Árdís - 01.01.1938, Blaðsíða 35
MINNINGAR
HALLFRÍÐUR GUÐRÚN THORGEIRSSON
1863— 1938
Hún var fædd 12. júlí 1863 að Leifsstöðum i Kaupangssveit í
Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Jón Rögnvaldsson og
Guðný Hallgrimsdóttir, mæt hjón, sem lengi bjuggu á Leifsstöðum.
ólst hún upp hjá foreldrum sínum og var hjá þeim þangað til hún
flutti til Vesturheims árið 1883 og settist að i Winnipeg. Hinn 25.
Hallfríöur Guðrún Thorgeirssón
septembcr 1886 giftist hún Jóhanni G. Thorgeirsson. Voru þau í
Winnipeg til 1889, að þau fluttu lil Churchbridge, Sask. og rak
Jóhann þar verzlun i i'imm ár. Fluttu þau þá aftur til Winnipeg
og hafa átt hér heima jafnan siðan.
Frú Hallfríður andaðist 2. apríl þ. á. Auk eiginmannsins lætur
hún eftir sig tvær kjördætur þeirra hjóna, Sigríði, söngkonuna góð-
kunnu, konu Baldurs Olson læknis í Winnipeg og Guðrúnu konu
Hermanns Johnson, Kandahar, Sask. og einn bróður, Steingrím
Johnson í Kandahar.
33