Árdís - 01.01.1938, Síða 29

Árdís - 01.01.1938, Síða 29
 Grundtvig gerði sér far um að glæða og styrkja þjóðrækni og ættjarðarást hjá hinum ungu og vekja lijá þeim eldinóð landi sínu og lýð til friðsamlegra framfara. Hann kveikti andlegan eld í sálum neinemla sinna með hinum tvíþættu grundvallaratriðum kenninga sinna. Annar þátturinn var það, sem hann kallaði “þjóðarsálina,” hinn þátturinn var: “Hinn lífræni kraftur orðanna.” Hið síðar- nefnda þýddi það, eltir hans skilningi, að hin persónulegu áhrif, sein herast frá kennaranum inn í hugskot nemandans, kveiki þar logandi bál. Eftir hans skilningi átti fræðarinn að kenna með eldheitum lyrirlestrum, þar sem vaktar væru upp lifandi myndir frá liðinni tíð. Kennarinn átli að nota áhrifamestu viðburði sögunnar til andlegrar eldkveikju, og hann átti að leiða fram óviðjafnanlegar fyrirmyndir úr mannkynssögunni yfirleitt, en þó einkum og sérstaklega úr sögum og sögnum síns eigin lands og sinnar eigin þjóðar. Með þessari kenslu átli fræðarinn ekki einungis að keina álirif- um sinum til heilans eða hugsunarinnar, heldur einnig og um fram alt til hjartans eða sálarinnar. Utanaðlærdóm og þulunám fordæmdi hann með öllu; en hann liélt þvi fram að þegar kennarinn fyndi hið lil'andi orð hræra sálu sina, þá mætti hann treysta því að kenslan festist i minni og hæri tilætlaðan ávöxt. Hann hélt því l'ram að liið lifandi orð hel'ði í sjálfu sér l'ólgið liitt atriðið eða hinn þáttinn, “þjóðarsálina,” er hann svo nefndi. Um þetta var hann alveg sannfærður; en án þess áleit hann alla kenslu árangurslausan hégóma. Honum fanst sem hann væri kall- aður til þess að þroska anda hinna skandinavisku jijóða. Orð hans og kenningar fluttu með sér grundvallar hugsjónir og lífsálirif kristninnar inn í hversdagslífið og daglegu störfin; — það er að segja: starfandi kristna trú. Áhrif Grundtvigs náðu scr bezt niðri í lýðháskólunum og festu dýpstar rætur út frá þeim. Þá skóla sækja mestmegnis sveitafólk á aldrinum milli 18 og 25 ára. Takmark þeirra er að ala þannig upp hin dönsku ungmenni að þau verði sér meðvitandi þeirrar ábyrgðar, sem á þeim hvílir, sein borgurum landsins og finni hjá sér þann styrk, sem lil þess þarf, að gerast hæfir leiðtogar í öllum mann- félagsmáluin. Grundtvig vildi skapa í landi sínu upplýsta þjóð, er stjórnað gæli sjálfri sér; þjóð, sem ætti svo vel gefna æsku, að allir gætu komið frá landsbygðinni án þess að taka sérstakt próf eða evða til ]>ess sérstökum undirbúningstíma, og drukkið i sig heilbrigðar hug- myndir og rnanndómsþrá. Þetta áttu lýðháskólarnir að gera. Það var sannfæring hans, að þetta gerði fóllcið færara um það að lifa lífi sínu með opin augu fyrir helgum og himneskum efnum og þroska þannig sálu sína að hún gajti notið alls jiess sem fagurt er og eftir- tektarvert á jarðríki. 27

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.