Árdís - 01.01.1954, Síða 84
82
ÁRDÍS
Kristbjörg Jóna Sigurgeirsson
Fœdd 16. júní 1900 — Dáin 26. ágúst 1953
Frú Kristbjörg var fædd að
Lundi í Mikley, dóttir Márusar
Jónassonar Doll, landnámsmanns
þar, og konu hans Ingibjargar
Brynjólfsdóttur Jónssonar land-
námsmanns í sömu byggð. Árið
1917 giftist hún Sigurgeir Rósberg,
syni Vilhjálms Sigurgeirssonar
prests Jakobssonar og Kristínar
Helgadóttur landnámsmanns í
Mikley Tómassonar. Þau reistu bú
í Howardville, en fluttu nokkrum
árum síðar til Mikleyjar og stofn-
uðu þar myndarlegt og aðlaðandi
heimili. Síðasta áratuginn bjuggu
þau að Ósi við íslendingafljót.
Þeim hjónum varð sex barna
auðið. Tvær dætur, Vilborgu og
Kristínu, mistu þau á barnsaldri
1929. Einnig mistu þau einkar mannvænlegan son 1949. Börn þeirra
á lífi eru: Vilhjálmur, vélfræðingur, búsettur í Minaki; Ingibjörg,
Mrs. Murray McKillop, Dauphin, Man., og Jón, búsettur í Riverton,
ennfremur 4 barnabörn. Kristbjörg misti mann sinn 21. nóv. 1952;
varð hann bráðkvaddur að verki sínu.
Kristbjörg heitin var ágætum hæfileikum gædd, hagvirk og
smekkvís; voru heimili þeirra hjóna jafnan til fyrirmyndar að
snyrtimensku og myndarskap. Hún var umhyggjusöm og ástrík
eiginkona og móðir. Hún tók virkan þátt í félagslegri starfsemi og
lúterska söfnuðinn í Mikley studdu þau hjón með ráði og dáð.
Hún var í kvenfélagi safnaðarins og forseti þess um all-langt skeið;
var hún oft kjörin fulltrúi safnaðarins á kirkjuþing og fulltrúi
kvenfélagsins á kvennaþing.
Kristbjörg heitin var glæsileg kona í sjón og skapgerð hennar