Árdís - 01.01.1954, Side 17

Árdís - 01.01.1954, Side 17
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 15 Þegar maður ber saman afstöðu unglinganna nú á dögum og þeirra í fyrri daga, þá er þar enginn samanburður. Fyr meir urðu allir að vinna, og þeir, sem höfðu tækifæri til hærri mentunar, gerðu náminu hin beztu skil. Þá voru ekki öll þessi tæki við hendina til að lyfta erfiði af fólkinu. Margir hafa, ef til vill, orðið að vinna of mikið, en flestir efldu með vinnunni líkams- og sálarkrafta sína, og uxu upp í þroskaðar manneskjur. En nú ganga ungmennin laus og liðug; eyða tímanum í iðjuleysi, og margir alt of margir, í ósóma. í fyrri daga var Biblían lesin á heimilunum, bænir voru kendar, og kristilegur hugsunarháttur var innrættur börnunum. Hvað skyldu það vera mörg heimili nú á dögum, sem gróðursetja kristilegt hugarfar hjá þeim ungu? Nú má helzt ekki minnast á Guðs orð í skólunum, svo að einhver sérstakur trúarflokkur verði ekki for- nemaður, og unga fólkið kemur varla nokkurn tíma til kirkju. Það er engin furða þó að unglingarnir séu að alast upp án nokkurrar meðvitundar um rétta eða ranga hegðun. Og samfara öllum þessum illu áhrifum, sem að ég hefi verið að lýsa hér að framan, er hin ægilega vaxandi notkun brenni- vínsins. Hér áður fyr voru það mestu óróaseggir, sem drukku til muna; nú eru það flestir unglingar, drengir að minsta kosti, og margar stúlkur líka. Og öll hin siðspillandi áhrif ná sér bezt niðri, þegar víndrykkjan er með. Hvað getum við, sem eldri erum, gert til þess að stilla þessa unglinga, leiðbeina þeim og koma þeim á rétta vegu? Meirihlutinn af feðrum og mæðrum er í vandræðum hvað til bragðs skal taka. Þau hafa hingað til haft of lítinn aga á börnunum, og nú er það að verða of seint að taka í taumana, og of erfitt að draga þeirra börn út úr félagsskap hinna. Samt finst mér, að allir foreldrar sem geta séð hvar þetta stjórnleysi muni lenda, og sem æskja þess að börn þeirra komist til uppeldisára ósködduð sálarlega, verði að herða sig upp og leggja börnum sínum lífsreglur í samræmi við siðlega hegðun. Allar stofnanir og félög, sem umhyggju hafa með uppeldi og velferð barnanna, verða að gera öfluga tilraun til þess að efla hjá þeim sterkari vilja kraft á móti freistingum vorra tíma, og glæða hjá þeim háar hugsjónir. Þetta ætti að vera áskorun til okkar, eldra fólksins, að draga okkur ekki í hlé, þó að skyldur okkar gagnvart ungdómnum sé erfitt að rækja. Vissulega er verkefnið erfitt, því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.