Árdís - 01.01.1938, Qupperneq 42
«{•••
fkki æskilegt að Bandalagið gæli staðið fyrir og borið straum af ár-
legu nánisskeiði fyrir sunnudagsskóla kennara og aðra leiðtoga í
kristindómsstarfi? Færi það námsskeið fram að sumri til í ein-
hverjum “camp” og yrði ef til vill tíu daga til að byrja með. Yrði
þar hægt að sameina hvíld, hressingu og andlega upplyftingu. Leið-
togar og kennarar við þetta námsskeið yrðu prestar kirkjufélagsins.
Alt yrði gert til að mynda þar það andrúmsloft, sem lyfti hugum
þeirra, sem þar yrðu og sem gæfi nýjar hugsjónir til að taka heim í
sitt umhverfi, til hvatningar til starfs síðar.
Þessari hugmynd var hreyft af skrifara og forseta Bandalagsins
á þingi ungmennafélaganna er haldið var í Árborg i maí í vor. Einnig
gat forseti kirkjufélagsins um þessa hugsjón okkar í ársskýrslu sinni
í sumar. Var þessi hugmynd rædd allýtarlega á kirkjuþinginu.
Allir, sem tóku þátt í þeim umræðum, voru eindregið henni hlyntir.
Var okkur óskað lil blessunar með að hægt yrði að hrinda þessari
hugsjón í framkvæmd á komandi sumri; einnig var framkvæmdar-
nefnd kirkjufélagsins t'alið að vinna ineð Bandalaginu að svo miklu
Jeyti sem Bandalagið óskaði eftir.
Á síðasta þingi var flutt ágætt og mentandi erindi um bindindi.
\ ildi eg benda á, að þó erindi sé ekki flutt um það mál í ár, höfum
við það á dagsslcrá og munum gera samþykt því viðvíkjandi.
Eg hafði gert mér vonir uin að á þessu þingi gæfist okkur tæki-
færi til að heyra og sjá Mrs. Carolínu Thorláksson frá Japan. Sú
ósk rætist ekki í þetta sinn ,en eg vona að tækifæri gel'isl til þess á
næsta sumri. Bandalagið fagnar yfir komu þeirra hjóna lrá Japan
og biður Guð að blessa þeim hvíldartímann, svo þau geti eignast
endurnýjaðan þrótt lil framtíðarstarfs.
Á þessu ári hafa ýmsar af félagssyslruin okkar orðið fyrir sár-
um missi. Vildi eg, fyrir hönd Bandalagsins, votta þeim innilega
famúð og biðja Guð að leggja græðihönd á sárin.
i síðustu ársskýrslu var vakið máls á þeirri hugsjón að konur
eyddu stund í byrjun hvers dags í bæn. Að hugir okkar allra mætt-
ust þannig í sameiginlegri bæn lil Guðs, þar sem beðið yrði fyrir
kristni og kristindómsstarfi um leið og einstaklings sálir öðluðust
styrk. —1 Ekki er það ósk mín að þetta verði rætt á þessu þingi; en
aftur vildi eg skilja jiessa hugsun eltir hjá ykkur. Einhvern veginn
finst mér að hópurinn, sem því sinti á Jiessu síðasta ári hafi ekki
verið stór. En í gegnuin það veittist okkur styrkur fyrir ýmsa
reynslu, sem á leið varð.
Allar getum við í auðmýkt sagt:
“Að biðja sem mér bæri mig brestur stórum á.
Minn herra, Iíristur kæri, ó, kenn mér íþrótt j)á.
Gef yndi mitt og iðja hér alla daga sé
með bljúgum hug að biðja sem barn við föður kné.”
Árborg 28. júní, 1938.
Ingibjörg J. ólafsson.
40