Árdís - 01.01.1938, Síða 36
-----------------"—«•—■»-■—----------------—----■■------------ !><>••
Frú Hallfríður var ágætiskona. Sásl það hezt þegar hún heim-
sótti fsland með manni sínum árið 1900. Þegar hún kom heim til
ættjarðarinnar var þannig ástatt, að systir hennar var rétt nýdáin
frá 11 börnum. Tók hún þá tvö börnin ineð sér, Sigriði, sem fyr er
getið, þá fjögra ára, og Hallgrím, stálpaðan pilt. Síðar flutti öll
fjölskyldan vestur. Einn af drengjunum, Baldur, átti jafnan heima
hjá móðursystur sinni, ásamt Hallgrími sem fyr er getið. Var það
aðallega þeim hjónum að þakka, að þeir bræður gátu báðir gengið
skólaveginn. Þeir eru nú báðir dánir. Hallgrímur féll í stríðinu, en
Baldur dó á sóttarsæng. Frú Hallfriður var gáfuð kona og l'róð um
marga hluti og skemtileg. Hafði hún mikið yndi af skáldskap og
hljómlist. Hún var ágæt húsmóðir og eiginkona og sönn móðir
fósturbarna sinna. Hún var göfuglynd og góð við þá sem bágt áttu
og hún náði til og hún var einlæg og sönn í trú sinni til æfiloka. Að
eðlisfari var hún heldur dul og ekki fljóttekin, og voru þeir þvi sjáll'-
sagt heldur fáir sem kyntust henni náið. Hún þekti vel og skildi
hin margvislegu mannlífsmein og reyndi að bæta úr þeim eftir beztu
gctu, og hafði einlæga samúð með öllum, scm bágt áttu. Hún var
ágæt safnaðarkona og félagskona i kvenfélagi Fyrsta lúterska sal'n-
aðar í Winnipeg í meir en 40 ár. Hún unni fslandi af heilum hug og
fylgdist vel með því sem þar var að gerast og átti mikið af góðum
endurminningum frá föðurlandinu.
Ekki aðeins ástvinir hennar, heldur lika allir aðrir, sem kyntust
henni, hugsa nú til hennar með virðingu og hlýhug og þakklæti fyrir
samfylgdina.
H. 0.
SIGURBORG GOTTFREIJ "T^
Aður hefir verið getið um það í islenzkum blöðum að Sigurborg
Gottfred andaðist 20. nóvember 1936, að heimili dóttur sinnar og
tengdasonar Hansínu og Sigurðar Anderson i Baldur, Manitoba.
Aður hafði heimili þessarar ágætu konu verið i Langruth, Manitoba
um tuttugu og tveggja ára skeið. Hún var 79 ára að aldri er hún lézt.
Með sanni má segja um Sigurborgu Gottfred það sama og sagt
var forðum um ekkjuna er gaf sinn síðasta skilding í sjóð musterisins.
Af glöðuin huga gaf hún og styrkti öll góð málefni. Sérstaklega var
.lóns Bjarnasonar skóli henni hjartfólginn; sömuleiðis lagði hún
mikið lil kirkju og fátæklinga. í kvenfélagi Herðubreiðarsafnaðar
starfaði hún af alúð í mörg ár.
34