Árdís - 01.01.1954, Page 14
12
ÁRDÍS
Vandamál æskunnar
Eftir SELLU JOHNSON
Það er víst áreiðanlegt að eldra fólkið á hverri kynslóð harmar
óspekkt og ábyrgðarleysi ungdómsins. Þessi hugsunarháttur stafar
að miklu leyti frá gleymsku þeirra eldri. Þeir muna ekki hvað
kærulausir þeir voru á þeirra yngri árum — um draumana, sem
þá dreymdi, um heitar þrár og vonir og bollaleggingar. Þeir eru
fyrir löngu búnir að sætta sig við vonbrigðin; þeir líta á lífið með
augum veruleikans — þá er hætt að dreyma. Þess vegna geta
þeir ekki sett sig inn í hugarfar unglinganna, og þess vegna dæma
þeir hinar margvíslegu misfellur þeirra ungu mjög stranglega.
Þessi miskilningur á milli þeirra ungu og gömlu hefir gengið svo
öld fram af öld.
Auðvitað eru þeir ungu óstöðugir í sessinum. Allskonar til-
hneigingar hefja baráttu í hjörtum þeirra. Þá langar til að gera
svo margt — taka lífið í sínar mjúku hendur og kreista úr því öll
sætindin. Óþolinmæði þeirra er takmarkalaus. Þeir þola ekki að
hömlur séu lagðar á vegi þeirra. Vissulega eru ekki allir unglingar
eins. Suma skortir ímyndunarafl, eða þá vantar lífsfjör. Þess vegna
fara þeir gætilegra. Sumir eru svo lánssamir að eiga foreldra, sem
hafa góða stjórn á þeim. Oft eru það tápmestu ungmennin, sem
fara geyst. En yfirleitt er æskulýðurinn órólegur, leitandi í hrifning
eftir gullinu á bak við regnbogann. Þeir unglingar, sem þrungnir
eru af háleitum hugsjónum, sem eru kóróna æskunnar, rísa upp
yfir vonbrigði og misfellur og komast yfir þetta erfiða tímabil í
þroskun mannsins, óskertir sálarlega. En hinir, meirihlutinn, þurfa
að hafa strangan aga, hluttekning og skilning frá heimahúsum og
öðrum uppeldisstofnunum, ef þeir eiga að komast klakklaust til
fullorðinsára.
Mikið er talað um ungdóminn á vorri tíð. Það er sagt að aldrei
hafi ungmennin hagað sér eins stjórnleysislega og nú. Er þetta
gamla viðkvæðið þeirra eldri, eða fylgir þessari staðhæfingu sann-
leikur? Við þurfum ekki annað en virða fyrir okkur látbragð,
hegðun og tal unglinganna nú á dögum til þess að skilja, að hin