Árdís - 01.01.1938, Page 32

Árdís - 01.01.1938, Page 32
-------"■—-■■-■■-------------..-..-..-..---------------..-..---l<J- Að miðdagsverði loknum tekur sltólastjórinn aftur við völdum. Hann segir nemendunum frá merkum viðburðum bæði heima fyrir og erlendis og l)ætir við þá sínum eigin athugasemdum. Við máltíðir er allur skólinn eins og eitt heimili. Við fyrirlesturinn síðdegis er valið eitthvert efni um bókmentir, goðafræði, félagsfræði og eðlisfræði. Ef nemandinn heldur þessu við þegar fram líða stundir með því að lesa bækur og blöð með ánægju og skliningi; ef hann sækir fyrirlestra, eða jafnvel flytur þá sjálfur, þá hefir takmark skólans náðst; þá hefir nemandinn orðið starfandi, hugsandi borgari, en ekki aðeins liðlaus eftirherma. Auk fyrirlestranna eru þar einstaklinga cða flokkastörf, sem i'ara fram síðari hlula dagsins: það er kensla í dönsku, stílagerð og reikningi; eða þá smáflokkar myndast til þess að ræða eitthvert sér- stakt málefni. Oft er myndaður flokkur til þess að ræða um eða segja aftur efnið úr einhverjum fyrirlestrinum. Þetta er ágæt æfing fyrir þá, sem vilja verða færir i því að rita eða láta í ljós hugsanir sinar. Eitl aðalatriðið á þessum skólum er það að lesa fréttablöð að lokinni máltíð. Flciri og fleiri bætast í hópinn með vaxandi áhuga ef fjörugar umræður eiga sér stað og skemtilegur samanburður á fréttafrásögninni. Þá má ekki gleyma lestri góðra bókmcnta í rit- um skólabókasafnsins. Lestur hefir náð sér svo niðri meðal bændafólksins í Danmörku að hann er orðinn eitt aðaleinkenni þjóðarinnar. Það er sagt að þegar vinnumenn i sveit í Danmörku flytja sig vistferlum, þá eiga þeir svo miklar bækur og flvtji með sér að þær vigti meira en allar aðrar eignir hans til samans, og að þar á meðal sé mikið af allra merkuslu bókmentum Norðurlanda. Auk lýðháskólanna eru auðvitað einnig aðrir skólar í Danmörku, svo sem: alþýðuskólar, háskólar, verkfræðingaskólar, búnaðarskólar, verzlunarskólar, iðnskólar og aðrar sérfræðilegar stofnanir. Mentamálin i Danmörku eru á afarháu stigi og er þar lögð sér- slök áherzla á að læra útlendar tungur. Þá má ekki gleyma hinum óháðu barnaskólum; þeir eru ekki í höndum ríkisins. Fyrsta skóla Jieirrar tegundar stofnaði maður, sem hét KHstján Hold; var hann aðalsamstarfsmaður Grundtvigs. Ennfremur má nefna Jíjóðháskóla í leikfimi og alj)jóða lýðháskólann. Þjóðháskólinn fyrir lcikfimi er stór og voldug stofnun — þar er vegleg íbúð, leikfimissalur og sundskáli, og stór iþróttavöllur; þar er einnig samkvæmissalnr, sem rúmar 50,000 manns. Þessi skóli hefir vaxið upp á fáeinum árum á eyju, sem Funan heitir í héraðinu Ollerup. Hann var stofnaður af manni, sem hét Niels Bukt. Fé var fengið fyrir þessa stofnun fyrir íþróttasýningar, sem Bukt héll ásamt félögum sínum í Evrópu og Ameriku. 30

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.