Árdís - 01.01.1954, Side 15

Árdís - 01.01.1954, Side 15
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 13 unga kynslóð er á óvanalegu hættustigi. Við sjáum unglingana vel klædda, stúlkubúningarnir svo líkir drengjanna, að oft er ómögulegt að aðgreina hvers kyns unglingurinn er. Með peninga í vösum gengur þetta fólk í eirðarleysi eftir götunum, þeytist í kring í bílum, eða situr tímunum saman inn í matsöluhúsum og reykir og drekkur sæta drykki og talar alvarlegt mál. Það sýnir litla virðingu þeim eldri; öll framkoma þess ber vott um ókurteisi og menningarleysi; auðvitað eru margar undantekningar, en yfirleitt mundi óhlutdrægri persónu koma framkoma unglingana á okkar tímum svo fyrir sjónir. Við, sem svo mikla samveru og samhygð höfum með unga fólkinu, vildum gjarnan trúa því að þessi ruddaskapur væri aðeins á yfirborðinu; að undir niðri væri heilsusamlegt hugarfar; að það væri bara tímaspursmál þangað til að ungmennin áttuðu sig og sneru sér til alvöru lífsins. En því miður er svo margt í fari ungl- inganna nú, sem bendir til þess að æskulýðurinn sé á völtum fæti siðferðislega, ástand, sem ætti að koma okkur, sem eldri erum, til að hrista af okkur þann kæruleysisdvala, sem við sýnumst hafa sokkið í. Það er sagt, og því miður eru sannanir fyrir því, að á meðal glæpamanna er tala ungmenna fyrir innan tvítugt stórum að aukast. í sumum stöðum, sérstaklega í stórborgum, hafa unglingar glæpafélög með sér. í þessum félögum ráðgera meðlimirnir hvar, hvenær og hvernig glæpir þeirra skuli vera framkvæmdir. Og sá er munurinn á glæpaferil þessara unglinga á okkar dögum og þeirra á fyrri tímum, að í fyrri daga voru það unglingar frá aumum heimilum, ungmenni, sem aldrei höfðu haft tækifæri til að læra neitt gott, sem soguðust út í straum glæpamennskunnar. Nú eru það börn þeirra ríku, sem gerast forsprakkar í þessum leik, drengir, já, og stúlkur, sem hafa haft ótakmörkuð tækifæri til mentunar og frama. Meirihlutinn af unglingum nú hefir ekki neina löngun til mentunar. Þeir halda áfram í skóla af því að þeir eru þvingaðir til þess, eða vegna þess að það er minni fyrirhöfn að sitja á skóla- bekkjunum hluta af sólarhringnum en að herða sig upp til líkam- legrar vinnu. Fólk er alveg hissa á hinni stöðugu kennaraeklu nú á dögum, en þeir, hinir sömu, skilja ekki hvað erfitt það er að halda ungmennum nútímans við lærdóminn, og hvað vonsviknir kennar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.