Árdís - 01.01.1954, Page 69
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
67
MINNINGAR
Steinunn Elizabet Bainter
Fædd 29. júní 1921 — Dáin 27. október 1954
„í snauðum heim ég hlusta á löngum vökum,
ég heyri þyt af sterkum vœngjatökum;
minn engill hefur lyft sér Ijóss í veldi,
þar líður aldrei dagur lífs að kveldi“. —E. B.
Óvænt og þungskilin var sú ráð-
stöfun að þessi unga, gáfaða kona
var kölluð á annað starfssvið.
Verkefni hefur hlotið að bíða
hennar þar. En gat það verið þýð-
ingarmeira en það, sem hún var
hér að leysa af hendi með svo
mikilli prýði sem móðir, eiginkona
og dóttir! Öllum ósvöruðu spurn-
ingunum verður síðar svarað og
öllu er óhætt í höndum Hans, sem
stjórnar öllu vel.
Steinunn var fædd í Blaine,
Wash., 29. júní 1921. Hún var
yngst af fimm systkinum og yndi
þeirra allra og foreldra sinna,
Kristínar og Halldórs Johnson.
Æskuárin voru björt og fögur;
hún útskrifaðist af háskóla Blaine
1938 með hæstu einkunn. Á næsta ári — 7. febrúar 1939 — giftist
hún eftirlifandi eiginmanni sínum Edwin Bainter. Guð gaf þeim
fjögur börn, sem öll lifa móður sína. Heimili þeirra var í grend
við Blaine; þar settust þau að á hinu fagra heimili foreldra hennar,