningi. Hann
bar djúpa samhygð og hluttekningu með hinum undirokuðu og
minnimáttar. öll hans störf og áhrif miðuðu að því að bæta og hirta
framtíðina. Hann harðist fyrir þjóðfélagslegu réttlæti hinum undir-
okuðu til handa. Hann var hinn öruggasti vörður frelsisins bæði
inn á við og út á við; þau atriði voru kjarninn í kenningum hans.
Grundtvig dvaldi þrjú ár i Englandi og varð gagnhrifinn af þeim
frelsisanda, sem þar ríkti. Þar var hver einstaklingur frjáls að lifa
sínu eigin lífi, hugsa sínum eigin hugsunum. Hann dáði djúpt það
frelsi, sem þar rikti bæði í félagsmálum, trúmálum og stjórnmálum.
Honum skildist það glögt að sjálfstæð hugsun getur einungis þrosk-
ast í þess konar lol'tslagi. Frelsi var í hans huga óhjákvæmilegt til
þess að heilbrigt trúarlíf gæti átl sér stað. Þessi setning er höfð
eftir honum: “Það er eins ómögulegt að útiloka ffelsið frá kirkjunni
eins og það er ómögulegt að útiloka Guðs anda þaðan.
26