Árdís - 01.01.1954, Síða 79
Arsrit Bandalags lúterskra kvenna
77
Solveig Nielsen
Fædd 10. júní 1890 — Dáin 19. maí 1954
Frú Solveig var fædd í Hrísey í
Eyjafirði; foreldrar hennar voru
Þorsteinn sonur Einars Einarsson
bónda á Brú í Jökuldal og Önnu
Stefánsdóttur, og Jóhanna, dóttir
Matthíasar Markússonar trésmiðs
og Solveigar ljósmóður Pálsdóttur
í Vestmannaeyjum. Ung að aldri
misti Solveig foreldra sína og var á
vegum frændfólks síns á Islandi og
í Danmörku þar til hún fluttist
til þessa lands 1911. Fjórum árum
síðar giftist hún Charles Nielsen,
ágætismanni ættuðum af Isafirði.
Bjuggu þau lengst af í Winnipeg.
Þau eignuðust tvær dætur, Val-
borgu, er útskrifaðist af Manitoba-
háskóla og verzlunarskóla í Win-
nipeg, og Jóhönnu, er hlaut sömu
mentun; þau tóku og bróðurson Solveigar, 10 ára gamlan, inn á
heimilið og reyndust honum sem beztu foreldrar.
Solveig misti mann sinn 10. júní 1952, og dóttur sína, Valborgu
Aylwin, 5. des 1953 frá tveimur kornungum dætrum. — Solveig var
frábærlega nærfærin við sjúka og stundaði hún ástvini sína í þeirra
langa sjúkdómsstríði, bæði heima og á spítölunum. Þessa þungu
harma bar hún eins og hetja.
Solveig Nielsen var góðum hæfileikum gædd; hún var hag-
leikskona mikil, það var sem allt léki í höndum hennar. Gestrisin
var hún með afbrigðum og örlát við vini sína, enda átti hún fjölda
vina, er nú sakna sárt þessarar þróttmiklu, fjölhæfu og góðu konu.
Hún lætur eftir sig dóttur, Jóhönnu; dótturdætur, Karen og Ingrid;
fósturson, Carl Thorsteinsson; bróður, Kristján Thorsteinsson; hálf-
systur, frú Sophíu Bíldfell og hálfbróður, Vernharð Þorsteinsson.
Hún var lögð til hinztu hvíldar í Brookside grafreit. I. J.