Árdís - 01.01.1954, Page 99
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
97
sjón á borðstofu höfðu þær Mrs. Guðrún Ingimundson og Mrs. S.
Albertson. Mrs. Ingibjörg Kuzmak og Mary Pottin veittu aðstoð í
eldhúsi, þegar fjölmennast var. Leiðtogar drengja voru: Frank
Scribner, Jr., Teddy Johnson, Gerry Bardal, Neal Bardal, Duhey
Peterson, Fred Ingjaldson, Peter Erlendson og Clarence Stevens.
Leiðtogar stúlkna voru: Janette Benson, Myrna Stefanson, Sheila
Goodman, Diane OuthYaite, Helen Oliver, Mayola Ingimundarson,
Dorothy Danielson, Joyce Yetman, Christine Goodman, Haraldine
Magnússon, Dorothy Alfright, Sigurrós Anderson, Kristjana Jo-
hannson og Hazel Einarson. Systir Elizabeth Hess var send af
kvendjáknanreglu United Lutheran Church. Dvaldi hún í tvær
vikur og hafði kenslu með höndum.
Eins og venja hefur verið, hélt hver hópur skemtikvöld síðasta
kvöld dvalar sinnar. Fjöldi fólks sótti allar þessar samkomur. Að
loknu programmi voru veitingar framreiddar í borðsalnum af kven-
félögum bandalagsins. Þetta ár tóku eftirfylgjandi félög það verk að
sér: Kvenfélag Selkirksafnaðar, Kvenf. Framsókn, Gimli, Dorcas-
félagið, Gimli, Kvenfélög Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg (W. A. &
Ladies Aid), Dorcas-félag Fyrsta lúterska safnaðar og Kvenfélagið
Sigurvon, Húsavík. — Ennfremur sendi Kvenfélagið Undína höfð-
inglegar gjafir af heimatilbúnu kaffibrauði af beztu sort. Konur
frá Langruth sendu meS hverjum hóp ýmsar sortir af fyrirmyndar
bakningu, niðursoðin aldini, jellie & jam o. fl. — Meðlimir sumar-
búðanefndar sýndu frábæra árvekni og aðstoð eins og ávalt.
Fyrir alla þessa undraverðu samvinnu vildi ég þakka. — Alt
unga fólkið, leiðtogar, hjúkrunarkonur og prestar gáfu alt sitt starf,
eins og að undanförnu. Samúð og ánægja ríkti á staðnum. Guðs
vernd var yfir öllu, sem forðaði frá slysum og veikindum. —
Selkirk, 27. ágúst
Ingihjörg J. Ólafsson