Árdís - 01.01.1954, Side 46

Árdís - 01.01.1954, Side 46
44 ÁRDÍS Sólskin Eftir INGIBJÖRGU S. BJARNASON Það hét Sólskin, litla íslenzka barnablaðið, sem við öll elskuðum af hjarta, og sem kom í hverri viku, partur af vikublaðinu stóra. Það færði sólskins blíða ljós og yl inn á ótal heimili. Ekki var það stórt um sig, en það þurfti ekki. Það var okkar eigið blað, skrifað á máli sem við skildum, um efni sem voru okkur kær. Auðvitað voru margar aðrar sögur og bækur lesnar. Það var til dæmis sagan „Nonni og fiskurinn“, uppáhaldssagan, sem var lesin upp aftur og aftur, þar til við kunnum hana utanbókar. Ekki mátti sleppa nokkru úr henni, hvað svo sem stóð til. En Nonna var gleymt og bæði hann og fiskurinn sátu á borðinu í friði, þegar Sólskin kom. En þeir undraheimar, sem opnuðust fyrir okkur, þegar pabbi eða mamma byrjuðu að lesa. Það var einkennilega oft, sem sögubörnin áttu sömu nöfn og við systkinin og bjuggu á sama stræti og við, en smátt og smátt, þegar ég fór að lesa betur, þá fann ég að það var bara hann pabbi, sem skáldaði ofurlítið, þegar til nafnanna kom. Litlu sögubörnin heima á íslandi og víðsvegar um heim, urðu vinir okkar og við biðum með óþreyju þar til næsta blað kom, því oft stóð dálítið einkennilega eða illa á, þegar eintakið var á enda. En altaf endaði það vel fyrir vinum okkar í Sólskini og þá sofnuðum við ánægð. Það var ekki altaf gott að halda sér vakandi þar til sögunni lauk, en það reyndist oft gott ráð að spyrja ofurlítið út í söguna, þá leið svefninn frá í bili og ef spurningunum fjölgaði of mikið eða maður varð of vakandi, þá var altaf annað ráð, sem lesarinn tók til bragðs. Röddin fór lækkandi og seinkandi, þar til svefninn seig á auga og alt varð hljótt. Og bréfin! Ekki má gleyma bréfunum, sem börnin skrifuðu vikulega í Sólskini. Þessi bréf voru töfrandi og ekki leið á löngu þar til ég mátti líka til með að skrifa í blaðið. Það hefir ugglaust tekið marga tíma að semja það meistarabréf! Er það mesta furða,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.