Árdís - 01.01.1954, Page 66
64
ÁRDÍS
Jóhanna Thordarson
NIRÆÐ
„Göfug sál er ávalt ung undir silfurhærum“.
Þessi orð úr kvæði Steingríms
Thorsteinssonar eiga vel við kon-
una, sem hér skal að nokkru getið,
Jóhönnu, ekkju Guðmundar P.
Thordarsonar, sem á síðastliðnu
vori átti níræðisafmæli.
Hún var fædd í Múlakoti í Fljóts-
hhð á Rangárvöllum 12. maí 1864.
Foreldrar hennar voru hjónin
Sigurður Eyjólfsson og Þórunn
Jónsdóttir. Fimtán ára að aldri
mun Jóhanna hafa farið að vinna
fyrir sér á íslandi. Þegar hún var
tuttugu og fjögra ára fluttist hún
til Ameríku og settist að í Win-
nipeg. Tveim árum síðar giftist
hún Guðmundi P. Thordarsyni,
sem þá stundaði bakaraiðn í
Deloraine, Manitoba. Stuttu eftir
brúðkaupið fluttu ungu hjónin til Winnipeg; þar hafði Guðmundur
fyrirmyndar bakaraverzlun í mörg ár. Þau hjónin eignuðust ellefu
börn, eru fimm þeirra á lífi — einnig ellefu barnabörn og tíu barna-
barnabörn.
Mörg af okkur munum eftir stórhýsi því, sem Guðmundur
reisti á Victor St. nokkru eftir aldamót. Þangað var gott að koma,
ekki einungis vegna þess hvað húsið var stórt og allur húsbúnaður
fagur, heldur ennfremur vegna þess hve stórt var hjartarúm hús-
móðurinnar. Þegar ég var unglingur á skóla í Winnipeg minnist ég,
að gott var að koma þangað. Það munu fleiri geta sagt.
Jóhanna situr nú í kvöldkyrðinni og nýtur friðarins og gleð-
innar, sem umvefur þá þreyttu, er sólarlagið færist nær. Starfs-
dagurinn hefur verið óvanalega langur og fagur. Guð blessi henni
ævikvöldið.
I. J. Ó.