Árdís - 01.01.1954, Side 15
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
13
unga kynslóð er á óvanalegu hættustigi. Við sjáum unglingana
vel klædda, stúlkubúningarnir svo líkir drengjanna, að oft er
ómögulegt að aðgreina hvers kyns unglingurinn er. Með peninga í
vösum gengur þetta fólk í eirðarleysi eftir götunum, þeytist í kring
í bílum, eða situr tímunum saman inn í matsöluhúsum og reykir
og drekkur sæta drykki og talar alvarlegt mál. Það sýnir litla
virðingu þeim eldri; öll framkoma þess ber vott um ókurteisi og
menningarleysi; auðvitað eru margar undantekningar, en yfirleitt
mundi óhlutdrægri persónu koma framkoma unglingana á okkar
tímum svo fyrir sjónir.
Við, sem svo mikla samveru og samhygð höfum með unga
fólkinu, vildum gjarnan trúa því að þessi ruddaskapur væri aðeins
á yfirborðinu; að undir niðri væri heilsusamlegt hugarfar; að það
væri bara tímaspursmál þangað til að ungmennin áttuðu sig og
sneru sér til alvöru lífsins. En því miður er svo margt í fari ungl-
inganna nú, sem bendir til þess að æskulýðurinn sé á völtum fæti
siðferðislega, ástand, sem ætti að koma okkur, sem eldri erum, til
að hrista af okkur þann kæruleysisdvala, sem við sýnumst hafa
sokkið í.
Það er sagt, og því miður eru sannanir fyrir því, að á meðal
glæpamanna er tala ungmenna fyrir innan tvítugt stórum að
aukast. í sumum stöðum, sérstaklega í stórborgum, hafa unglingar
glæpafélög með sér. í þessum félögum ráðgera meðlimirnir hvar,
hvenær og hvernig glæpir þeirra skuli vera framkvæmdir. Og sá
er munurinn á glæpaferil þessara unglinga á okkar dögum og
þeirra á fyrri tímum, að í fyrri daga voru það unglingar frá aumum
heimilum, ungmenni, sem aldrei höfðu haft tækifæri til að læra
neitt gott, sem soguðust út í straum glæpamennskunnar. Nú eru
það börn þeirra ríku, sem gerast forsprakkar í þessum leik, drengir,
já, og stúlkur, sem hafa haft ótakmörkuð tækifæri til mentunar
og frama.
Meirihlutinn af unglingum nú hefir ekki neina löngun til
mentunar. Þeir halda áfram í skóla af því að þeir eru þvingaðir
til þess, eða vegna þess að það er minni fyrirhöfn að sitja á skóla-
bekkjunum hluta af sólarhringnum en að herða sig upp til líkam-
legrar vinnu. Fólk er alveg hissa á hinni stöðugu kennaraeklu nú
á dögum, en þeir, hinir sömu, skilja ekki hvað erfitt það er að halda
ungmennum nútímans við lærdóminn, og hvað vonsviknir kennar-