Árdís - 01.01.1938, Page 39
Kallaðar heim
+ -f +
isafold Josephsdöitir ólafsson. Fædd 9. desember l<S8,r), að Sandvík
í Biirðardal á fslandi. Dáin að Brown, Manitoba (i. janúar 193b.
Ötul' og góð félagssystir, ein af stofnendum kvenlelagsins
“Fjólan.” Stórt skarð, sem seint verður fylt er höggvið við frá-
íall hennar. Við félagssystur hennar gleyinuni henni aldrei.
Ingibjörg Soffia Benediktsdóttir Lindal. Fædd að Reykjarhóli í
Skagafjarðarsýslu á íslandi, 29. nóvember 1856. Dáin að Brown,
Manitoba 28. apríl 1936. Guðelskandi og góð móðir. Sökum
vanheilsu i mörg ár var henni ekki mögulegt að starfa i félags-
skap, en fvlgdist með og hvatti okkur áfrain. Bænir slíkrar
konu eru mikils virði.
Sigríður Giinnlaugsdóttir Sigurdson. Fædd 14. maí 1843 að Flögu
í Hörgárdal á íslandi. Dáin 28. október 1937, að Brown, Mani-
toba. Göfug og góð. Frábærlega þolinmóð i gegnum erfiðleika
og mótlæti. Blind í nærfelt tuttugu ár, sá hún Ijós Guðs i
myrkrinu, sem varð æ bjartara eftir því sem árin liðu. Hún
miðlaði okkur öllum ríkulega af sinni sálarfró og trausti.
L. G.
Raghheiður Johnson lézt að heimili dóttur sinnar i Árborg, Manitoba.
20. október 1937, sextíu og sjö ára að aldri. Um Iangt skeið
var hún meðlimur kvenfélags Árdalssafnaðar. Var hún hin
ánægjulegasta kona, lífsgbið og ljúfmannleg. Bjart er yfir öllum
endunninningum um hana.
A/aria Jónsdöttir Gíslason lézl að heimili sínu í Árborg 30. október
1937, níulíu og fiinm ára gömul. Mörg ár hafði hún verið rúm-
tost og blind. Var hún ein af hinum mörgu þróttlunduðu land-
náinskonum.
Helga Halldóra Sveinsson lézt að heimili systur sinnar í Víðir, Mani-
toba 4. desember 1937, þrátíu og sjö ára að aldri. Hal'ði strítt
við langvarandi heilsuleysi. Guðelskandi og góð, vildi öllum gott
gera.
Málfriður Benjamínson lézt að heimili sínu í Geysir, Manitoba 6.
ágúst 1937, fimmtiu ára að aldri. Hin mesta ágætiskona, vin-
föst, þróttlunduð og ábyggileg.
Lorbjörg Guðmundsson lézt að heimili sinu í Riverton, Manitoba,
10. nóvember 1937, sjötíu og sex ára að aldri. Allir, sem þektu
hana geyma lilýjar endurminningar um hennar gæði og trygð.
37